Druslugangan haldin á ný Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2022 10:30 Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00. Druslugangan verður haldin aftur eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, en fyrsta Druslugangan á Íslandi átti sér stað sama dag, þann 23. júlí árið 2011 og var yfirlýst markmið hennar að vekja athygli á því hvar ábyrgðin liggur þegar kynferðisofbeldi er annars vegar – hjá gerendum þess, ekki þolendum. Gangan á Íslandi var haldin í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar í heiminum, eða Slut Walk, sem gengin var í Toronto, Kanada sama ár sem mótsvar við orðum sem lögreglumaður lét falla á háskólafyrirlestri í borginni – að konur þyrftu að forðast að klæðast eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb. Þó að hann hafi síðar beðist opinberlega afsökunar á orðum sínum urðu þau engu að síður neistinn sem leiddi til þess að Druslugöngur voru haldnar um allan heim, því mörgum þótti þau endurspegla nauðgunarmenningu (e. rape culture) – menningu sem ýtir undir og viðheldur normaliseringu kerfisbundins kynferðisofbeldis gegn konum og jaðarhópum. Vitundarvakningin sem Druslugangan hefur staðið fyrir frá byrjun snýst um að gagnrýna þessa menningu og neita að samþykkja háa tíðni kynferðisbrota og áreitis sem eðlilegan þátt í samfélaginu. Druslugangan í ár, ellefu árum síðar, er byggð á þessum sömu grunngildum og áhersla verður áfram lögð á upprætingu nauðgunarmenningar og kynferðisofbeldis. Ef við hugsum aftur til orða lögreglumannsins sem urðu kveikjan að Druslugöngum víðsvegar um heim, er það ekki einungis innihald þeirra sem er umhugsunarvert, heldur einnig að ummælin hafi komið frá lögreglumanni. Vitundarvakning meðal almennings er nauðsynleg, en viðhorf og vinnubrögð aðila í valdastöðu verða að vera þolendavænni en svo að ábyrgð sé varpað yfir á klæðaburð brotaþola. Hér á Íslandi hefur samfélagsumræðan lengi verið hávær hvað varðar annmarka íslenska réttarvörslukerfisins þegar kemur að málsmeðferð og rannsóknum á kynferðisbrotum, og því kerfislæga ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir. Í ár verða áherslur Druslugöngunnar því sérstaklega sniðnar að því að vekja upp samtal varðandi þátt valdakerfa á Íslandi í berskjöldun jaðarsettra hópa fyrir kynferðisofbeldi. Eftir að við göngum saman til stuðnings þolendum munu ræðuhaldarar á Austurvelli deila upplifun sinni af íslenskum valdakerfum og fræða okkur um hvernig við getum orðið betri bandamenn og tekið virkan þátt í að rífa kerfislægt misrétti og kynferðisofbeldi upp með rótum. Höldum umræðunni á lofti og krefjumst betrumbóta saman. Sjáumst á laugardaginn. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Druslugangan Kynferðisofbeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á laugardaginn, þann 23. júlí, verður samstaða með þolendum kynferðisofbeldis sýnd í verki á nýjan leik þegar við göngum saman frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll kl. 14:00. Druslugangan verður haldin aftur eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs, en fyrsta Druslugangan á Íslandi átti sér stað sama dag, þann 23. júlí árið 2011 og var yfirlýst markmið hennar að vekja athygli á því hvar ábyrgðin liggur þegar kynferðisofbeldi er annars vegar – hjá gerendum þess, ekki þolendum. Gangan á Íslandi var haldin í kjölfar fyrstu Druslugöngunnar í heiminum, eða Slut Walk, sem gengin var í Toronto, Kanada sama ár sem mótsvar við orðum sem lögreglumaður lét falla á háskólafyrirlestri í borginni – að konur þyrftu að forðast að klæðast eins og druslur til þess að verða ekki fórnarlömb. Þó að hann hafi síðar beðist opinberlega afsökunar á orðum sínum urðu þau engu að síður neistinn sem leiddi til þess að Druslugöngur voru haldnar um allan heim, því mörgum þótti þau endurspegla nauðgunarmenningu (e. rape culture) – menningu sem ýtir undir og viðheldur normaliseringu kerfisbundins kynferðisofbeldis gegn konum og jaðarhópum. Vitundarvakningin sem Druslugangan hefur staðið fyrir frá byrjun snýst um að gagnrýna þessa menningu og neita að samþykkja háa tíðni kynferðisbrota og áreitis sem eðlilegan þátt í samfélaginu. Druslugangan í ár, ellefu árum síðar, er byggð á þessum sömu grunngildum og áhersla verður áfram lögð á upprætingu nauðgunarmenningar og kynferðisofbeldis. Ef við hugsum aftur til orða lögreglumannsins sem urðu kveikjan að Druslugöngum víðsvegar um heim, er það ekki einungis innihald þeirra sem er umhugsunarvert, heldur einnig að ummælin hafi komið frá lögreglumanni. Vitundarvakning meðal almennings er nauðsynleg, en viðhorf og vinnubrögð aðila í valdastöðu verða að vera þolendavænni en svo að ábyrgð sé varpað yfir á klæðaburð brotaþola. Hér á Íslandi hefur samfélagsumræðan lengi verið hávær hvað varðar annmarka íslenska réttarvörslukerfisins þegar kemur að málsmeðferð og rannsóknum á kynferðisbrotum, og því kerfislæga ofbeldi sem minnihlutahópar verða fyrir. Í ár verða áherslur Druslugöngunnar því sérstaklega sniðnar að því að vekja upp samtal varðandi þátt valdakerfa á Íslandi í berskjöldun jaðarsettra hópa fyrir kynferðisofbeldi. Eftir að við göngum saman til stuðnings þolendum munu ræðuhaldarar á Austurvelli deila upplifun sinni af íslenskum valdakerfum og fræða okkur um hvernig við getum orðið betri bandamenn og tekið virkan þátt í að rífa kerfislægt misrétti og kynferðisofbeldi upp með rótum. Höldum umræðunni á lofti og krefjumst betrumbóta saman. Sjáumst á laugardaginn. Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar.
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun