Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2020 19:00 Áhrif gróðureldanna á áströlsk dýr eru allsvakaleg. Vísir/AP Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. Wild2Free, griðastaður fyrir kengúrur, varð eldunum að bráð nú eftir áramót og er óttast um að tugir kengúra hafi farist. Eigandanum Rae Harvey var þó bjargað. Hún sagðist ekki hafa átt von á að henni yrði bjargað. Óttaðist um að brenna inni. „Svæðið var umlukið eldi og við sáum að það var kviknað í einu húsinu. Við vissum að eldurinn var sömuleiðis bak við okkur og í raun allt um kring. Ef það væri ekki fyrir ána hérna veit ég ekki hvað hefði orðið um okkur. Ég á ekki mörg tár eftir, þetta hefur tekið sinn toll,“ sagði Harvey. Frá því eldarnir á svæðinu slokknuðu hafa 22 kengúrur snúið til baka, margar hverjar skaðbrenndar. Erfitt er þó að hjálpa þeim vegna skorts á lyfjum og búnaði. Harvey sagðist ekki hafa búist við því að nokkur kengúra myndi lifa hamfarirnar af. „Það var svo mikill reykur og eldur. Ég hélt þær myndu allar farast,“ sagði hún og bætti við: „Þær eru með svo ótrúlega persónutöfra. Þetta eru allt einstaklingar með sinn persónuleika. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig kengúrur eru í raun og veru og hversu mikilvægar þær eru.“ Harvey sagði kengúrurnar miklar tilfinningaverur, viðkvæmar. „Þær eru fjölskyldan mín. Þetta er eins og að missa fjölskylduna sína.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. Wild2Free, griðastaður fyrir kengúrur, varð eldunum að bráð nú eftir áramót og er óttast um að tugir kengúra hafi farist. Eigandanum Rae Harvey var þó bjargað. Hún sagðist ekki hafa átt von á að henni yrði bjargað. Óttaðist um að brenna inni. „Svæðið var umlukið eldi og við sáum að það var kviknað í einu húsinu. Við vissum að eldurinn var sömuleiðis bak við okkur og í raun allt um kring. Ef það væri ekki fyrir ána hérna veit ég ekki hvað hefði orðið um okkur. Ég á ekki mörg tár eftir, þetta hefur tekið sinn toll,“ sagði Harvey. Frá því eldarnir á svæðinu slokknuðu hafa 22 kengúrur snúið til baka, margar hverjar skaðbrenndar. Erfitt er þó að hjálpa þeim vegna skorts á lyfjum og búnaði. Harvey sagðist ekki hafa búist við því að nokkur kengúra myndi lifa hamfarirnar af. „Það var svo mikill reykur og eldur. Ég hélt þær myndu allar farast,“ sagði hún og bætti við: „Þær eru með svo ótrúlega persónutöfra. Þetta eru allt einstaklingar með sinn persónuleika. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig kengúrur eru í raun og veru og hversu mikilvægar þær eru.“ Harvey sagði kengúrurnar miklar tilfinningaverur, viðkvæmar. „Þær eru fjölskyldan mín. Þetta er eins og að missa fjölskylduna sína.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira