Varð að hætta keppni á opna ástralska vegna hóstakasts Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 10:15 Dalila Jakupovic var ekki sátt með að þurfa að keppa í þessum slæmu loftgæðum enda komu áhrifin af því í ljós. Getty/Julian Finney Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts. Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic þurfti hjálp af velli eftir að hún hætti keppni í miðjum leik sínum á móti Stefanie Vogele frá Sviss. Gera þurfti eins klukkutíma hlé á keppninni vegna slæmra loftgæða. Leikur Dalilu fór fram eftir það hlé. Australian Open practice was suspended because of poor air quality in Melbourne caused by the bushfires. More here https://t.co/kMwQQzuRPipic.twitter.com/RvFMj54rh2— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Dalila Jakupovic fékk þá mikið hóstakast undir lok annars setts. „Þetta var mjög slæmt og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Ég varð mjög hrædd um að það myndi líða yfir mig af því ég gat ekki gengið lengur,“ sagði Dalila Jakupovic eftir leikinn. Dalila var ekki sátt með þá ákvörðun mótshaldara að halda keppni áfram eftir hlé því augljóst var að hennar mati að loftgæðin voru ekki nógu góð. „Þetta var ekki sanngjarnt því þetta var ekki heilsusamlegt fyrir okkur. Það kom mér því á óvart. Ég hélt að við myndum ekki keppa í dag en við ráðum víst engu um það,“ sagði Dalila Jakupovic. Fólki í Melbourne var ráðlagt að halda sér inni í dag og að hleypa gæludýrum ekki út. Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í gróðureldunum í Ástralíu og yfir hundrað þúsund ferkílómetrar lands hafa brunnið síðan þeir hófust 1. júlí. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tennis Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu eru farnir að hafa bein áhrif á opna ástralska tennismótið en tenniskona varð að hætta keppni í undankeppni þessa virta risamóts. Slóvenska tenniskonan Dalila Jakupovic þurfti hjálp af velli eftir að hún hætti keppni í miðjum leik sínum á móti Stefanie Vogele frá Sviss. Gera þurfti eins klukkutíma hlé á keppninni vegna slæmra loftgæða. Leikur Dalilu fór fram eftir það hlé. Australian Open practice was suspended because of poor air quality in Melbourne caused by the bushfires. More here https://t.co/kMwQQzuRPipic.twitter.com/RvFMj54rh2— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Dalila Jakupovic fékk þá mikið hóstakast undir lok annars setts. „Þetta var mjög slæmt og ég hef aldrei upplifað annað eins áður. Ég varð mjög hrædd um að það myndi líða yfir mig af því ég gat ekki gengið lengur,“ sagði Dalila Jakupovic eftir leikinn. Dalila var ekki sátt með þá ákvörðun mótshaldara að halda keppni áfram eftir hlé því augljóst var að hennar mati að loftgæðin voru ekki nógu góð. „Þetta var ekki sanngjarnt því þetta var ekki heilsusamlegt fyrir okkur. Það kom mér því á óvart. Ég hélt að við myndum ekki keppa í dag en við ráðum víst engu um það,“ sagði Dalila Jakupovic. Fólki í Melbourne var ráðlagt að halda sér inni í dag og að hleypa gæludýrum ekki út. Að minnsta kosti 28 manns hafa látist í gróðureldunum í Ástralíu og yfir hundrað þúsund ferkílómetrar lands hafa brunnið síðan þeir hófust 1. júlí.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tennis Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira