Í kvöldfréttum RÚV var rætt við Arnar Grant og málefni hans og Vítalíu Lazarevu. Þau tvö hafa verið kærð af Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Arnar segist ekki hafa hótað mönnunum.
Í viðtalinu á RÚV ræddi hann einnig sögu sem Vítalía sagði í viðtalinu um að Arnar hafi keypt þögn félaga síns um að hann ætti í ástarsambandi við Vítalíu, með því að láta hana veita honum kynferðislegan greiða. Hann segir Vítalíu hafa farið með rangt mál í þættinum.
„Hún sagði ekki rétt frá því, nei,“ sagði Arnar aðspurður hvort hún hafi sagt rétt frá í viðtalinu.
Logi var ekki nafngreindur í viðtalinu en seinna kom í ljós að hann væri umræddur maður. Hann fór í kjölfarið í leyfi frá störfum sínum fyrir útvarpsstöðina K100.