Fækkun legurýma skýrist af betri tækni og þjónustu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2021 21:24 Svandís Svavarsdóttir rekur ástæður fyrir fækkun legurýma síðustu ár. vísir/Vilhelm Gunnarsson Heilbrigðisráðherra telur að fækkun legurýma á sjúkrahúsum landsins eigi sér eðlilegar skýringar. Aukin tækni í læknisþjónustu og betri göngudeildarþjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legurýmum, líkt og víða í heiminum og í nágrannalöndum okkar. Svandís Svavarsdóttir gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag og má af orðum ráðherrans lesa að pistillinn hafi verið skrifaður sem viðbrögð við umræðu sem hún vísar til, sem hún segir hafa verið háværa. Nýlega sendi fagráð Landspítala áskorun til stjórnvalda þar sem kallað var eftir betri mönnun á spítalanum. „Það hefur verið áskorun árum saman að manna spítalann í samræmi við mannaflaþörf, skortur á menntuðu fagfólki hefur orðið til þess að fækka hefur þurft legurýmum,“ stóð í áskoruninni. Þá gagnrýndi Alþýðusamband Íslands það nýlega að hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum hefði fækkað verulega á árunum 2007 til 2019 miðað við íbúafjölda. Samfylkingafólkið Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, sem sitja í efstu tveimur sætum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa einnig gagnrýnt þessa þróun á síðustu dögum: „Aukin tækni í læknisþjónustu krefst minni inngripa og dregur úr þörf fyrir legurými á spítölum, auk þess sem aukin áhersla er nú lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu innan spítala,“ skrifar Svandís í dag. „Sem dæmi má nefna að hlutfall aðgerða sem gerðar eru á dagdeildum Landspítala, og krefjast ekki innlagnar, hefur hækkað mikið á síðustu árum, eða úr um 12% allra aðgerða á LSH árið 2006 í rúm 66% árið 2020.“ Hún nefnir opnun göngudeildarhúss Landspítala, Eiríksstaða, sem dæmi um aukningu í göngudeildarþjónustu. Þar sé gert ráð fyrir 60 þúsund komum á ári. Þá segir hún heilsugæsluna einnig hafa verið styrkta og komur þangað aukist milli áranna 2017 og 2019, en fækkað aftur vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Hjúkrunarrýmum hafi fjölgað „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140, og þar vega þyngst opnun hjúkrunarheimila við Sléttuveg í Reykjavík og Seltjörn á Seltjarnarnesi,“ segir hún síðan í pistli sínum. Til hvers ráðherrann vísar þar er óljóst en eins og fyrr segir var meginútgangspunktur gagnrýni bæði ASÍ og Samfylkingarmannanna að fækkun rýmanna væri hlutfallsleg miðað við íbúafjölda. „Gert er ráð fyrir því að í lok árs ljúki framkvæmdum við 60 rýma heimili í Árborg. Heimahjúkrun hefur einnig verið aukin umtalsvert, til dæmis með nýjum samningi um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík þar sem velferðartækni verður nýtt í auknum mæli, vitjunum fjölgað, sérhæfing aukin og þverfagleg heilbrigðisþjónusta verður veitt í meira mæli til fólks í heimahúsum,“ skrifar Svandís. „Dagdvalarrýmum hefur fjölgað samtals um 106 rými á milli áranna 2018-2021, úr 750 í 856, og í nýrri aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára er sett markmið um að fjölga dagdvalarrýmum um rúmlega 90 á tímabilinu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag og má af orðum ráðherrans lesa að pistillinn hafi verið skrifaður sem viðbrögð við umræðu sem hún vísar til, sem hún segir hafa verið háværa. Nýlega sendi fagráð Landspítala áskorun til stjórnvalda þar sem kallað var eftir betri mönnun á spítalanum. „Það hefur verið áskorun árum saman að manna spítalann í samræmi við mannaflaþörf, skortur á menntuðu fagfólki hefur orðið til þess að fækka hefur þurft legurýmum,“ stóð í áskoruninni. Þá gagnrýndi Alþýðusamband Íslands það nýlega að hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum hefði fækkað verulega á árunum 2007 til 2019 miðað við íbúafjölda. Samfylkingafólkið Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, sem sitja í efstu tveimur sætum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa einnig gagnrýnt þessa þróun á síðustu dögum: „Aukin tækni í læknisþjónustu krefst minni inngripa og dregur úr þörf fyrir legurými á spítölum, auk þess sem aukin áhersla er nú lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu innan spítala,“ skrifar Svandís í dag. „Sem dæmi má nefna að hlutfall aðgerða sem gerðar eru á dagdeildum Landspítala, og krefjast ekki innlagnar, hefur hækkað mikið á síðustu árum, eða úr um 12% allra aðgerða á LSH árið 2006 í rúm 66% árið 2020.“ Hún nefnir opnun göngudeildarhúss Landspítala, Eiríksstaða, sem dæmi um aukningu í göngudeildarþjónustu. Þar sé gert ráð fyrir 60 þúsund komum á ári. Þá segir hún heilsugæsluna einnig hafa verið styrkta og komur þangað aukist milli áranna 2017 og 2019, en fækkað aftur vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Hjúkrunarrýmum hafi fjölgað „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140, og þar vega þyngst opnun hjúkrunarheimila við Sléttuveg í Reykjavík og Seltjörn á Seltjarnarnesi,“ segir hún síðan í pistli sínum. Til hvers ráðherrann vísar þar er óljóst en eins og fyrr segir var meginútgangspunktur gagnrýni bæði ASÍ og Samfylkingarmannanna að fækkun rýmanna væri hlutfallsleg miðað við íbúafjölda. „Gert er ráð fyrir því að í lok árs ljúki framkvæmdum við 60 rýma heimili í Árborg. Heimahjúkrun hefur einnig verið aukin umtalsvert, til dæmis með nýjum samningi um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík þar sem velferðartækni verður nýtt í auknum mæli, vitjunum fjölgað, sérhæfing aukin og þverfagleg heilbrigðisþjónusta verður veitt í meira mæli til fólks í heimahúsum,“ skrifar Svandís. „Dagdvalarrýmum hefur fjölgað samtals um 106 rými á milli áranna 2018-2021, úr 750 í 856, og í nýrri aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára er sett markmið um að fjölga dagdvalarrýmum um rúmlega 90 á tímabilinu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira