Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2025 17:00 Jennifer Lopez ásamt eiginmönnum sínum fjórum: Ojani Noa, Cris Judd, Marc Anthony og Ben Affleck. Getty Jennifer Lopez greindi aðdáendum sínum frá því á tónleikum að hún ætlar ekki að gifta sig oftar. Lopez hefur gengið í hjónaband fjórum sinnum og skilið jafnoft. Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“ Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Á tónleikum Lopez á Spáni á þriðjudag hélt einn tónleikagesti á skilti sem á stóð „JLo, viltu giftast mér?“ Söngkonan sá skiltið greinilega og svaraði svo: „Ég held ég sé búin með það. Ég er búinn að reyna það nokkrum sinnum“. Sjá einnig: Jennifer Lopez sækir um skilnað Fjórði og nýjasti skilnaður Lopez gekk í gegn í janúar á þessu ári, fimm mánuðum eftir að hún sóttist eftir skilnaði frá Ben Affleck eftir tæplega tveggja ára hjónaband þeirra. Jennifer Lopez reacts to a fan asking to marry her:“I think I’m done with that. I’ve tried that a few times” 😂 pic.twitter.com/zoQqxse0Tl— Jennifer Lopez Updates (@JLopezUpdate2) July 16, 2025 Fjórir eiginmenn og A-Rod kærasti Affleck og Lopez voru eitt heitasta par Hollywood, yfirleitt kölluð Bennifer, þegar þau byrjuðu fyrst saman árið 2002. Ekki nóg með að þau væru saman heldur léku þau á móti hvoru öðru í bæði Gigli (2003) og Jersey Girl (2004). Parið gekk svo langt að trúlofa sig en sambandið rann á endanum út í sandinn eftir átján mánuði. Affleck og Lopez tóku aftur saman árið 2021 og giftu sig við litla athöfn í Las Vegas eftir þriggja mánaða trúlofun. Það hjónaband entist ekki lengur en í tvö ár eins og hefur komið fram. Lopez með Alexander Rodriguez til vinstri, og Marc Anthony til hægri.Getty Áður en Lopez tók aftur saman við Affleck átti hún fjögurra ára samband með fyrrverandi hafnaboltaleikmanninum Alexander Rodriguez, A-Rod. Þar áður var Lopez gift popparanum Marc Anthony frá 2004 til 2014 en þau eiga saman tvíburana Max og Emme. Lopez og Anthony léku saman í kvikmyndinni El Cantante (2006) og fóru saman á El Cantante-tónleikaferðalagið árið 2007. Á undan Anthony kom dansarinn Cris Judd sem Lopez kynntist árið 2001 við tökur á tónlistarmyndbandinu við lag hennar „Love Don't Cost a Thing“. Þau hófu ástarsamband eftir tökurnar, giftu sig sama ár en skildu um einu og hálfu ári síðar, 2003. Jennifer Lopez með fyrsta eiginmanni sínum, Ojani Noa, til vinstri og öðrum eiginmanni sínum, Cris Judd, til hægri.Getty Fyrsti eiginmaður Lopez var kúbverski þjónninn Ojani Noa sem hún giftist í febrúar 1997, aðeins mánuði áður en hún öðlaðist heimsfrægð fyrir leik sinn í ævisögulegu kvikmyndinni Selenu um samnefnda söngkonu. Hjónabandið entist í aðeins ellefu mánuði og var Noa síðar meinað að gefa út bók um hjónabandið og nota myndefni úr brúðkaupi þeirra í heimildarmynd. Noa tjáði sig um hjónabandið í Youtube-myndbandi árið 2011 þar sem hann sagði: „Brúðkaupið var mjög klikkað. Ég elska þá staðreynd að ég gifti mig því ég var algjörlega ástfanginn, ég var ástfanginn upp fyrir haus. Við vorum algjörlega ástfangin.“
Ástin og lífið Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira