Lífið

Jóhanna Guð­rún og Ólafur giftu sig

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman á ný árið 2021 eftir margra ára viðskilnað.
Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman á ný árið 2021 eftir margra ára viðskilnað. Instagram

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tónlistarkona og Ólafur Friðrik Ólafsson gengu í hjónaband í Hafnarfjarðarkirkju í gær. Gríðarleg stemning var í brúðkaupsveislunni á Nasa ef marka má samfélagsmiðlafærslurnar.

Jóhanna og Ólafur byrjuðu saman á menntaskólaárunum og voru par í nokkur ár. Hann fylgdi Jóhönnu til Moskvu árið 2009 þegar hún keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision og hafnaði í öðru sæti með lagið Is It True? Parið hittist óvænt á ný eftir margra ára viðskilnað árið 2021.

Saman eiga þau eina dóttur, Jóhönnu Guðrúnu. Fyrir á Jóhanna Guðrún tvö börn.

Fjölmenn veisla var haldin í tilefni dagsins í Nasa-salnum. Jóhanna Guðrún steig sjálf á svið og tók nokkur lög fyrir gesti. Auðunn Blöndal, Steindi Jr. og Sverrir Bergmann sungu með henni þjóðhátíðarlagið Komið að því. 

Elvis Presley eftirherma steig einnig á stokk og kenndi nýju hjónunum nokkur spor. Þá stýrði Sverrir Bergmann hópsöng á Is it True.

Brúðkaupið fór fram í Keflavíkurkirkju. Instagram

Tengdar fréttir

Jóhanna Guðrún gæsuð

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir var gæsuð af fríðum hópi kvenna í blíðviðrinu í gær. Jóhanna hefur verið með æskuástinni, Ólafi Friðriki Ólafssyni viðskiptafræðingi og eiganda Pizzunnar, frá 2021.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.