Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 14:10 Ari Sigurpálsson var fljótur að skora sitt fyrsta mark fyrir Elfsborg. IF Elfsborg Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni. Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti. Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira
Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti.
Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Fleiri fréttir Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Sjá meira