Gróðureldar í Ástralíu

Sannar sögur eftirlifenda skógareldanna í Ástralíu
Þáttaröðin Fires er komin inn á Stöð 2+.

Kóalabjörnum snarfækkar vegna þurrka, elda og ágangs manna
Um það bil þriðjungsfækkun hefur orðið í kóalabjarnastofninum í Ástralíu undanfarin þrjú ár. Þurrkar, gróðureldar og ágangur manna hefur gengið nærri björnunum sem eru eitt þekktasta tákn landsins.

Þúsundir flýja heimili sín vegna eldanna
Þúsundir íbúa í áströlsku borginni Perth hafa verið hvattir til að yfirgefa heimili sín vegna mikilla elda sem brenna í grennd við borgina.

Mikir gróðureldar í nágrenni Perth
Miklir skógar- og kjarreldar loga nú í nágrenni áströlsku borgarinnar Perth í vesturhluta landsins en þar eru allir íbúar í útgöngubanni vegna kórónuveirusmits sem upp kom á dögunum.

Fjórir ákærðir vegna eldanna á Frasereyju
Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að hafa kveikt elda sem urðu til þess að gríðarlegir gróðureldar blossuðu upp á Fraserayju, austur af meginlandi Ástralíu, í haust. Eyjuna er að finna á heimsminjaskrá UNESCO.

Áströlsku gróðureldarnir taldir hafa skaðað þrjá milljarða dýra
Tæplega þrír milljarðar dýra drápust eða þurftu að yfirgefa búsvæði sín vegna gróðureldanna miklu sem geisuðu í Ástralíu síðasta sumar. Alþjóðanáttúrusjóðurinn (WWF) segja eldana verstu hamfarir fyrir dýralíf á síðari tímum.

Boðar víðtæka rannsókn á gróðureldunum í Ástralíu
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur boðað til víðtækrar rannsóknar á gróðureldunum sem herjað hafa á íbúa landsins síðustu mánuði. Einnig verður litið til þess hvernig bæta megi viðbragð í landinu.

Kærkomin rigning í Ástralíu
Slökkviliðsmenn og íbúar við austurströnd Ástralíu hafa tekið mikilli rigningu þar fagnandi þrátt fyrir að henni fylgdu flóð í Sydney.

Spilarar EVE Online gáfu rúmar þrettán milljónir til Ástralíu
Spilarar EVO Online, tölvuleiks CCP, hafa safnað vel á fjórtán milljónum króna sem gefið hefur verið til uppbyggingar- og hjálparstarfs í Ástralíu vegna skógareldanna sem geisað hafa þar.

Neyðarástandi lýst yfir í áströlsku höfuðborginni
Hættan af eldunum sem nú brenna er sú mesta sem verið hefur á svæðinu í tæpa tvo áratugi.

Þrír létu lífið þegar Herkúles-vél fórst við slökkvistörf í Ástralíu
Herkúles-flutningavél af gerðinni C-130, sem sérstaklega var útbúin til slökkvistarfs, hrapaði til jarðar og sprakk í loft upp í Ástralíu í nótt.

Stærðarinnar haglél olli miklum skemmdum í Ástralíu
Haglélið sem var á stærð við golfkúlur rústaði bílum og rúðum, tætti tré og olli flóðum. Þá urðu tveir ferðamenn fyrir eldingu.

Telja eldana í Ástralíu hafa breytt landslaginu varanlega
Jafnvel skóglendi sem er aðlagað reglulegum eldum nær sér mögulega ekki að fullu eftir fordæmalausa gróðurelda í Ástralíu í vor og sumar.

Úrhelli og flóðahætta þar sem gróðureldar geisa
Slökkviliðsmenn segja að úrkoman hjálpi til við að ná tökum á eldunum sem hafa geisað frá því í september.

Sportpakkinn: Var mjög hrædd þegar hún náði ekki andanum
Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic lenti í óskemmtilegri reynslu í baráttunni sinni við að vinna sér sæti á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Arnar Björnsson skoðaði það hvernig gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa áhrif á fyrsta risamótið á árinu 2020.

Varð að hætta keppni á opna ástralska vegna hóstakasts
Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts.

Reykur frá kjarreldunum klárar hringferð um hnöttinn
Reykurinn frá kjarreldunum í Ástralíu er nú á leið í kringum hnöttinn og ekki er langt í að hann reykjarbólstrinn nái aftur til Ástralíu.

Annar slökkviliðsmaður lést í baráttunni við gróðurelda í Ástralíu
Minnst 27 hafa nú látist í langvarandi gróðureldum í Ástralíu og hafa yfir tvö þúsund heimili heimili orðið eldunum að bráð. Fjórir slökkviliðsmenn eru meðal þeirra látnu.

Gefur 500 dollara fyrir hverja markvörslu í ensku úrvalsdeildinni um helgina
Ástralski landsliðsmarkvörðurinn Maty Ryan fann sérstaka leið til að styrkja baráttuna gegn gróðureldunum í heimalandi hans.

Prjóna fyrir móðurlaus dýr
Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu.

Bera til baka rangfærslur um íkveikjur í Ástralíu
Tölvuyrki og tröll hafa dreift misvísandi fréttum fjölmiðils Rupters Murdoch sem ýktu verulega ábyrgð brennuvarga á kjarreldum í Ástralíu.

Stormur hjálpar við slökkvistarf en eldingar auka hættu á frekari eldum
Veðurspá gerir ráð fyrir meiri hita og þurrki þegar storminu slotar. Þá gætu glæður eftir eldingar sem fylgja storminum kveikt enn fleiri elda.

Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum
Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín.

Vinkonan þurfti að flýja með barnið í rennblautum burðarpoka
Elísa Gyrðisdóttir, íslensk kona sem bjó lengi í Ástralíu, segir ástandið í landinu alvarlegra en marga grunar.

Nærri tvö þúsund heimili eyðilagst í eldunum
Nú er ljóst að tvö þúsund heimili hafa orðið eldunum í Ástralíu að bráð síðan í september sem engan enda virðast ætla að taka.

Varar Ástrali við að eldarnir gætu brunnið næstu mánuðina
Að minnsta kosti 24 hafa látið lífið í hamförunum og loftgæði í höfuðborginni Canberra voru um helgina talin þau verstu í heimi.

Gefa slökkviliðinu 60 milljónir til að berjast við eldana
Hjónin Nicole Kidman og Keith Urban hafa gefið slökkviliðinu í Nýju Suður Wales fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala.

Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða
Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu.

Herafli kallaður út vegna gróðureldanna
Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september.

Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu
Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum.