Fækkun legurýma skýrist af betri tækni og þjónustu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2021 21:24 Svandís Svavarsdóttir rekur ástæður fyrir fækkun legurýma síðustu ár. vísir/Vilhelm Gunnarsson Heilbrigðisráðherra telur að fækkun legurýma á sjúkrahúsum landsins eigi sér eðlilegar skýringar. Aukin tækni í læknisþjónustu og betri göngudeildarþjónusta hafi orðið til þess að minni þörf sé á legurýmum, líkt og víða í heiminum og í nágrannalöndum okkar. Svandís Svavarsdóttir gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag og má af orðum ráðherrans lesa að pistillinn hafi verið skrifaður sem viðbrögð við umræðu sem hún vísar til, sem hún segir hafa verið háværa. Nýlega sendi fagráð Landspítala áskorun til stjórnvalda þar sem kallað var eftir betri mönnun á spítalanum. „Það hefur verið áskorun árum saman að manna spítalann í samræmi við mannaflaþörf, skortur á menntuðu fagfólki hefur orðið til þess að fækka hefur þurft legurýmum,“ stóð í áskoruninni. Þá gagnrýndi Alþýðusamband Íslands það nýlega að hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum hefði fækkað verulega á árunum 2007 til 2019 miðað við íbúafjölda. Samfylkingafólkið Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, sem sitja í efstu tveimur sætum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa einnig gagnrýnt þessa þróun á síðustu dögum: „Aukin tækni í læknisþjónustu krefst minni inngripa og dregur úr þörf fyrir legurými á spítölum, auk þess sem aukin áhersla er nú lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu innan spítala,“ skrifar Svandís í dag. „Sem dæmi má nefna að hlutfall aðgerða sem gerðar eru á dagdeildum Landspítala, og krefjast ekki innlagnar, hefur hækkað mikið á síðustu árum, eða úr um 12% allra aðgerða á LSH árið 2006 í rúm 66% árið 2020.“ Hún nefnir opnun göngudeildarhúss Landspítala, Eiríksstaða, sem dæmi um aukningu í göngudeildarþjónustu. Þar sé gert ráð fyrir 60 þúsund komum á ári. Þá segir hún heilsugæsluna einnig hafa verið styrkta og komur þangað aukist milli áranna 2017 og 2019, en fækkað aftur vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Hjúkrunarrýmum hafi fjölgað „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140, og þar vega þyngst opnun hjúkrunarheimila við Sléttuveg í Reykjavík og Seltjörn á Seltjarnarnesi,“ segir hún síðan í pistli sínum. Til hvers ráðherrann vísar þar er óljóst en eins og fyrr segir var meginútgangspunktur gagnrýni bæði ASÍ og Samfylkingarmannanna að fækkun rýmanna væri hlutfallsleg miðað við íbúafjölda. „Gert er ráð fyrir því að í lok árs ljúki framkvæmdum við 60 rýma heimili í Árborg. Heimahjúkrun hefur einnig verið aukin umtalsvert, til dæmis með nýjum samningi um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík þar sem velferðartækni verður nýtt í auknum mæli, vitjunum fjölgað, sérhæfing aukin og þverfagleg heilbrigðisþjónusta verður veitt í meira mæli til fólks í heimahúsum,“ skrifar Svandís. „Dagdvalarrýmum hefur fjölgað samtals um 106 rými á milli áranna 2018-2021, úr 750 í 856, og í nýrri aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára er sett markmið um að fjölga dagdvalarrýmum um rúmlega 90 á tímabilinu.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir gerir þetta að umfjöllunarefni sínum í pistli sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag og má af orðum ráðherrans lesa að pistillinn hafi verið skrifaður sem viðbrögð við umræðu sem hún vísar til, sem hún segir hafa verið háværa. Nýlega sendi fagráð Landspítala áskorun til stjórnvalda þar sem kallað var eftir betri mönnun á spítalanum. „Það hefur verið áskorun árum saman að manna spítalann í samræmi við mannaflaþörf, skortur á menntuðu fagfólki hefur orðið til þess að fækka hefur þurft legurýmum,“ stóð í áskoruninni. Þá gagnrýndi Alþýðusamband Íslands það nýlega að hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum hefði fækkað verulega á árunum 2007 til 2019 miðað við íbúafjölda. Samfylkingafólkið Helga Vala Helgadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson, sem sitja í efstu tveimur sætum á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, hafa einnig gagnrýnt þessa þróun á síðustu dögum: „Aukin tækni í læknisþjónustu krefst minni inngripa og dregur úr þörf fyrir legurými á spítölum, auk þess sem aukin áhersla er nú lögð á göngu- og dagdeildarþjónustu innan spítala,“ skrifar Svandís í dag. „Sem dæmi má nefna að hlutfall aðgerða sem gerðar eru á dagdeildum Landspítala, og krefjast ekki innlagnar, hefur hækkað mikið á síðustu árum, eða úr um 12% allra aðgerða á LSH árið 2006 í rúm 66% árið 2020.“ Hún nefnir opnun göngudeildarhúss Landspítala, Eiríksstaða, sem dæmi um aukningu í göngudeildarþjónustu. Þar sé gert ráð fyrir 60 þúsund komum á ári. Þá segir hún heilsugæsluna einnig hafa verið styrkta og komur þangað aukist milli áranna 2017 og 2019, en fækkað aftur vegna kórónuveirunnar á síðasta ári. Hjúkrunarrýmum hafi fjölgað „Það er ekki rétt sem haldið hefur verið fram að hjúkrunarrýmum hafi fækkað undanfarin ár. Þvert á móti hefur þeim fjölgað um samtals 140, og þar vega þyngst opnun hjúkrunarheimila við Sléttuveg í Reykjavík og Seltjörn á Seltjarnarnesi,“ segir hún síðan í pistli sínum. Til hvers ráðherrann vísar þar er óljóst en eins og fyrr segir var meginútgangspunktur gagnrýni bæði ASÍ og Samfylkingarmannanna að fækkun rýmanna væri hlutfallsleg miðað við íbúafjölda. „Gert er ráð fyrir því að í lok árs ljúki framkvæmdum við 60 rýma heimili í Árborg. Heimahjúkrun hefur einnig verið aukin umtalsvert, til dæmis með nýjum samningi um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík þar sem velferðartækni verður nýtt í auknum mæli, vitjunum fjölgað, sérhæfing aukin og þverfagleg heilbrigðisþjónusta verður veitt í meira mæli til fólks í heimahúsum,“ skrifar Svandís. „Dagdvalarrýmum hefur fjölgað samtals um 106 rými á milli áranna 2018-2021, úr 750 í 856, og í nýrri aðgerðaáætlun um framkvæmd heilbrigðisstefnu til næstu fimm ára er sett markmið um að fjölga dagdvalarrýmum um rúmlega 90 á tímabilinu.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira