Enn í óvissu eftir smitið fyrir úrslitaleikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 10:31 Vivianne Miedema á Laugardalsvelli, í 2-0 sigri Hollands í fyrrahaust. Getty/Laurens Lindhout Eftir leik Íslands við Hvíta-Rússland í kvöld tekur við úrslitaleikur við Holland á þriðjudag, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Óvissa ríkir um aðalmarkaskorara Hollands og einn besta leikmann heims, Vivianne Miedema. Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira