Ástin og lífið

Fréttamynd

Jón Daði og María Ósk eignuðust dreng

Jón Daði Böðvarsson knattspyrnumaður og unnusta hans María Ósk Skúladóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt annað barn síðastliðinn þriðjudag, þann 30.apríl. Fyr­ir eiga þau Sunn­evu Sif sem er fimm ára.

Lífið
Fréttamynd

Hvetur fólk til þess að leika sér

Birna Dröfn Birgisdóttir, sérfræðingur í skapandi hugsun, hvetur fólk til þess að leika sér meira í maí. Tilefnið er alþjóðlegt átak, Let's play in May, en Birna segir það hafa gríðarlega kosti í för með sér að leika sér og segir ýmsa leiki í boði sem henti ólíku fólki.

Lífið
Fréttamynd

Kennslu­stund í „selfies“

Nú er vorið að koma og sumarið handan við hornið með tilheyrandi selfies í fallegu ljósi á göngu á björtu vorkvöldi eða í fallegri sumarnóttinni í ullarpeysu úti á landi. Nú eða vinkonurnar skella sér saman á tónleika eða happy á bar í miðri viku og smella þá af sér „selfie“ til að gera augnablikið ódauðlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Maikai-hjónin eignuðust stúlku

Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Allt á út­opnu í sólinni

Sumarið er formlega gengið í garð og nutu stjörnur landsins veðurblíðunnar í vikunni eins og þeim einum er lagið. Menningarlífið iðaði á HönnunarMars þar sem fjöldi fólks kynnti sér íslenska hönnun víða um höfuðborgina.

Lífið
Fréttamynd

Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna á­standsins í Íran

Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum.

Lífið
Fréttamynd

„Það er ein­mana­legt að missa móður“

„Ég ætlaði alls ekki í leiklist. Þú getur samt aldrei flúið frá kölluninni og þér sjálfri, úr hverju þú ert og við hvað þú elst upp. Maður er nú genasamsetning foreldra sinna,“ segir leikkonan Unnur Birna J. Backman. Unnur er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list. Hún ræddi við blaðamann um móðurmissinn, uppeldið, leiklistina, stöðuga þróun á sjálfri sér, hvernig hreyfing bjargaði lífi hennar og margt fleira.

Lífið
Fréttamynd

Varð móðir sex­tán ára

Hún elskar Manchester United, finnst Sigmundur Davíð skemmtilegastur á þingi og lofar að hún myndi halda áfram að elska börnin sín þótt þau kysu Sjálfstæðisflokkinn.

Lífið
Fréttamynd

Heyrt kjafta­sögurnar um eldri mennina sem stýri henni

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segist alltaf hafa verið róleg í æsku en að ár í Bretlandi hafi dregið hana út úr skelinni. Hún segir tilviljanir hafa skipt miklu máli í hennar lífi og segir það oft geta verið vandmeðfarið að búa yfir miklu sjálfstrausti.

Lífið
Fréttamynd

Ekki lengur smeykur við að deila kast­ljósinu með Katrínu

Gunnar Sigvaldason doktorsnemi í stjórnmálafræði og eiginmaður Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda segir að sér hafi alltaf þótt gott að láta lítið á sér bera. Það hafi ekki síst verið til að vernda strákana þeirra þrjá, þá Jakob, Illuga og Ármann Áka. Gunnar segir að af einhverjum ástæðum hafi fólk mikinn áhuga á honum.

Lífið
Fréttamynd

Steggjun endaði á árs­há­tíð RÚV

Nánast allir landsmenn nutu lífsins síðastliðna viku. Hækkandi sól og hærra hitastig á sama tíma og nánast allar árshátíðir landsins og önnur gleði á sama tíma. Það var allskonar í gangi.

Lífið
Fréttamynd

„Óraunverulegustu fréttir sem við getum fært“

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í haust. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. 

Lífið
Fréttamynd

„Ætla að verða 130 ára þannig að það er nægur tími til stefnu“

„Tíminn líður alveg rosalega hratt og ég hef tamið mér að bíða ekki eftir rétta tímanum eða tækifærinu til að láta sem flesta drauma mína rætast, því maður veit aldrei hvernig morgundagurinn verður og þá er gott að vera ekki með eftirsjá yfir því að hafa beðið með að gera eitthvað,“ segir athafnamaðurinn og hlaðvarpstjórnandinn Ásgeir Kolbeinsson sem stefnir að því að ná 130 ára aldri.

Lífið
Fréttamynd

Snorri tekinn í bólinu af Miðflokksmönnum

Snorri Másson fjölmiðlamaður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason mættu í heimsókn til hans á Tómasarhagann í morgun. Þeir sögðust hafa verið í hverfinu og þurft að ræða við Snorra.

Lífið
Fréttamynd

„Með því að vera með honum varð ég meira ég sjálf“

„Ég þurfti ekki að vera eitthvað annað eða eitthvað betra. Ég fékk að blómstra í sjálfri mér með því að vera með einhverjum öðrum, það voru svona tilfinningar sem ég hafði ekki upplifað áður fyrr,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, um samband sitt við sambýlismann sinn og barnsföður.

Lífið
Fréttamynd

Bauð öllum bæjar­búum í matar­boð

Íbúi á Akranesi tók sig til í kvöld og hélt opið matarboð þar sem allir bæjarbúar voru boðnir velkomnir. Stefnan er sett á að halda slíkt matarboð mánaðarlega og gestgjafinn leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk setjist niður og borði saman.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki lengur þræll þess að finnast ég ekki nóg“

Líf Kírópraktorsins Guðmundar Birkis Pálmasonar, eða Gumma kíró, hefur litast af fullkomnunaráráttu og neikvæðu sjálfstali frá unga aldri. Eftir mikla sjálfsvinnu síðastliðin ár hafi hann ákveðið að fyrirgefa sjálfum sér og öðlast nýtt og betra líf.

Lífið
Fréttamynd

Margrét Ýr og Reynir nýtt par

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir og stofnandi Creditinfo, og Margrét Ýr Ingimarsdóttir kennari og eigandi Hugmyndabankans eru eitt nýjasta par landsins.

Lífið
Fréttamynd

Vítalía og Arnar Grant í kossaflensi

Lífið leikur við þau Vítalíu Lazareva og Arnar Grant þrátt fyrir stormasama byrjun á sambandi þeirra. Vítalía birti myndband í gær af parinu á Instagram þar sem þau eru í innilegu kossaflensi og hún brosti sínu breiðasta. 

Lífið