Lífið

Einar og Milla eignuðust dreng

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson hafa verið hjón í fimm ár og eiga tvo syni saman.
Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson hafa verið hjón í fimm ár og eiga tvo syni saman. Hulda Margrét

Einar Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, og Milla Ósk Magnúsdóttir, yfirframleiðandi hjá ACT4, eignuðust son á mánudagskvöld.

Einar greindi frá fréttunum í Facebook-færslu fyrr í kvöld en þar kemur fram að hjónin fagni jafnframt fimm ára brúðkaupsafmæli í dag.

„Drengurinn er undurfagur eins og mamma sín og báðum heilsast vel. Systurnar og stóri bróðir eru afar skotin í honum og keppast um að fá að knúsa hann. Ég er svo innlega þakklátur fyrir lífið og fyrir að eiga þessa fallegu og heilbrigðu fjölskyldu,“ skrifar Einar í færslunni.

Fyrir eiga þau hjónin saman soninn Emil Magnús sem fæddist 3. apríl 2021 og á Einar tvær dætur úr fyrra hjónabandi. Þau trúlofuðu sig í sameiginlegri útskriftar- og afmælisveislu árið 2019 og giftu sig með eins dags fyrirvara árið 2020.

„5 ára brúðkaupsafmæli er víst kennt við tré - og við ætlum vestur í Hörðudal við fyrsta tækifæri og gróðursetja🌲❤️ Allt gerir Milla að gulli og ég hef aldrei elskað hana jafnmikið. ❤️,“ skrifar Einar undir lok færslunnar sem má lesa í heild sinni hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.