Þýski handboltinn

Fréttamynd

Stór­leikur Bjarka tryggði nauman sigur

Bjarki Már Elísson átti stórkostlegan leik er Lemgo lagði Essen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá unnu lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach stórsigur í B-deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Fücshe Berlin fór illa með Göppingen

Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Göppingen heimsóttu Füchse Berlin í þýska handboltanum í dag. Füchse Berlin tók afgerandi forystu snemma leiks og unnu að lokum öruggan sjö marka sigur, 34-27. Gunnar Steinn skoraði eitt mark fyrir gestina.

Handbolti
Fréttamynd

Viggó afgreiddi Löwen

Viggó Kristjánsson átti frábæran leik er Stuttgart vann fjögurra marka sigur, 32-28, á Rhein Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Fara beint út á völl eftir tvær vikur í sótt­kví

Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Bergischer í þýsku úrvalsdeildinni og íslenska handboltalandsliðsins, losnaði úr tveggja vikna sóttkví á miðnætti. Hann fær ekki langan tíma til að koma sér af stað en Bergischer mætir Essen síðar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi skoraði sex í tapi

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk fyrir Magdeburg sem tapaði naumlega 30-28 fyrir Erlangen á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ómar er þriðji markahæstur í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Oddur skoraði fjögur í mikil­vægum sigri

Oddur Gretarsson átti fínan leik er Balingen-Weilstetten vann mikilvægan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen töpuðu fyrir Kiel og þá vann topplið Flensburgar sinn leik.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi hafði betur í Íslendingaslagnum

Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tóku á móti lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi skoraði fimm mörk og hjálpaði liði sínu að vinna fjögurra marka sigur, 31-27. Arnar Freyr Arnarsson er í liði Melsungen, en hann komst ekki á blað í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Átta mörk Arnórs dugðu ekki til

Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Arnór Þór Gunnarsson skoraði átta mörk þegar lið hans Bergischer tapaði 33-30 á útivelli gegn Kiel og Alexander Petersson og félagar í Flensburg rétt mörðu Tusem Essen 28-29.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar fór á kostum í sigri

Ómar Ingi Magnússon var lang markahæsti leikmaður vallarins er Magdeburg hafði betur gegn Nordhorn-Lingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Komið á­fram án þess að spila

Flensburg, topplið þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta, er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, án þess að spila leik. Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson er meðal leikmanna liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander á toppinn eftir sigur gegn Ómari Inga

Tvö af toppliðum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta mættust í dag. Þar hafði Flensburg betur á útivelli gegn Magdeburg, lokatölur 32-29 gestunum í vil. Ómar Ingi Magnússon leikur með Magdeburg á meðan Alexander Petersson er í liði Flensburg.

Handbolti