Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar 2. október 2025 07:32 Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Vondir vegir geta skapað stórhættulegar aðstæður fyrir vegfarendur, sem eykur líkur á bæði óhöppum og slysum. Blæðandi klæðing getur valdið hálku sem getur hæglega orðið til þess að bílstjórar missi stjórn á bílnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið sama gildir um hætturnar sem fylgja því að keyra í holur, sprungur, ójöfnur eða aðrar skemmdir í vegum. Fjölmörg óhöpp og slys – jafnvel banaslys – hafa verið rakin beint til ástands vegar. Það eru slys sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að minnsta kosti minnka verulega líkurnar á. Ríkisvaldið lofar viðbót Þegar langt var liðið á sumarið var samþykkt þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega. Þetta framlag hefur nýst til verkefna um allt land, að stórum hluta á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem viðhald var brýnast. Þetta viðbótarframlag kom ofan á 10-11 milljarða árlega fjárveitingu til viðhalds er gott og blessað, en þegar heildarviðhaldsþörf vegakerfisins er metin á bilinu 18-20 milljarðar á hverju ári og gefur augaleið að þriggja milljarða viðbótarframlag dugar skammt í stóra samhenginu. Við erum enn langt, langt undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er til að halda vegakerfinu okkar almennilega við og þá heldur vegakerfið okkar áfram að verða heilt á litið verra og verra með hverju árinu sem líður. Einskiptis framlag dugar skammt. Við verðum að auka heildarfjárveitingar til vegagerðar, viðhalds og endurbóta og ráðast í heildstæða enduruppbyggingu vegakerfisins. Ástand vega versnar áfram Áformuð framlög til viðhalds vega næstu 15 árin eru talin verða um 256 milljarðar króna, eða sem nemur á bilinu 13–17 milljörðum á ári skv. samantekt Samtaka iðnaðarins. Hin 250–300 milljarða viðhaldsskuld mun því líklega ekki lækka mikið yfir sama tímabil, þar sem árleg framlög munu að líkindum ekki anna árlegri árvissri viðhaldsþörf. Þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega á þessu ári nýtist vissulega vel, en kemur því miður ekki til með að hafa mikil áhrif á heildarmyndina til lengri tíma litið. Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram, nema gripið verði rækilega í taumana. Vegaspáin gerir því ráð fyrir holum, sprungum, hjólförum og öðrum skemmdum á vegum hringinn í kringum landið á næstu misserum, með örfáum undantekningum. Víðast hvar má búast við hristingi, skrölti, skoppi og öðrum akstursóþægindum. Vonandi vekur Ónýtuvegahandbókin stjórnvöld Til að vekja athygli á þessu og svo vegfarendur geti áttað sig á stöðunni hefur Colas Ísland gefið út Ónýtuvegahandbókina. Hún inniheldur greinargóða og yfirgripsmikla lýsingu á ástandi vegakerfisins, tillögur að úrbótum og vegafréttaspá fyrir landið allt. Handbókinni fylgir ýtarlegt holukort af Íslandi, sem vegfarendur geta notað til að leggja lykkju á leið sína þegar þeir ferðast um landið. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuhófi, fimmtudaginn 2. október kl. 18.30, í verslun Pennans Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Rekstur hins opinbera Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin tæp 20 ár hefur allt of litlu fé verið varið til viðhalds og nýframkvæmda á vegakerfi landsins. Viðhaldsskuldin sem safnast hefur upp frá hruni er metin á 250–300 milljarða króna á núvirði. Hefði eðlilegu viðhaldi og endurbótum verið sinnt eins og vera ber síðustu tvo áratugina væri upphæðin töluvert lægri. Þess í stað hafa vegirnir versnað verulega á sama tíma og útlit er fyrir að erfiðlega geti gengið að snúa þeirri þróun við. Vondir vegir geta skapað stórhættulegar aðstæður fyrir vegfarendur, sem eykur líkur á bæði óhöppum og slysum. Blæðandi klæðing getur valdið hálku sem getur hæglega orðið til þess að bílstjórar missi stjórn á bílnum með ófyrirséðum afleiðingum. Hið sama gildir um hætturnar sem fylgja því að keyra í holur, sprungur, ójöfnur eða aðrar skemmdir í vegum. Fjölmörg óhöpp og slys – jafnvel banaslys – hafa verið rakin beint til ástands vegar. Það eru slys sem hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir, að minnsta kosti minnka verulega líkurnar á. Ríkisvaldið lofar viðbót Þegar langt var liðið á sumarið var samþykkt þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega. Þetta framlag hefur nýst til verkefna um allt land, að stórum hluta á Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem viðhald var brýnast. Þetta viðbótarframlag kom ofan á 10-11 milljarða árlega fjárveitingu til viðhalds er gott og blessað, en þegar heildarviðhaldsþörf vegakerfisins er metin á bilinu 18-20 milljarðar á hverju ári og gefur augaleið að þriggja milljarða viðbótarframlag dugar skammt í stóra samhenginu. Við erum enn langt, langt undir þeirri fjárfestingu sem nauðsynleg er til að halda vegakerfinu okkar almennilega við og þá heldur vegakerfið okkar áfram að verða heilt á litið verra og verra með hverju árinu sem líður. Einskiptis framlag dugar skammt. Við verðum að auka heildarfjárveitingar til vegagerðar, viðhalds og endurbóta og ráðast í heildstæða enduruppbyggingu vegakerfisins. Ástand vega versnar áfram Áformuð framlög til viðhalds vega næstu 15 árin eru talin verða um 256 milljarðar króna, eða sem nemur á bilinu 13–17 milljörðum á ári skv. samantekt Samtaka iðnaðarins. Hin 250–300 milljarða viðhaldsskuld mun því líklega ekki lækka mikið yfir sama tímabil, þar sem árleg framlög munu að líkindum ekki anna árlegri árvissri viðhaldsþörf. Þriggja milljarða viðbótarframlag til viðhalds vega á þessu ári nýtist vissulega vel, en kemur því miður ekki til með að hafa mikil áhrif á heildarmyndina til lengri tíma litið. Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram, nema gripið verði rækilega í taumana. Vegaspáin gerir því ráð fyrir holum, sprungum, hjólförum og öðrum skemmdum á vegum hringinn í kringum landið á næstu misserum, með örfáum undantekningum. Víðast hvar má búast við hristingi, skrölti, skoppi og öðrum akstursóþægindum. Vonandi vekur Ónýtuvegahandbókin stjórnvöld Til að vekja athygli á þessu og svo vegfarendur geti áttað sig á stöðunni hefur Colas Ísland gefið út Ónýtuvegahandbókina. Hún inniheldur greinargóða og yfirgripsmikla lýsingu á ástandi vegakerfisins, tillögur að úrbótum og vegafréttaspá fyrir landið allt. Handbókinni fylgir ýtarlegt holukort af Íslandi, sem vegfarendur geta notað til að leggja lykkju á leið sína þegar þeir ferðast um landið. Útgáfu bókarinnar verður fagnað með útgáfuhófi, fimmtudaginn 2. október kl. 18.30, í verslun Pennans Eymundssonar, Austurstræti 18, Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Colas Ísland.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar