Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2025 10:58 Glerhálka var á veginum þegar slysið átti sér stað en einnig var ástand hans með þeim hætti að rannsóknarnefndin telur að það hafi haft áhrif á aðdraganda þess. Vegurinn hafði sigið töluvert, mest um 16 sentímetra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag. Banaslysið átti sér stað snemma morguns þann 20. febrúar á þessu ári. Þá var Mercedes Benz steypubíl ekið norður Þingvallaveg áleiðis að Álftavatni. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður missti stjórn á bílnum skömmu fyrir gatnamót við Vaðlækjarveg með þeim afleiðingum að bifreiðin snerist á veginum og valt. Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 09:39 og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar tilkynnti Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið klukkan 09:58. Í skýrslu kemur einnig fram að undirlag klæðingar hafi gefið sig og vegurinn sigið niður í átt að vegarkanti. Þá voru sprungur í klæðingu vegarins. Lækkun var mest um 16 sentímetrar miðað við veghalla. Í skýrslu segir að í ljósi legu vegarins, aukins halla á hluta akreinarinnar, ferils ökutækisins fyrir slysið og stöðu þess eftir slysið sé sennilegt að ástand vegarins hafi haft áhrif á aðdraganda slyssins. Í skýrslunni segir um bílinn að hann hafi verið útbúinn ónegldum vetrarhjólbörðum og á honum hafi verið áföst tromla fyrir flutning á fljótandi steinsteypu. Ekkert fannst við skoðun á bifreiðinni sem gæti skýrt orsök slyssins og var heildarþyngd hennar innan leyfilegra marka. Samsett mynd úr skýrslunni sem sýnir brot í klæðingu og mælingu þar sem hluti eystri akreinar, í akstursstefnu vörubifreiðarinnar, hafði sigið niður.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Engin merki um hemlun Samkvæmt ökurita bifreiðarinnar var henni ekið hraðast á 90 kílómetra hraða á klukkustund rétt fyrir slysið. Hámarkshraði á slysstað var 70 kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt skýrslu sáust engin merki um hemlun en mat nefndar er að hálka á veginum hafi verið staðbundin og að erfitt hafi verið að sjá hana fyrir. Mikil hálka var á slysstað en vegarkaflinn liggur í lægð meðfram Álftavatni, þar sem auknar líkur eru á myndun glerhálku. Í skýrslunni kemur fram að glerhálka hafi verið á veginum og að ökumaðurinn hafi ekki verið spenntur í belti. Mat nefndarinnar er að áverkar ökumanns hefðu ekki verið lífshættulegir hefði hann verið spenntur í belti. Ökumaðurinn lenti að hluta undir steypubílnum þegar hann valt. Vegagerð endurskoði hálkuvarnir á veginum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn. „Á vegarkaflanum um Álftavatn eru aðstæður í landslagi sem auka hættu á glerhálku í vetrarstillum en sá vegarkafli er ekki innan hálkuvarnarþjónustu Vegagerðarinnar. Vegurinn lækkar að vatnsyfirborði Álftavatns þar sem hann liggur næst vatninu. Aukinn raki og lækkun lofthita í stillum tengjast slíkum aðstæðum í landslagi. Því beinir nefndin þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að meta hvort sá vegarkafli ætti að tilheyra varasömum stöðum sem falla undir hálkuvarnir,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Þingvallavegur á slysstað er sýndur blár að lit en sá vegarkafli er ekki hálkuvarinn sbr. skýringar á myndinni. Slysstaður er merktur með hring. Mynd frá Vegagerðinni með viðbótarmerkingum frá RNSA. Þá beinir nefndin því til Vegagerðar að gera öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum á tiltölulega beinum um 130 metra löngum kafla þar sem undirbygging vegarins virðist hafa gefið sig. Langsum hæðarmismunur innan hægri akreinar í norðurátt hafi mestur verið 16 sentímetrar og halli mestur um 12 gráður. „Slík brot í vegi geta skapað hættuástand þegar glerhálka myndast,“ segir í tillögu nefndarinnar til Vegagerðar. Í skýrslunni segir að vetrarþjónusta Vegagerðar á veginum fari fram fimm daga vikunnar og að í því felist mokstursþjónusta en að vegurinn sé á þeim kafla sem slysið átti sér stað ekki hálkuvarinn. Veðurupplýsingar sem lágu fyrir um Suðurland að kvöldi 19. febrúar og fram eftir nóttu þann 20. febrúar báru með sér að litlar sem engar líkur væru fyrir þörf á vetrarþjónustu daginn eftir, en gert var ráð fyrir rigningu, vindi og hita yfir frostmarki. Ökumenn séu vakandi fyrir hálku og noti belti Rannsóknarnefndin hefur auk þess tvær mikilvægar ábendingar til bæði ökumanna og Vegagerðar í kjölfar slyssins. Annars vegar um akstur í hálku og glerhálku og hins vegar um notkun öryggisbelta. Um hálkuna segir að ísing myndist oft á blautum vegum þegar smám saman kólnar. „Ísing sem þessi getur líkst blautum vegi, en myndar spegilslétta og nær ósýnilega þekju á yfirborðinu og því getur verið erfitt fyrir ökumenn að átta sig á aðstæðum. Slíkur ís á vegum er oft kallaður glerhálka eða glæra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur ökumenn til þess að vera vakandi fyrir hálku og við hvaða aðstæður hún myndast helst. Ökumenn ættu að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur.“ Hvað varðar notkun öryggisbelta segir í skýrslunni að nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota alltaf öryggisbelti, sama hversu langt er verið að fara. „Ein helsta orsök banaslysa í umferðinni er að öryggisbelti eru ekki notuð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa. Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Vegagerð Samgönguslys Umferð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira
Banaslysið átti sér stað snemma morguns þann 20. febrúar á þessu ári. Þá var Mercedes Benz steypubíl ekið norður Þingvallaveg áleiðis að Álftavatni. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður missti stjórn á bílnum skömmu fyrir gatnamót við Vaðlækjarveg með þeim afleiðingum að bifreiðin snerist á veginum og valt. Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 09:39 og viðbragðsaðilar fóru á vettvang. Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar tilkynnti Rannsóknarnefnd samgönguslysa um slysið klukkan 09:58. Í skýrslu kemur einnig fram að undirlag klæðingar hafi gefið sig og vegurinn sigið niður í átt að vegarkanti. Þá voru sprungur í klæðingu vegarins. Lækkun var mest um 16 sentímetrar miðað við veghalla. Í skýrslu segir að í ljósi legu vegarins, aukins halla á hluta akreinarinnar, ferils ökutækisins fyrir slysið og stöðu þess eftir slysið sé sennilegt að ástand vegarins hafi haft áhrif á aðdraganda slyssins. Í skýrslunni segir um bílinn að hann hafi verið útbúinn ónegldum vetrarhjólbörðum og á honum hafi verið áföst tromla fyrir flutning á fljótandi steinsteypu. Ekkert fannst við skoðun á bifreiðinni sem gæti skýrt orsök slyssins og var heildarþyngd hennar innan leyfilegra marka. Samsett mynd úr skýrslunni sem sýnir brot í klæðingu og mælingu þar sem hluti eystri akreinar, í akstursstefnu vörubifreiðarinnar, hafði sigið niður.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Engin merki um hemlun Samkvæmt ökurita bifreiðarinnar var henni ekið hraðast á 90 kílómetra hraða á klukkustund rétt fyrir slysið. Hámarkshraði á slysstað var 70 kílómetrar á klukkustund. Samkvæmt skýrslu sáust engin merki um hemlun en mat nefndar er að hálka á veginum hafi verið staðbundin og að erfitt hafi verið að sjá hana fyrir. Mikil hálka var á slysstað en vegarkaflinn liggur í lægð meðfram Álftavatni, þar sem auknar líkur eru á myndun glerhálku. Í skýrslunni kemur fram að glerhálka hafi verið á veginum og að ökumaðurinn hafi ekki verið spenntur í belti. Mat nefndarinnar er að áverkar ökumanns hefðu ekki verið lífshættulegir hefði hann verið spenntur í belti. Ökumaðurinn lenti að hluta undir steypubílnum þegar hann valt. Vegagerð endurskoði hálkuvarnir á veginum Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn. „Á vegarkaflanum um Álftavatn eru aðstæður í landslagi sem auka hættu á glerhálku í vetrarstillum en sá vegarkafli er ekki innan hálkuvarnarþjónustu Vegagerðarinnar. Vegurinn lækkar að vatnsyfirborði Álftavatns þar sem hann liggur næst vatninu. Aukinn raki og lækkun lofthita í stillum tengjast slíkum aðstæðum í landslagi. Því beinir nefndin þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að meta hvort sá vegarkafli ætti að tilheyra varasömum stöðum sem falla undir hálkuvarnir,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Þingvallavegur á slysstað er sýndur blár að lit en sá vegarkafli er ekki hálkuvarinn sbr. skýringar á myndinni. Slysstaður er merktur með hring. Mynd frá Vegagerðinni með viðbótarmerkingum frá RNSA. Þá beinir nefndin því til Vegagerðar að gera öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum á tiltölulega beinum um 130 metra löngum kafla þar sem undirbygging vegarins virðist hafa gefið sig. Langsum hæðarmismunur innan hægri akreinar í norðurátt hafi mestur verið 16 sentímetrar og halli mestur um 12 gráður. „Slík brot í vegi geta skapað hættuástand þegar glerhálka myndast,“ segir í tillögu nefndarinnar til Vegagerðar. Í skýrslunni segir að vetrarþjónusta Vegagerðar á veginum fari fram fimm daga vikunnar og að í því felist mokstursþjónusta en að vegurinn sé á þeim kafla sem slysið átti sér stað ekki hálkuvarinn. Veðurupplýsingar sem lágu fyrir um Suðurland að kvöldi 19. febrúar og fram eftir nóttu þann 20. febrúar báru með sér að litlar sem engar líkur væru fyrir þörf á vetrarþjónustu daginn eftir, en gert var ráð fyrir rigningu, vindi og hita yfir frostmarki. Ökumenn séu vakandi fyrir hálku og noti belti Rannsóknarnefndin hefur auk þess tvær mikilvægar ábendingar til bæði ökumanna og Vegagerðar í kjölfar slyssins. Annars vegar um akstur í hálku og glerhálku og hins vegar um notkun öryggisbelta. Um hálkuna segir að ísing myndist oft á blautum vegum þegar smám saman kólnar. „Ísing sem þessi getur líkst blautum vegi, en myndar spegilslétta og nær ósýnilega þekju á yfirborðinu og því getur verið erfitt fyrir ökumenn að átta sig á aðstæðum. Slíkur ís á vegum er oft kallaður glerhálka eða glæra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hvetur ökumenn til þess að vera vakandi fyrir hálku og við hvaða aðstæður hún myndast helst. Ökumenn ættu að vera sérstaklega á varðbergi þegar lofthiti er undir 4°C og vegur virðist blautur.“ Hvað varðar notkun öryggisbelta segir í skýrslunni að nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota alltaf öryggisbelti, sama hversu langt er verið að fara. „Ein helsta orsök banaslysa í umferðinni er að öryggisbelti eru ekki notuð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa starfar samkvæmt lögum um rannsókn samgönguslysa. Markmið laganna er að fækka slysum og auka öryggi í samgöngum með því að efla og bæta slysarannsóknir. Rannsókn samkvæmt lögunum skal eingöngu miða að því að leiða í ljós orsakir samgönguslysa og samgönguatvika, en ekki að skipta sök eða ábyrgð, með það að markmiði að draga úr hættu á sams konar slysum og atvikum og afleiðingum sambærilegra slysa.
Umferðaröryggi Grímsnes- og Grafningshreppur Þingvellir Vegagerð Samgönguslys Umferð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Sjá meira