Tíu ár frá því Kiel kláraði fullkomið tímabil: „Þeir voru alveg að bugast á mér“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júní 2022 15:01 Alfreð Gíslason messar yfir stuðningsmönnum Kiel á ráðhústorginu í borginni. getty/Martin Rose Í dag, 2. júní, eru tíu ár síðan Kiel, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, kórónaði fullkomið tímabil í þýsku úrvalsdeildinni með sigri á Gummersbach. Aron Pálmarsson lék með Kiel á þessum tíma. Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þýski handboltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Kiel vann alla fjóra titlana sem í boði voru tímabilið 2011-12. Strákarnir hans Alfreðs unnu þýsku úrvalsdeildina, þýsku bikarkeppnina, þýska ofurbikarinn og Meistaradeild Evrópu. Það sem meira er vann Kiel alla 34 leikina sína í þýsku úrvalsdeildinni, eitthvað sem ekkert annað lið hefur afrekað. Kiel setti punktinn aftan við stórkostlegt tímabil með því að vinna Gummersbach með tíu marka mun, 39-29, í lokaumferðinni 2. júní 2012. Alfreð ræddi um þennan dag og tímabilið 2011-12 í heimildamynd sem Henry Birgir Gunnarsson gerði um hann fyrir tveimur árum. Brjálaður 360 af 365 dögum ársins „Það var alveg æðislegt tímabil og við vorum með frábært lið. Það var alveg hrikalega gaman að ná þessu og gera þetta og við áttum stórkostlegt tímabil. Leikmennirnir kvörtuðu við mig að ég væri náungi sem væri í brjáluðu skapi 360 af 365 dögum á árinu. Það var að vísu aðeins rétt hjá þeim því við vorum búnir að vinna deildina nokkurn veginn í febrúar,“ sagði Alfreð. Þegar deildarmeistaratitilinn var í höfn fór Alfreð að horfa til hinna ýmsu meta til að halda sínum mönnum við efnið. „Þá sá ég að við gætum slegið eigið met sem voru þrír mínus punktar. Svo þegar var komið fram í maí hugsaði ég að við næðum kannski núllinu. Ég var í hrikalegri baráttu við eigið lið, að slappa ekkert af. Eftir því sem ég náði meiru út úr þeim hélt ég pressunni endalaust á þeim. Þeir voru alveg að bugast á mér en ég kláraði þetta,“ sagði Alfreð. Klippa: Alfreð um fullkomið tímabil Kiel En á endanum fengu leikmenn Kiel nóg og fyrirliðinn sagði stopp. „Þegar voru 2-3 mínútur eftir í síðasta leiknum gegn Gummersbach vorum við sjö mörkum yfir og klárt að við myndum klára núllið. Ég var búinn að skipta nokkrum mikilvægum leikmönnum eins og Marcus Ahlm út af,“ sagði Alfreð. „Bara“ 298 mörk í plús „Þá datt mér allt í einu í hug að við ættum örfá mörk eftir í þrjú hundruð mörk í plús í markatölu, eitthvað sem verður aldrei slegið. Ég kallaði Ahlm til mín og sagði honum að fara aftur inn á. Hann spurði af hverju og ég sagði að okkur vantaði tvö mörk í þrjú hundruð. Þá sagði hann nú er komið nóg. Þannig við kláruðum tímabilið bara með 298 mörk í plús.“ Eftir leikinn gegn Gummersbach var mikilli sigurhátíð slegið upp og leikmenn Kiel fögnuðu frábæru tímabili með tuttugu þúsund manns á ráðhústorginu í borginni. Alls lék Kiel 57 leiki tímabilið 2011-12, vann 53 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði aðeins einum leik, fyrir Montpellier í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira