Gífurlegt álag á heilbrigðisstofnunum vegna ferðamanna og Covid-smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 12:32 Ástandið er einna verst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnanir landsins hafa verið undir miklu álagi undanfarið, erfiðara hefur reynst að manna vaktir og ferðamannastraumur hefur bætt gráu ofan á svarta Covid-bylgju. Forsvarsmenn heilbrigðisstofnana eru sammála um að mjög þungt sé að sinna aðsókninni nú í sumar. „Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi. Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
„Þetta er búið að vera sérlega erfitt í sumar; vaxandi aukning á Covid-tilfellum, mikill ferðamannastraumur og mikið að gera almennt á öllum sviðum. Svo hefur verið erfitt að fá afleysingar. Fólkið okkar er skiljanlega þreytt eftir tvö ár,“ segir Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir.heilbrigðisstofnun Suðurlands Hún finnur fyrir því að erfiðara hafi reynst að fá starfsfólk til að taka að sér aukavaktir en stöðuna segir hún afleiðingu þess að ferðamennska hafi færst í aukana samhliða fleiri Covid-smitum. „Það er gríðarlega mikil aukning á ferðamönnum hjá okkur, við erum auðvitað með mikið og víðfemt svæði og það hefur verið töluvert mikið um slys. Bráðamóttakan er í raun alltaf drekkhlaðin,“ segir Baldvina og bætir við að staðan hafi verið viðbúin þar sem linnulaust álagið hafi varað ansi lengi. Stöðug fjölgun Samkvæmt tölum frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur stöðug fjölgun verið á komum á bráðamóttöku. Mikil fjölgun varð milli 2018 og 2019 en þá var mjög mikil aukning á ferðamönnum um svæðið. Árið 2020 varð skiljanlega fækkun á komum en fjöldi koma á bráðamóttöku jókst að meðaltali um 25% fyrstu fimm mánuði. Miðað við sambærilega aukningu á komum árið 2022 má reikna með að komur á bráðamóttöku verði hátt í 20 þúsund á þessu ári, samanborið við 16 þúsund árið 2021. Fjöldi koma á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Myndin sýnir fyrstu fimm mánuði ársins má reikna með að komur verði hátt í 20.000 á þessu ári.heilbrigðisstofnun Suðurlands Fjöldi koma á BMT jókst að meðaltali um 25% á mánuði fyrstu 5 mánuði ársins 2022.heilbrigðisstofnun Suðurlands Sjúkraflutningar hafa einnig aukist og með sama áframhaldi má búast við 10-15 % fjölgun í sjúkraflutningum í ár miðað við árið í fyrra. Sjúkraflutningar höfðu aukist um 15% frá árinu 2019 -2021 Fjöldi flutninga eftir mánuðum. Rauða línan táknar fjölda flutninga síðastliðið ár en sjá má að aukningin er mikil þetta árið.heilbrigðisstofnun Suðurlands Svo virðist sem að ástandið sé einna verst á Suðurlandi en Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur undir að erfitt hafi reynst að fá starfsfólk til að taka aukavaktir og manna bakvaktir þar sem mikið sé um útlandaferðir eftir heimsfaraldurinn. „Þetta er dálítil endursýning á sumrinu 2019 þegar túrisminn var á fullu og sama baslið með að fá afleysingar þar sem fólkið sem við gætum hringt í er ekki á landinu,“ sagði Þórir í samtali við Vísi.
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Árborg Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira