Ef Brøndby hefði unnið Nordsjælland hefðu aðeins þrjú stig skilið liðin að í 2. og 3. sæti dönsku deildarinnar. Tvö efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Ingibjörg var á sínum stað í byrjunarliði Brøndby. Hafrún kom inn á sem varamaður á 71. mínútum og þremur mínútum síðar kom Nanna Christiansen liðinu yfir.
Það mark virtist ætla að duga Brøndby til sigurs en Cecilie Larsen var á öðru máli og jafnaði þremur mínútum fyrir leikslok. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli.
Brøndby, sem er án sigurs í síðustu þremur leikjum, er í 3. sæti deildarinnar með 29 stig, fimm stigum á eftir Nordsjælland sem er í 2. sætinu. Fortuna Hjörring er á toppnum með 38 stig.