Umferðaröryggi Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið. Innlent 11.7.2024 18:29 Hliðarbil ökutækja frá hjólreiðafólki 1.5 metrar Hjólreiðar njóta vaxandi vinsælda hér á landi og sífellt fleiri nota reiðhjól og rafhjól sem samgöngutæki. Þá hefur þeim einnig fjölgað sem æfa hjólreiðar reglulega og þeim sem hjóla sér til heilsubótar. Samstarf 10.7.2024 13:44 Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi vegfarenda Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar. Innlent 8.7.2024 23:16 Bíll í ljósum logum eftir veltu við Rauðavatn Einn er slasaður eftir að bíll valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á Suðurlandsvegi við Rauðavatn fyrir stuttu. Innlent 8.7.2024 21:03 Bifhjólamaðurinn á Vestfjörðum ekki í lífshættu Svo virðist sem bifhjólaslysið sem varð í norðanverðum Arnarfirði í gær hafi komið til vegna óhapps. Engin umferðarlagabrot virðast hafa átt stað, segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Innlent 8.7.2024 15:54 Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. Innlent 7.7.2024 10:17 Fluttu sex á slysadeild eftir harðan árekstur í Breiðholti Sex voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um nokkuð harðan árekstur og voru tveir dráttarbílar og fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang slyssins. Innlent 6.7.2024 14:19 Mikil og þétt umferð í dag Nú í sumar rekur hver stóra ferðahelgin aðra alveg fram yfir Verslunarmannahelgi, jafnvel lengur, og þá tekur umferðin að þyngjast. Innlent 5.7.2024 19:27 Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Innlent 5.7.2024 11:13 Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu. Innlent 4.7.2024 06:22 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. Innlent 3.7.2024 10:33 Lenti með höfuðið á malbikinu þegar maður tók fram úr bílalest Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum. Innlent 2.7.2024 17:00 Árið er 1990 Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Skoðun 30.6.2024 14:30 Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann. Innlent 29.6.2024 14:56 Stútar á rafhlaupahjólum handteknir og mega búast við sektum Tveir voru handteknir vegna gruns um að hafa stjórnað rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis í gærkvöldi. Leiða má líkur að því að þeir verði með þeim fyrstu sem þurfa að reiða fram sektagreiðslu vegna slíks athæfis. Innlent 29.6.2024 11:13 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Innlent 28.6.2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. Innlent 26.6.2024 23:00 Eftirvagnar breyta aksturseigileikum bílsins Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis. Samstarf 26.6.2024 11:27 Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. Innlent 25.6.2024 12:46 Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:40 Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Innlent 24.6.2024 11:59 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. Innlent 19.6.2024 13:43 Hægt að tilkynna holur á vegum á vegbót.is – FÍB er alltaf á vaktinni Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar og er FÍB einn þeirra samstarfsaðila sem taka þátt í átakinu. Samstarf 19.6.2024 12:39 Flughált víðs vegar vegna nýrrar aðferðar við vegaklæðningu Ólafur Kr. Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir nýja aðferð við vegaklæðningu á umferðarvegum valda bikblæðingu sem getur verið lífshættuleg. Hann lýsir ástandi sumra vega með þungri umferð þannig að sé eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn. Innlent 18.6.2024 18:40 Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. Innlent 18.6.2024 14:22 Hættulegar bikblæðingar víða á vegum landsins Vegfaranda í Ölfusi blöskraði aðkoman á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshöfn í gær þar sem bikblæðingar eru áberandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ljóst að ná verði betri tökum á vandamálinu. Innlent 17.6.2024 20:19 Vitni segir bílinn hafa ekið hratt fram úr sér skömmu fyrir slysið Bíl var ekið á staur á Hafnarfjarðarvegi í Garðarbæ skömmu fyrir fimm í dag. Einn var í bílnum og engin slys urðu á fólki. Innlent 16.6.2024 18:13 Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. Innlent 16.6.2024 13:31 Einn fluttur á slysadeild eftir að bíll endaði utan vegar Bíl var ekið af Elliðavatnsvegi, sem er einnig þekkt sem Flóttamannaleið, í morgun og var einn fluttur á slysadeild. Innlent 13.6.2024 08:38 „Í fyrrakvöld bjargaði Tesla bifreið lífi mínu“ Atvinnubílstjórinn og mótorhjólamaðurinn Mikkó lenti í afar erfiðri lífsreynslu síðasta sunnudagskvöld þegar hann tók léttan mótorhjólarúnt á Harley Davidson hjólinu sínu. Ökumaður Teslu bifreiðar var næstum búinn að keyra á hann en svo virtist vera sem hann hafi ekki verið með hugann við aksturinn á því augnabliki. Lífið samstarf 12.6.2024 15:29 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 … 29 ›
Vörubíll hafnaði utan vegar á hliðinni í Mýrdalshreppi Vörubíll hafnaði á hliðinni eftir að hafa ekið út af veginum í neðstu beygjunni í Gatnabrún í Mýrdalshreppi á Hringveginum. Umferð hefur verið stöðvuð tímabundið. Innlent 11.7.2024 18:29
Hliðarbil ökutækja frá hjólreiðafólki 1.5 metrar Hjólreiðar njóta vaxandi vinsælda hér á landi og sífellt fleiri nota reiðhjól og rafhjól sem samgöngutæki. Þá hefur þeim einnig fjölgað sem æfa hjólreiðar reglulega og þeim sem hjóla sér til heilsubótar. Samstarf 10.7.2024 13:44
Umferðareyjan sem ekið var yfir bæti öryggi vegfarenda Enn má sjá ummerki þess að ölvaður ökumaður ók yfir nýgerða umferðareyju í vesturbæ Reykjavíkur. Sumir íbúar á svæðinu létu í ljósi óánægju með framkvæmdirnar í kjölfar þessara frétta en Katrín Halldórsdóttir verkfræðingur hjá Vegagerðinni vill ekki meina að framkvæmdirnar séu gagnslausar. Innlent 8.7.2024 23:16
Bíll í ljósum logum eftir veltu við Rauðavatn Einn er slasaður eftir að bíll valt með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum á Suðurlandsvegi við Rauðavatn fyrir stuttu. Innlent 8.7.2024 21:03
Bifhjólamaðurinn á Vestfjörðum ekki í lífshættu Svo virðist sem bifhjólaslysið sem varð í norðanverðum Arnarfirði í gær hafi komið til vegna óhapps. Engin umferðarlagabrot virðast hafa átt stað, segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Innlent 8.7.2024 15:54
Ölvaður ökumaður keyrði á umferðareyju og reyndi að flýja Ungur maður náði myndskeiði af því í gærkvöldi þegar að sendiferðabíll keyrði rakleiðis yfir nýja umferðareyju og nýtt gangbrautarskilti við Ánanaust í Vesturbænum á móti JL húsinu. Innlent 7.7.2024 10:17
Fluttu sex á slysadeild eftir harðan árekstur í Breiðholti Sex voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í Breiðholti í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um nokkuð harðan árekstur og voru tveir dráttarbílar og fjórir sjúkrabílar sendir á vettvang slyssins. Innlent 6.7.2024 14:19
Mikil og þétt umferð í dag Nú í sumar rekur hver stóra ferðahelgin aðra alveg fram yfir Verslunarmannahelgi, jafnvel lengur, og þá tekur umferðin að þyngjast. Innlent 5.7.2024 19:27
Tekið á símanotkun strætóbílstjóra með hörku Jóhannes Rúnar Svavarsson framkvæmdastjóri Strætó segir byggðasamlagið reglulega fá ábendingar um símanotkun bílstjóra. Tekið sé á símanotkuninni með hörku. Innlent 5.7.2024 11:13
Ein leið í og úr hverfinu dragi úr öryggi íbúa Garðabær bíður núna eftir því að ná samkomulagi við Vegagerðina um endurbætur á Flóttamannaleiðinni svokölluðu. Til hefur staðið að tengja Urriðaholtsstræti og Holtsveg við veginn í tíu til fimmtán ár síðan að skipulag fyrir hverfið var gert. Eins og stendur er aðeins ein leið í og úr hverfinu. Innlent 4.7.2024 06:22
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. Innlent 3.7.2024 10:33
Lenti með höfuðið á malbikinu þegar maður tók fram úr bílalest Guðmundur Erlendsson neyddist til nauðhemla á bifhjóli sínu er hann ók eftir þjóðvegi eitt um Langadal í átt að Akureyri á sunnudagskvöldið vegna bifreiðar á vegarhelmingi hans sem ók á móti honum úr gagnstæðri átt. Bifreiðin hafi þá ætlað að taka fram úr bílalest á hinum vegarhelmingnum. Innlent 2.7.2024 17:00
Árið er 1990 Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Skoðun 30.6.2024 14:30
Hugsi yfir lausagöngu fjár við vegi eftir að ferðamaður ók á lamb Ferðalangur sem varð vitni að því þegar bíl spænskra ferðamanna var ekið á lamb í gær segir lausagöngu kinda nærri þjóðvegum rómantík sem fari ekki saman við nútímann. Innlent 29.6.2024 14:56
Stútar á rafhlaupahjólum handteknir og mega búast við sektum Tveir voru handteknir vegna gruns um að hafa stjórnað rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis í gærkvöldi. Leiða má líkur að því að þeir verði með þeim fyrstu sem þurfa að reiða fram sektagreiðslu vegna slíks athæfis. Innlent 29.6.2024 11:13
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. Innlent 28.6.2024 14:36
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. Innlent 26.6.2024 23:00
Eftirvagnar breyta aksturseigileikum bílsins Hjólhýsi, tjaldvagnar og fellihýsi verða nú fyrirferðarmikil á vegum landsins enda frábær leið til að elta góða veðrið í sumarfríinu. Margt þarf að hafa í huga þegar ekið er með eftirvagna og gæta fyllsta öryggis. Samstarf 26.6.2024 11:27
Gummi Emil dæmdur í fangelsi fyrir akstur án réttinda Guðmundur Emil Jóhannsson, einkaþjálfari og áhrifavaldur, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekið bifreið sviptur ökuréttindum. Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur er gripinn við akstur án ökuréttinda. Innlent 25.6.2024 12:46
Hafa ekki nokkrar áhyggjur af fækkun ferða Forsvarsmenn Hopp hafa ekki áhyggjur af minni notkun rafhlaupahjóla eftir nýjustu breytingar á umferðarlögum sem samþykktar voru af Alþingi þar sem ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Sæunnar Óskar Unnsteinsdóttur framkvæmdastjóra Hopp Reykjavík. Viðskipti innlent 25.6.2024 09:40
Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Innlent 24.6.2024 11:59
Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. Innlent 19.6.2024 13:43
Hægt að tilkynna holur á vegum á vegbót.is – FÍB er alltaf á vaktinni Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa fyrir umferðarátaki í sumar og er FÍB einn þeirra samstarfsaðila sem taka þátt í átakinu. Samstarf 19.6.2024 12:39
Flughált víðs vegar vegna nýrrar aðferðar við vegaklæðningu Ólafur Kr. Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur segir nýja aðferð við vegaklæðningu á umferðarvegum valda bikblæðingu sem getur verið lífshættuleg. Hann lýsir ástandi sumra vega með þungri umferð þannig að sé eins og hellt hafi verið olíu yfir veginn. Innlent 18.6.2024 18:40
Dæmi um að ökumenn slökkvi á skynjara sem bjargaði lífi hans Mótorhjólamaður segir að dæmi séu um að eigendur Tesla bíla slökkvi á skynjara í bílnum sem bjargaði lífi hans á dögunum. Litlu mátti muna að hann hafi fengið Teslu á sig á miklum hraða á gatnamótum Klettagarða og Sæbrautar og segir hann alveg ljóst að það hefði verið hans síðasta. Ekki er um að ræða fyrsta skiptið sem búnaðurinn kemst í fréttir hér á landi. Innlent 18.6.2024 14:22
Hættulegar bikblæðingar víða á vegum landsins Vegfaranda í Ölfusi blöskraði aðkoman á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshöfn í gær þar sem bikblæðingar eru áberandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ljóst að ná verði betri tökum á vandamálinu. Innlent 17.6.2024 20:19
Vitni segir bílinn hafa ekið hratt fram úr sér skömmu fyrir slysið Bíl var ekið á staur á Hafnarfjarðarvegi í Garðarbæ skömmu fyrir fimm í dag. Einn var í bílnum og engin slys urðu á fólki. Innlent 16.6.2024 18:13
Fá ekki fjármagn til að laga Flóttamannaleiðina fyrr en 2028 Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir fjármagn frá ríkinu til að ráðast í úrbætur á Flóttamannaleiðinni ekki koma fyrr en árið 2028. Unnið er að því að skila veginum til sveitarfélaganna. Innlent 16.6.2024 13:31
Einn fluttur á slysadeild eftir að bíll endaði utan vegar Bíl var ekið af Elliðavatnsvegi, sem er einnig þekkt sem Flóttamannaleið, í morgun og var einn fluttur á slysadeild. Innlent 13.6.2024 08:38
„Í fyrrakvöld bjargaði Tesla bifreið lífi mínu“ Atvinnubílstjórinn og mótorhjólamaðurinn Mikkó lenti í afar erfiðri lífsreynslu síðasta sunnudagskvöld þegar hann tók léttan mótorhjólarúnt á Harley Davidson hjólinu sínu. Ökumaður Teslu bifreiðar var næstum búinn að keyra á hann en svo virtist vera sem hann hafi ekki verið með hugann við aksturinn á því augnabliki. Lífið samstarf 12.6.2024 15:29