Örlög hjartanna enn óráðin Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 14:01 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í júlí að málið væri komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. Vísir Málefni hjartanna á umferðarljósunum á Akureyri eru enn til skoðunar í innviðaráðuneytinu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan. Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi ráðuneytisins í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í júní síðastliðinn þegar Vegagerðin óskaði eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtun í umferðarljósum, sem einkennt hafi bæinn um árabil, yrðu fjarlægð. Taldi Vegagerðin að hjörtun ógnuðu umferðaröryggi. Ljóst er að mörgum er annt um hjörtun og var málið tekið upp á þingi í júlí þar sem Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, spurði Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra út í hjörtun í tegslum við umræðu um umferðaröryggismál. „Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í sautján ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist skilja að Vegagerðin beri að huga að umferðaröryggi og sagðist hún hafa fullan skilning á því. „En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og til dæmis beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri,“ sagði Ingibjörg og spurði svo hvort ráðherrann myndi leggjast á árarnar með fólki sem vilji halda hjartaumferðarljósunum óbreyttum. Málið til skoðunar Eyjólfur sagðist þá fagna fyrirspurninni og sagði málið vera komið inn á borð í ráðuneytinu og væri þar til skoðunar. „Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn sem nokkrum erfiðleikum. Þá hló þingheimur, líkt og sjá má í spilaranum að neðan.
Akureyri Umferðaröryggi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22 Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Vegagerðin vill hjörtun burt Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. 26. júní 2025 16:22
Will Smith hrifinn af akureyrsku hjartaljósunum Stórleikarinn Will Smith virðist hrifinn af hjartalöguðu umferðarljósunum sem einkenna Akureyri ef marka má myndband sem hann birti á Instagram á mánudaginn. 25. apríl 2024 14:59