Sem fyrr er Brøndby í 3. sæti deildarinnar, nú með 28 stig eftir sextán leiki. Liðið er tíu stigum á eftir toppliði Fortuna Hjørring og fimm stigum á eftir Nordsjælland sem er í 2. sætinu og á leik til góða. Liðið í 2. sæti kemst í Meistaradeild Evrópu ásamt meisturunum.
Ingibjörg gekk í raðir Brøndby frá Duisburg í Þýskalandi síðasta sumar. Hún hefur leikið tólf leiki í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað eitt mark.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir leikur einnig með Brøndby. Hún byrjaði á varamannabekknum í dag.
Brøndby hefur aðeins fengið á sig fjórtán mörk í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.