Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Beraði kynfærin í viðurvist ungrar stúlku að loknum ljósatíma

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa berað og handleikið kynfæri sín fyrir utan sólbaðsstofu í Reykjavík hvar ung stúlka var við störf. Þótti hann hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi sem var til þess fallið að særa blygðunarsemi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Höfundur Rauðra þráða ekki heyrt af fleiri ódæðum Kristins E

Rósa Magnúsdóttir sagnfræðingur, sem nýverið sendi frá sér bók um Kristin E. Andrésson og eiginkonu hans Þóru Vigfúsdóttur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frásagnar Guðnýjar Bjarnadóttur læknis af grófu kynferðislegu áreiti Kristins í sinn garð þegar hún var níu ára gömul.

Innlent
Fréttamynd

Á­tján mánaða fangelsi fyrir inn­brot og nauðgun

Karlmaður var í síðustu viku dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa brotist inn á heimili vinkonu sinnarog naágranna og nauðgað henni. Maðurinn var jafnframt dæmdur til greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgð Ríkis­sjón­varpsins gagn­vart þol­endum of­beldis

„Þú segir að þolendur upplifi að þeim sé ekki trúað, ég held að við séum komin það langt að það bara virkar ekki þannig lengur“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkisrekna fjölmiðlinum RÚV í viðtali við Karlmennskuna í kjölfar umdeilds þáttar sem sýndur var í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

Fordæma staðhæfingar Þorbjargar og vilja rannsókn

Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki staðhæfingar Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns, sem sagði á ráðstefnu á Hólum engan vafa leika á því að kerfið réttarkerfið færi í manngreiningarálit eftir þjóðfélagsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Brota­vilji Jóhannesar talinn bæði sterkur og ein­beittur

Landsréttur telur að brotavilji Jóhannes Tryggva Sveinbjörnssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum hafi bæði verið einbeittur og sterkur. Hann hafi framið alvarleg brot gegn konunum, í skjóli trúnaðartrausts sem þær báru til hans.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hárrétt niðurstaða“

Jón Baldvin Hannibalsson var í morgun sýknaður af ákæru fyrir kynferðislega áreitni í garð Carmenar Jóhannsdóttur. Lögmaður Jóns Baldvins segir dóminn vel rökstuddan og að það hafi verið hárrétt niðurstaða að sýkna. Saksóknari segir niðurstöðuna ekki í samræmi við það sem héraðssaksóknari lagði upp með en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað.

Innlent
Fréttamynd

Fórnar­kostnaður um­ræðunnar

Því meira sem ég velti fyrir mér drottningarviðtali Kveiks við leikarann Þóri Sæmundsson því minna skil ég hvernig vandaður fréttaskýringaþáttur gat talið þetta boðlegt efni. Ekki nóg með það að Þórir sýndi fátt, ef nokkuð, sem gefur til kynna að hann sé bættur maður og tilgangur viðtalsins því óljós í besta falli; heldur olli þátturinn raunverulegum skaða einstaklingum – þolendum í okkar samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Umræðan á meðal karlmanna ekki breyst í kjölfar #metoo

„Það hefur ekkert breyst, það var allavega skammvinnt,“ segir Gestur Pálmason um umræðuna hér á landi á meðal karlmanna þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Hann segir að ekki sé búið að finna réttu leiðina til að eiga þetta nauðsynlega samtal.

Lífið
Fréttamynd

Þegar valdakarlar iðrast

„Við þurfum réttlæti, sanngirni og viðurlög við lögbrotum en líka umræðu, fræðslu og leiðir til að leyfa fólki að bæta ráð sitt, sýni það iðrun og eftirsjá.“

Skoðun
Fréttamynd

„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“

Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun

Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun

Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára.

Innlent