Barnalán

Fréttamynd

Heitir Vil­hjálmur eins og pabbi

Sonur íþróttafréttakonunnar, Eddu Sifjar Pálsdóttur og Vil­hjálms Siggeirssonar verk­efna­stjóri hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík, er kominn með nafn. Drengnum var gefið nafnið Vilhjálmur Bessi við hátíðlega athöfn á dögunum. 

Lífið
Fréttamynd

Vala Ei­ríks og Óskar orðin for­eldrar

Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, eignuðust frumburð sinn þann 5. desember síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

Lífið
Fréttamynd

Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tví­bura

Það hefur margt á daga Sævars Breka drifið en hann myndar tvíeykið NUSSUN ásamt Agli Breka. Þeir stóðu fyrir stórum útgáfutónleikum í síðustu viku þar sem þeir gáfu út stuttmynd og tónlistarmyndband og á föstudag eignuðust Sævar Breki og unnusta hans Guðrún Lóa svo tvíbura. 

Tónlist
Fréttamynd

„Risa til­kynning“

Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur og kærastinn hennar, Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Kristín einn dreng. 

Lífið
Fréttamynd

Gísli Pálmi er orðinn pabbi

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson og Írena Líf Svavarsdóttir, félagsráðgjafi, eru orðin foreldrar. Þau eignuðust stúlku þann 23. júlí síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Lára og lyfjaprinsinn opin­bera kynið

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið tilkynnti á samfélgsmiðlum í gær að von væri á stúlku.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Anítu og Haf­þórs komin í heiminn

Leikkonan Aníta Briem og sambýlismaður hennar Hafþór Waldorff eru orðin foreldrar. Samkvæmt heimildum Vísis kom stúlkan í heiminn þann 13. nóvember síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Aníta eina stúlku.

Lífið
Fréttamynd

Svava Rós og Hin­rik eiga von á dreng

Svava Rós Guðmundsdóttir landsliðskona í fótbolta og unnusti hennar, Hinrik Hákonarson, eiga von á dreng. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Parið greinir frá gleðitíðindunum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku

Knattspyrnukonan og læknaneminn Elín Metta Jensen og Sigurður Tómasson framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. nóvember síðastliðinn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Lára og Jens verða mamma og pabbi

Samfélagsmiðlastjarnan Lára Clausen og kærasti hennar Jens Hilmar Wessman verða foreldrar árið 2025. Þetta tilkynna þau í einlægri Instagram færslu.

Lífið
Fréttamynd

Annar bakaradrengur kominn í heiminn

Gunn­laug­ur Arn­ar Inga­son, bak­ari og kondítor, bet­ur þekkt­ur sem Gulli bak­ari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardótt­ir, eignuðust dreng þann 15. nóvember síðastliðinn. Fyr­ir eiga þau soninn Arn­ar Inga sem fæddist í apríl 2023. 

Lífið
Fréttamynd

Katrín og Markus orðin tveggja barna for­eldrar

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eignuðust sitt annað barn í gær. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem verður tveggja ára í desember.

Lífið
Fréttamynd

„Vinkonusambönd virka aldrei ef það er af­brýði­semi“

Áhrifavaldarnir og raunveruleikastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Jóhanna Helga Jensdóttir eða Jóa eru bestu vinkonur og hafa þekkst í rúm tólf ár. Vinátta þeirra hefur vakið mikla athygli en þær hafa meðal annars verið saman með raunveruleikaþátt, eytt tíma saman á fæðingardeildinni þegar Jóa eignaðist barn og margt fleira eftirminnilegt. Blaðamaður ræddi við þær um vináttuna.

Lífið
Fréttamynd

Edda Falak gaf bróður sínum nafna

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn heitir Ómar, í höfuðið á bróður Eddu. 

Lífið
Fréttamynd

Sunn­eva nefndi son Jóhönnu

Sunneva Einarsdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, gaf syni vinkonu sinnar, Jóhönnu Helgu Jensdóttur áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Litli drengurinn fékk nafnið Styrmir Óli Geirsson. Tvær athafnir fóru fram, annars vegar skírn í kirkju og svo athöfnin í heimahúsi. 

Lífið
Fréttamynd

Tveggja barna for­eldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu

Hjónin Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson, eignuðust dreng þann 23. október síðastliðinn. Um að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta tilkynnti gleðitíðindin í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Margot Robbie orðin mamma

Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016.

Lífið
Fréttamynd

Bjarni Ben orðinn tvö­faldur afi

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er orðinn afi í annað sinn. Margrét Bjarnadóttir elsta dóttir Bjarna og unnusti hennar Ísak Ernir Kristinsson eignuðust dóttur á þriðjudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni

Unnur Eggertsdóttir, leikkona og verkefnastjóri og hugmynda- og textasmiður hjá Maurum auglýsingastofu, á von á sínu öðru barni með unnusta sínum Travis. Hún deilir gleðitíðindunum með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við

Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn.

Lífið
Fréttamynd

Bündchen 44 ára og ó­létt

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen og þjálfarinn Joaquim Valente, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Tímaritið People hefur fengið þetta staðfest.

Lífið