Enn í óvissu eftir smitið fyrir úrslitaleikinn við Ísland Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 10:31 Vivianne Miedema á Laugardalsvelli, í 2-0 sigri Hollands í fyrrahaust. Getty/Laurens Lindhout Eftir leik Íslands við Hvíta-Rússland í kvöld tekur við úrslitaleikur við Holland á þriðjudag, um sæti á HM kvenna í fótbolta. Óvissa ríkir um aðalmarkaskorara Hollands og einn besta leikmann heims, Vivianne Miedema. Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil. EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Miedema smitaðist af kórónuveirunni á EM í Englandi í júlí og missti af tveimur leikjum. Hún fékk leyfi til að spila gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum en náði ekki að koma í veg fyrir tap og yfirgaf leikvanginn með tár á hvarmi. Í viðtali við hollenska miðilinn Telegraaf, eftir æfingu hollenska landsliðsins í vikunni, segist Miedema hafa verið lengi að jafna sig eftir EM og blaðið slær því upp í fyrirsögn að veiran spili þar sinn þátt: „Ég er ekki enn búinn að geta æft mikið með Arsenal,“ segir Miedema sem hefur smátt og smátt verið að reyna að auka æfingaálagið. „Ég þurfti tíma til að jafna mig eftir EM. Sem betur fer líður mér betur núna. Vonandi helst ég góð í þessari viku svo að hægt verði að nýta mig,“ segir Miedema. Fjör og fullkomnun hjá kærustunni en „skítt“ hjá Miedema Miedema, sem skorað hefur 94 mörk fyrir hollenska landsliðið og yfir hundrað mörk fyrir Arsenal, fór til Grikklands eftir EM ásamt Beth Mead, einni af hetjum enska landsliðsins sem varð Evrópumeistari og markadrottning. „Hjá Beth var allt fjör og fullkomnun en fyrir mig var þetta bara skítt. Maður horfir til baka á þetta en á einhverjum tímapunkti er því lokið. Maður verður að halda áfram. Ég vil ekki fara 100.000 sinnum yfir EM. Afar mikilvægur leikur bíður okkar á þriðjudag. Við ættum að einbeita okkur að honum,“ segir Miedema og vísar til landsleiksins við Ísland. Sigurliðið í þeim leik kemst beint á HM í Eyjaálfu næsta sumar en tapliðið fer í umspil.
EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira