Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rúmlega 540 þúsund gölluðum fínagnagrímum fargað Landspítalinn festi kaup á tæplega fimmtán milljónum eininga af hlífðarbúnaði á síðustu tveimur árum vegna Covid-19 heimsfaraldursins, kostnaður hlífðarbúnaðarins nemur rúmlega 1,5 milljarði íslenskra króna. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 26.6.2022 17:27 Deild á Landakoti lokað vegna hópsýkingar: „Við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta“ Kórónuveirufaraldurinn virðist sem betur fer ekki vera í uppsveiflu hér á landi að sögn sóttvarnalæknis en of snemmt er að segja til um framhaldið. Enn er mikið álag á spítalanum, þar sem hópsmit hefur meðal annars komið upp á Landakoti. Forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu segir það vonbrigði að hópsmit hafi aftur komið upp á Landakoti en er bjartsýn á að þeim takist að komast í gegnum ástandið. Innlent 24.6.2022 21:01 Mikið álag í sýnatökum og margir vilja fjórða bóluefnaskammtinn Mikil aðsókn er nú í sýnatökur þar sem töluverður fjöldi fólks er enn að greinast með Covid. Áhersla hefur verið lögð á fjórða bóluefnaskammtinn og hafa nokkur þúsund manns mætt í bólusetningu í vikunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2022 13:01 Almennt ekki hugað að kynjasjónarmiðum í Covid-viðbrögðum ríkja heims Aðeins þrettán af 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims gerðu aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi að ríkjandi stefnu í aðgerðaráætlunum sínum vegna Covid-19 faraldursins. Erlent 24.6.2022 08:01 Controlant dreifði bóluefnum um allan heim og tífaldaði tekjurnar Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant óx gríðarlega á síðasta ári. Tekjur félagsins námu tæpum níu milljörðum króna, sem er tíföldun á milli ára. Viðskipti innlent 22.6.2022 17:33 Nýr sóttvarnarlæknir vonast eftir meiri ró í embætti Guðrún Aspelund, nýr sóttvarnarlæknir mætti í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún er sérhæfð í almennum barnaskurðlækningum og vann á sóttvarnasviði áður en hún sótti um embætti sóttvarnarlæknis. Hún vonast eftir meiri ró í starfi en Þórólfur. Innlent 21.6.2022 19:49 Mikil aðsókn í opna húsið Í dag hófst aftur opið hús í bólusetningar gegn Covid-19 fyrir áttatíu ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mun fleiri hafi mætt en búist var við. Innlent 21.6.2022 14:04 Ekki auðvelt að feta í fótspor Þórólfs Það verður ekki auðvelt að fylla í það skarð sem Þórólfur Guðnason skilur eftir. Þetta segir Guðrún Aspelund nýráðinn sóttvarnalæknir. Starfið sé krefjandi en hún kveðst treysta sér í verkefnið. Það sem sé mest aðkallandi nú sé að hvetja aldraða og fólk í áhættuhópum til að fara í bólusetningu gegn COVID-19. Innlent 21.6.2022 13:10 Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. Innlent 21.6.2022 11:05 Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. Innlent 21.6.2022 09:23 Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. Innlent 20.6.2022 14:57 Tveir létust vegna Covid-19 um helgina Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina. Á fjórða tug einstaklinga liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, en innlögnum sjúklinga með sjúkdóminn hefur farið fjölgandi síðustu vikur. Innlent 20.6.2022 12:56 Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný. Innlent 20.6.2022 12:20 Óþekktur þarmasjúkdómur hrjáir íbúa Norður-Kóreu Að minnsta kosti átta hundruð fjölskyldur hafa þurft að leggjast inn á spítala í Norður-Kóreu með veiki sem ríkismiðill landsins hefur kallað „óþekktan þarmasjúkdóm“. Erlent 20.6.2022 10:27 Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. Innlent 18.6.2022 14:57 Gefa grænt ljós á bólusetningar barna niður í sex mánaða aldur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa Covid-19 bólusetningar barna frá sex mánaða aldri. Talið er að bólusetningar geti hafist strax í næstu viku en hingað til hafa fimm ára börn verið þau yngstu sem hafa mátt fá bóluefni. Erlent 17.6.2022 16:54 Samkomur á morgun gætu leitt til mikillar fjölgunar: „Við þurfum að ganga hægt um gleðinnar dyr“ Alvarleg veikindi vegna Covid hafa aukist talsvert síðustu daga. Yfirlæknir á Landspítala segir stöðuna afleita. Tíminn muni leiða í ljós hvort þörf sé á aðgerðum í samfélaginu. Innlent 16.6.2022 20:30 Margir þeirra sem smitast nú hafa ekki fengið fjórðu bólusetninguna Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra. Innlent 16.6.2022 17:58 Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Innlent 16.6.2022 13:15 Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. Innlent 16.6.2022 11:06 Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 15.6.2022 18:46 PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. Viðskipti innlent 14.6.2022 07:44 Bresk stjórnvöld eyddu háum fjárhæðum í gallaðan hlífðarbúnað Bresk stjórnvöld ætluðu að brenna hlífðarbúnað að andvirði fjögurra milljarða punda sem var ýmist gallaður eða stóðst ekki kröfur stjórnvalda. Þetta segir eftirlitsnefnd breska þingsins um ríkisútgjöld sem kannar nú hvernig stendur á því að ríkið hafi eytt eins miklu og raun ber vitni í ónothæfan búnað. Erlent 13.6.2022 16:30 Enn að eiga við Covid-19 Enn er dálítill fjöldi að greinast með Covid og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Covid ekki lokið. Nú séu það mest ferðamenn sem greinist, þá sérstaklega þau sem fari til Bandaríkjanna. Hann telur það þó geta breyst þar sem ekki er lengur þörf á því að sýna fram á neikvætt PCR-próf á leið þangað. Innlent 13.6.2022 14:37 Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. Erlent 13.6.2022 12:47 „Hann kom að móðunni miklu, blotnaði í tærnar og sneri við“ Þó svo að Ragnar Axelsson héldi að heimsfaraldurinn myndi aðeins vara í þrjá mánuði, skynjaði hann í upphafi faraldursins að það væri mikilvægt að skrásetja þetta ástand með myndum. Menning 12.6.2022 07:01 SA segir sóttvarnafrumvarp ótímabært og gallað Samtök atvinnulífsins telja ótímabært að setja ný heildarlög á sviði sóttvarna sökum þess að ekki hefur farið fram ýtarleg rannsókn á afleiðingum Covid-faraldursins og sóttvarnaaðgerða. Auk þess séu ýmsir vankantar á sóttvarnafrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið. Innherji 10.6.2022 13:08 Um 150 til 200 nú að greinast með Covid-19 daglega Undanfarna daga hefur tilfellum þeirra sem hafa greinst með Covid-19 verið að fjölga og greinast nú á milli 150 og tvö hundruð einstaklingar daglega hér á landi. Sömuleiðis hefur inniliggjandi með Covid-19 fjölgað á Landspítalanum síðustu daga en þar eru nú átta manns með sjúkdóminn og þar af einn á gjörgæslu. Innlent 10.6.2022 11:04 Ferðamönnum í pakkaferðum nú hleypt inn í landið Stjórnvöld í Japan hafa nú létt á takmörkunum fyrir erlenda ferðamenn og byrjað að staðfesta vegabréfsáritanir á nýjan leik. Það á þó einungis við ferðamenn í pakkaferðum og sem samþykkja að fylgja stífum reglum landsins um grímuskyldu og aðrar sóttvarnaaðgerðir. Erlent 10.6.2022 07:45 Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 9.6.2022 17:07 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 334 ›
Rúmlega 540 þúsund gölluðum fínagnagrímum fargað Landspítalinn festi kaup á tæplega fimmtán milljónum eininga af hlífðarbúnaði á síðustu tveimur árum vegna Covid-19 heimsfaraldursins, kostnaður hlífðarbúnaðarins nemur rúmlega 1,5 milljarði íslenskra króna. Þetta kemur fram í svari Landspítalans við fyrirspurn fréttastofu. Innlent 26.6.2022 17:27
Deild á Landakoti lokað vegna hópsýkingar: „Við einbeitum okkur bara að því að komast í gegnum þetta“ Kórónuveirufaraldurinn virðist sem betur fer ekki vera í uppsveiflu hér á landi að sögn sóttvarnalæknis en of snemmt er að segja til um framhaldið. Enn er mikið álag á spítalanum, þar sem hópsmit hefur meðal annars komið upp á Landakoti. Forstöðumaður öldrunar- og endurhæfingarþjónustu segir það vonbrigði að hópsmit hafi aftur komið upp á Landakoti en er bjartsýn á að þeim takist að komast í gegnum ástandið. Innlent 24.6.2022 21:01
Mikið álag í sýnatökum og margir vilja fjórða bóluefnaskammtinn Mikil aðsókn er nú í sýnatökur þar sem töluverður fjöldi fólks er enn að greinast með Covid. Áhersla hefur verið lögð á fjórða bóluefnaskammtinn og hafa nokkur þúsund manns mætt í bólusetningu í vikunni hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 24.6.2022 13:01
Almennt ekki hugað að kynjasjónarmiðum í Covid-viðbrögðum ríkja heims Aðeins þrettán af 226 ríkjum eða ríkissvæðum heims gerðu aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi að ríkjandi stefnu í aðgerðaráætlunum sínum vegna Covid-19 faraldursins. Erlent 24.6.2022 08:01
Controlant dreifði bóluefnum um allan heim og tífaldaði tekjurnar Íslenska hátæknifyrirtækið Controlant óx gríðarlega á síðasta ári. Tekjur félagsins námu tæpum níu milljörðum króna, sem er tíföldun á milli ára. Viðskipti innlent 22.6.2022 17:33
Nýr sóttvarnarlæknir vonast eftir meiri ró í embætti Guðrún Aspelund, nýr sóttvarnarlæknir mætti í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún er sérhæfð í almennum barnaskurðlækningum og vann á sóttvarnasviði áður en hún sótti um embætti sóttvarnarlæknis. Hún vonast eftir meiri ró í starfi en Þórólfur. Innlent 21.6.2022 19:49
Mikil aðsókn í opna húsið Í dag hófst aftur opið hús í bólusetningar gegn Covid-19 fyrir áttatíu ára og eldri og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Yfirmaður hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mun fleiri hafi mætt en búist var við. Innlent 21.6.2022 14:04
Ekki auðvelt að feta í fótspor Þórólfs Það verður ekki auðvelt að fylla í það skarð sem Þórólfur Guðnason skilur eftir. Þetta segir Guðrún Aspelund nýráðinn sóttvarnalæknir. Starfið sé krefjandi en hún kveðst treysta sér í verkefnið. Það sem sé mest aðkallandi nú sé að hvetja aldraða og fólk í áhættuhópum til að fara í bólusetningu gegn COVID-19. Innlent 21.6.2022 13:10
Engum verið fylgt úr landi enn sem komið er Í lok síðasta mánaðar stóð til að vísa alls 197 hælisleitendum úr landi, þar af 44 til Grikklands. Stoðdeild Ríkislögreglustjóra ákvað að byrja á hópnum sem senda átti til Grikklands en enn sem komið er hefur engum verið fylgt þangað. Innlent 21.6.2022 11:05
Guðrún Aspelund tekur við af Þórólfi sem sóttvarnalæknir Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir frá og með 1. september. Guðrún starfar nú sem yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis. Hún var eini umsækjandinn um starfið. Innlent 21.6.2022 09:23
Opið hús í fjórða skammtinn næstu tvær vikurnar Vegna mikillar aðsóknar í fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 verður opið hús í bólusetningar fyrir áttatíu ára og eldri, og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma næstu tvær vikurnar. Bólusetningin fer fram í Álfabakka 14a á 2. hæð. Innlent 20.6.2022 14:57
Tveir létust vegna Covid-19 um helgina Tveir létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina. Á fjórða tug einstaklinga liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19, en innlögnum sjúklinga með sjúkdóminn hefur farið fjölgandi síðustu vikur. Innlent 20.6.2022 12:56
Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný. Innlent 20.6.2022 12:20
Óþekktur þarmasjúkdómur hrjáir íbúa Norður-Kóreu Að minnsta kosti átta hundruð fjölskyldur hafa þurft að leggjast inn á spítala í Norður-Kóreu með veiki sem ríkismiðill landsins hefur kallað „óþekktan þarmasjúkdóm“. Erlent 20.6.2022 10:27
Líklegast að útbreitt ónæmi haldi dreifingu veirunnar í skefjum Yfirlæknir á Landspítala segir að fjöldi sjúklinga sem liggja inni vegna Covid-19 sé í nokkru jafnvægi. Hann segir óljóst hvort búast megi við mikilli fjölgun smitaðra eða hvort víðtækt ónæmi komi í veg fyrir stórar bylgjur. Innlent 18.6.2022 14:57
Gefa grænt ljós á bólusetningar barna niður í sex mánaða aldur Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að leyfa Covid-19 bólusetningar barna frá sex mánaða aldri. Talið er að bólusetningar geti hafist strax í næstu viku en hingað til hafa fimm ára börn verið þau yngstu sem hafa mátt fá bóluefni. Erlent 17.6.2022 16:54
Samkomur á morgun gætu leitt til mikillar fjölgunar: „Við þurfum að ganga hægt um gleðinnar dyr“ Alvarleg veikindi vegna Covid hafa aukist talsvert síðustu daga. Yfirlæknir á Landspítala segir stöðuna afleita. Tíminn muni leiða í ljós hvort þörf sé á aðgerðum í samfélaginu. Innlent 16.6.2022 20:30
Margir þeirra sem smitast nú hafa ekki fengið fjórðu bólusetninguna Sóttvarnalæknir segir að margir þeirra sem nú greinist með kórónuveiruna hafi ekki fengið fjórða skammt bóluefnis og það kunni að vera orsök fjölgunar sjúklinga með alvarleg veikindi. Hann sér ekki fyrir sér að koma aftur á takmörkunum vegna fjölgunar smitaðra. Innlent 16.6.2022 17:58
Landspítalinn kemur á grímuskyldu og takmarkar heimsóknir Landspítalinn hefur tekið upp grímuskyldu á ný og takmarkað heimsóknir aðstandenda vegna mikillar fjölgunar Covid-19 smita síðustu daga. Nú eru þrjátíu sjúklingar inniliggjandi með veiruna, þar af tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Innlent 16.6.2022 13:15
Aukning í alvarlegum veikindum vegna Covid 27 einstaklingar liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæsludeild og einn þarf á aðstoð öndunarvélar að halda. Innlent 16.6.2022 11:06
Siðaráðgjafi Johnson segir af sér Ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í siðfræðilegum efnum sagði af sér í dag. Hann segir gildar spurningar enn á lofti um hvort að Johnson hafi brotið siðareglur með ítrekuðu veisluhaldi í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 15.6.2022 18:46
PCR-heildsali Landspítalans hagnaðist um tæpa tvo milljarða í fyrra Heilsölufyrirtækið Lyra hagnaðist um 1.955 milljónir króna fyrir skatt árið 2021 en mikil söluaukning varð hjá fyrirtækinu vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Alls seldi Lyra vörur og þjónustu fyrir 4.250 milljónir króna í fyrra en Landspítalinn var langstærsti viðskiptavinur fyrirtækisins. Kaup spítalans fóru fram án útboðs. Viðskipti innlent 14.6.2022 07:44
Bresk stjórnvöld eyddu háum fjárhæðum í gallaðan hlífðarbúnað Bresk stjórnvöld ætluðu að brenna hlífðarbúnað að andvirði fjögurra milljarða punda sem var ýmist gallaður eða stóðst ekki kröfur stjórnvalda. Þetta segir eftirlitsnefnd breska þingsins um ríkisútgjöld sem kannar nú hvernig stendur á því að ríkið hafi eytt eins miklu og raun ber vitni í ónothæfan búnað. Erlent 13.6.2022 16:30
Enn að eiga við Covid-19 Enn er dálítill fjöldi að greinast með Covid og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Covid ekki lokið. Nú séu það mest ferðamenn sem greinist, þá sérstaklega þau sem fari til Bandaríkjanna. Hann telur það þó geta breyst þar sem ekki er lengur þörf á því að sýna fram á neikvætt PCR-próf á leið þangað. Innlent 13.6.2022 14:37
Skima milljónir eftir hópsmit á skemmtistað Allir íbúar Chaoyang-hverfisins í Peking verða skimaðir eftir að Covid-19 hópsmit kom upp á skemmtistað í hverfinu. Íbúar hverfisins eru rúmlega þrjár milljónir talsins. Erlent 13.6.2022 12:47
„Hann kom að móðunni miklu, blotnaði í tærnar og sneri við“ Þó svo að Ragnar Axelsson héldi að heimsfaraldurinn myndi aðeins vara í þrjá mánuði, skynjaði hann í upphafi faraldursins að það væri mikilvægt að skrásetja þetta ástand með myndum. Menning 12.6.2022 07:01
SA segir sóttvarnafrumvarp ótímabært og gallað Samtök atvinnulífsins telja ótímabært að setja ný heildarlög á sviði sóttvarna sökum þess að ekki hefur farið fram ýtarleg rannsókn á afleiðingum Covid-faraldursins og sóttvarnaaðgerða. Auk þess séu ýmsir vankantar á sóttvarnafrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. Þetta kemur fram í umsögn samtakanna um frumvarpið. Innherji 10.6.2022 13:08
Um 150 til 200 nú að greinast með Covid-19 daglega Undanfarna daga hefur tilfellum þeirra sem hafa greinst með Covid-19 verið að fjölga og greinast nú á milli 150 og tvö hundruð einstaklingar daglega hér á landi. Sömuleiðis hefur inniliggjandi með Covid-19 fjölgað á Landspítalanum síðustu daga en þar eru nú átta manns með sjúkdóminn og þar af einn á gjörgæslu. Innlent 10.6.2022 11:04
Ferðamönnum í pakkaferðum nú hleypt inn í landið Stjórnvöld í Japan hafa nú létt á takmörkunum fyrir erlenda ferðamenn og byrjað að staðfesta vegabréfsáritanir á nýjan leik. Það á þó einungis við ferðamenn í pakkaferðum og sem samþykkja að fylgja stífum reglum landsins um grímuskyldu og aðrar sóttvarnaaðgerðir. Erlent 10.6.2022 07:45
Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Viðskipti innlent 9.6.2022 17:07