Danski boltinn Freyr þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti: „Búið að vera erfitt“ Fjarri fjölskyldu sinni vann knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson mikið afrek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjölskyldu sinni. Fótbolti 1.6.2024 08:45 Orri skoraði þegar FCK tryggði sér Evrópusæti FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í Sambandsdeild Evrópu með sigri á Randers, 2-1, í hreinum úrslitaleik í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark FCK. Fótbolti 31.5.2024 19:12 Telur að Orri Steinn fái enn stærra hlutverk í Kaupmannahöfn Farzam Abolhosseini er vanalega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum leikmanna í efstu deild Danmerkur í fótbolta. Hann segir ekkert til í því að Atalanta frá Ítalíu sé í þann mund að kaupa íslenska framherjann Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn. Fótbolti 28.5.2024 17:45 Orri Steinn til Ítalíu? Orri Steinn Óskarsson er sagður undir smásjá Atalanta frá Ítalíu. Liðið vann nýverið Evrópudeildartitilinn eftir sigur á Bayer Leverkusen í úrslitum. Fótbolti 28.5.2024 11:30 Orri Steinn fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns FC Kaupmannahafnar þegar hann hljóp til hans eftir leik helgarinnar til að gefa drengnum treyjuna sína. Fótbolti 27.5.2024 23:00 Sverrir Ingi og félagar meistarar eftir ótrúlega lokaumferð Lokaumferð umspilsins um Danska meistaratitilinn í fótbolta fór fram í dag. Midtjylland stendur uppi sem Danmerkurmeistari eftir hreint út sagt ruglaða lokaumferð þar sem liðið lenti 2-0 undir og allt stefndi í að Bröndby yrði danskur meistari. Fótbolti 26.5.2024 17:10 Þjálfari Lyngby reif sig úr að ofan og fagnaði af einstakri ákefð Það er ekki oft sem helflúraðir þjálfarar rífa sig úr að ofan og tryllast af gleði en David Nielsen, þjálfari Íslendingaliðsins Lyngby, fer sínar eigin leiðir í fagnaðarlátum. Fótbolti 26.5.2024 10:45 Íslendingaliðið Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeild Lyngby tókst aftur að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti. Fótbolti 25.5.2024 15:12 Andri Lucas á leið til Belgíu Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi. Fótbolti 22.5.2024 17:16 Tvenna Orra Steins dugði ekki og titilvonir FCK úr sögunni Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins. Fótbolti 21.5.2024 19:35 Sverrir Ingi á skotskónum í ótrúlegum leik Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason bjargaði stigi fyrir Midtjylland þegar liðið kom til baka eftir að lenda 3-0 undir gegn Nordsjælland í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Lokatölur 3-3 og Midtjylland nú jafnt Bröndby að stigum fyrir lokaumferðina. Fótbolti 20.5.2024 18:07 Draumainnkoma Sævars Atla breytti leiknum Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í dag í 3-1 sigri á Viborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 20.5.2024 14:02 Hélt upp á landsliðsvalið með marki Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hélt upp á það að vera valin í íslenska A-landsliðið í fótbolta með því að skora í stórsigri Nordsjælland á Næstved, 2-10, í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í dag. Fótbolti 18.5.2024 13:58 Kristín Dís lék allan leikinn er Brøndby komst í úrslit Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Brøndby er liðið tryggði sér sæti í úrslitum dönsku bikarkeppninnar með 3-1 sigri gegn AGF í síðari undanúrslitaleik liðanna í dag. Fótbolti 17.5.2024 18:24 Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. Fótbolti 17.5.2024 13:28 Sverrir Ingi á toppinn í Danmörku Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru komnir á topp dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á FC Kaupmannahöfn, ríkjandi meisturum. Fótbolti 16.5.2024 20:15 Stefán Teitur skoraði þegar Silkeborg lagði AGF annað sinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði sigurmark Silkeborg þegar liðið lagði AGF í dönsku efstu deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 16.5.2024 18:05 Fabiana brýtur blað í sögunni áður en Jói Kalli tekur við Blað verður brotið í sögu deildarkeppni karla í fótbolta í Danmörku á morgun þegar að Fabiana Alcalá verður fyrsta konan til þess að stýra karlaliði. Fabiana stýrir AB gegn Nykobing á morgun í 2.deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær ráðinn AB. Fótbolti 16.5.2024 12:05 Lygileg toppbarátta í Danmörku Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils. Fótbolti 13.5.2024 23:30 Sverrir Ingi hafði betur í Íslendingaslagnum Sverrir Ingi Ingason og Mikael Anderson mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag en Sverrir og félagar í Midtjylland sóttu þrjú mikilvæg stig í toppbaráttunni. Fótbolti 12.5.2024 18:03 Orri mikilvægur gegn erkióvinum og FCK á toppinn Eftir fjóra sigra í röð hefur FC Kaupmannahöfn laumað sér, nánast „bakdyramegin“ upp í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Fótbolti 12.5.2024 16:23 „Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. Fótbolti 12.5.2024 12:23 Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. Fótbolti 12.5.2024 10:18 Kristall hetjan en fagnaði ósæmilega og fékk rautt Kristall Máni Ingason skoraði sigurmark úr víti, rétt fyrir lok leiks, sem svo gott sem tryggði Sönderjyske titilinn í dönsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 11.5.2024 14:26 Titillinn hrifsaður úr greipum Diljár og fall blasir við Sveini Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í OH Leuven urðu í annað sinn á einni viku að sætta sig við naumt tap í toppslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titillinn er þar með svo gott sem runninn þeim úr greipum. Fótbolti 11.5.2024 13:41 Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. Fótbolti 11.5.2024 12:01 Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 10.5.2024 19:00 Stefán Teitur og félagar bikarmeistarar Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku bikarúrslitunum í dag þegar Silkeborg og AGF mættust á Parken. Fótbolti 9.5.2024 17:14 Sverrir Ingi lagði upp sigumarkið sem galopnaði toppbaráttuna Toppbarátta dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta er hreint út sagt með ólíkindum þegar fjórar umferðir eru eftir. Sverrir Ingi Ingason lagði upp sigurmark Midtjylland í 3-2 sigri á toppliði Bröndby. Fótbolti 5.5.2024 18:50 Andri Lucas skoraði og Andri Fannar fagnaði sigri á toppliðinu Andri Lucas Guðjohnsen hættir ekki að skora fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni og Andri Fannar Baldursson og félagar unnu flottan stórsigur á toppliðinu í sænsku deildinni. Fótbolti 5.5.2024 14:01 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 40 ›
Freyr þakklátari fyrir ótrúlegustu hluti: „Búið að vera erfitt“ Fjarri fjölskyldu sinni vann knattspyrnuþjálfarinn Freyr Alexandersson mikið afrek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunarverk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjölskyldu sinni. Fótbolti 1.6.2024 08:45
Orri skoraði þegar FCK tryggði sér Evrópusæti FC Kaupmannahöfn tryggði sér sæti í Sambandsdeild Evrópu með sigri á Randers, 2-1, í hreinum úrslitaleik í kvöld. Orri Steinn Óskarsson skoraði fyrra mark FCK. Fótbolti 31.5.2024 19:12
Telur að Orri Steinn fái enn stærra hlutverk í Kaupmannahöfn Farzam Abolhosseini er vanalega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum leikmanna í efstu deild Danmerkur í fótbolta. Hann segir ekkert til í því að Atalanta frá Ítalíu sé í þann mund að kaupa íslenska framherjann Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn. Fótbolti 28.5.2024 17:45
Orri Steinn til Ítalíu? Orri Steinn Óskarsson er sagður undir smásjá Atalanta frá Ítalíu. Liðið vann nýverið Evrópudeildartitilinn eftir sigur á Bayer Leverkusen í úrslitum. Fótbolti 28.5.2024 11:30
Orri Steinn fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns FC Kaupmannahafnar þegar hann hljóp til hans eftir leik helgarinnar til að gefa drengnum treyjuna sína. Fótbolti 27.5.2024 23:00
Sverrir Ingi og félagar meistarar eftir ótrúlega lokaumferð Lokaumferð umspilsins um Danska meistaratitilinn í fótbolta fór fram í dag. Midtjylland stendur uppi sem Danmerkurmeistari eftir hreint út sagt ruglaða lokaumferð þar sem liðið lenti 2-0 undir og allt stefndi í að Bröndby yrði danskur meistari. Fótbolti 26.5.2024 17:10
Þjálfari Lyngby reif sig úr að ofan og fagnaði af einstakri ákefð Það er ekki oft sem helflúraðir þjálfarar rífa sig úr að ofan og tryllast af gleði en David Nielsen, þjálfari Íslendingaliðsins Lyngby, fer sínar eigin leiðir í fagnaðarlátum. Fótbolti 26.5.2024 10:45
Íslendingaliðið Lyngby hélt sér uppi í úrvalsdeild Lyngby tókst aftur að halda sér uppi í dönsku úrvalsdeildinni með frábærum lokaspretti. Fótbolti 25.5.2024 15:12
Andri Lucas á leið til Belgíu Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi. Fótbolti 22.5.2024 17:16
Tvenna Orra Steins dugði ekki og titilvonir FCK úr sögunni Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins. Fótbolti 21.5.2024 19:35
Sverrir Ingi á skotskónum í ótrúlegum leik Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason bjargaði stigi fyrir Midtjylland þegar liðið kom til baka eftir að lenda 3-0 undir gegn Nordsjælland í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Lokatölur 3-3 og Midtjylland nú jafnt Bröndby að stigum fyrir lokaumferðina. Fótbolti 20.5.2024 18:07
Draumainnkoma Sævars Atla breytti leiknum Sævar Atli Magnússon skoraði tvö mörk fyrir Lyngby í dag í 3-1 sigri á Viborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar. Fótbolti 20.5.2024 14:02
Hélt upp á landsliðsvalið með marki Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hélt upp á það að vera valin í íslenska A-landsliðið í fótbolta með því að skora í stórsigri Nordsjælland á Næstved, 2-10, í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í dag. Fótbolti 18.5.2024 13:58
Kristín Dís lék allan leikinn er Brøndby komst í úrslit Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Brøndby er liðið tryggði sér sæti í úrslitum dönsku bikarkeppninnar með 3-1 sigri gegn AGF í síðari undanúrslitaleik liðanna í dag. Fótbolti 17.5.2024 18:24
Nýliðinn í íslenska landsliðinu er markahæst í dönsku úrvalsdeildinni Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025. Fótbolti 17.5.2024 13:28
Sverrir Ingi á toppinn í Danmörku Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eru komnir á topp dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 sigur á FC Kaupmannahöfn, ríkjandi meisturum. Fótbolti 16.5.2024 20:15
Stefán Teitur skoraði þegar Silkeborg lagði AGF annað sinn Stefán Teitur Þórðarson skoraði sigurmark Silkeborg þegar liðið lagði AGF í dönsku efstu deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 16.5.2024 18:05
Fabiana brýtur blað í sögunni áður en Jói Kalli tekur við Blað verður brotið í sögu deildarkeppni karla í fótbolta í Danmörku á morgun þegar að Fabiana Alcalá verður fyrsta konan til þess að stýra karlaliði. Fabiana stýrir AB gegn Nykobing á morgun í 2.deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær ráðinn AB. Fótbolti 16.5.2024 12:05
Lygileg toppbarátta í Danmörku Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils. Fótbolti 13.5.2024 23:30
Sverrir Ingi hafði betur í Íslendingaslagnum Sverrir Ingi Ingason og Mikael Anderson mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í dag en Sverrir og félagar í Midtjylland sóttu þrjú mikilvæg stig í toppbaráttunni. Fótbolti 12.5.2024 18:03
Orri mikilvægur gegn erkióvinum og FCK á toppinn Eftir fjóra sigra í röð hefur FC Kaupmannahöfn laumað sér, nánast „bakdyramegin“ upp í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. Fótbolti 12.5.2024 16:23
„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“ „Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby,“ sagði Freyr Alexandersson, fyrrverandi þjálfari Lyngby í kímni og hló svo dátt í kjölfarið að sögn blaðamanns Tipsbladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í möguleg félagsskipti Andra Lucasar Guðjohnsen frá Lyngby til belgíska úrvalsdeildarfélagsins Gent sem virðist nálægt því að kaupa íslenska landsliðsframherjann. Fótbolti 12.5.2024 12:23
Andri og Eiður mættir til Belgíu að semja Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen er eftirsóttur enda markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hann mun nú eiga í viðræðum við belgíska félagið Gent. Fótbolti 12.5.2024 10:18
Kristall hetjan en fagnaði ósæmilega og fékk rautt Kristall Máni Ingason skoraði sigurmark úr víti, rétt fyrir lok leiks, sem svo gott sem tryggði Sönderjyske titilinn í dönsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 11.5.2024 14:26
Titillinn hrifsaður úr greipum Diljár og fall blasir við Sveini Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í OH Leuven urðu í annað sinn á einni viku að sætta sig við naumt tap í toppslag í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Titillinn er þar með svo gott sem runninn þeim úr greipum. Fótbolti 11.5.2024 13:41
Andri Lucas fékk kanilstykki í verðlaun Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur. Fótbolti 11.5.2024 12:01
Andri skoraði og er markahæstur í Danmörku Íslensku leikmennirnir hjá Lyngby komu mikið við sögu þegar liðið vann gríðarlega mikilvægan sigur á OB, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 10.5.2024 19:00
Stefán Teitur og félagar bikarmeistarar Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku bikarúrslitunum í dag þegar Silkeborg og AGF mættust á Parken. Fótbolti 9.5.2024 17:14
Sverrir Ingi lagði upp sigumarkið sem galopnaði toppbaráttuna Toppbarátta dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta er hreint út sagt með ólíkindum þegar fjórar umferðir eru eftir. Sverrir Ingi Ingason lagði upp sigurmark Midtjylland í 3-2 sigri á toppliði Bröndby. Fótbolti 5.5.2024 18:50
Andri Lucas skoraði og Andri Fannar fagnaði sigri á toppliðinu Andri Lucas Guðjohnsen hættir ekki að skora fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni og Andri Fannar Baldursson og félagar unnu flottan stórsigur á toppliðinu í sænsku deildinni. Fótbolti 5.5.2024 14:01