Lífið

Ein heitasta söng­kona landsins á lausu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þórunn Antonía er á lausu.
Þórunn Antonía er á lausu. SAMSETT

Tónlistarkonan Þórunn Antonía er nýlega orðin einhleyp samkvæmt heimildum Vísis. Þórunn, sem er fædd árið 1983, hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis.

Hún skaust upp á íslenska stjörnuhimininn árið 2012 þegar hún gaf út plötuna Star Crossed og smellurinn Too Late er af mörgum talinn þjóðargersemi. 

Hún kemur meðal annars fram á Innipúkanum núna í ágúst þar sem aðdáendur fá án efa að heyra hennar helstu smelli. 

Þórunn er líka menntaður jógakennari, tveggja barna móðir og sannkölluð ofurskvísa. Sömuleiðis fer hún með hlutverk í væntanlegri íslenskri bíómynd og hefur aðeins sýnt á bak við tjöldin á samfélagsmiðlum hjá sér. 

Hún birti mynd af sér á Instagram síðu hennar síðastliðinn fimmtudag þar sem hún skrifar einfaldlega „Frjáls“ og virðist frelsinu fegin. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.