Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Árni Sæberg skrifar 7. júlí 2022 13:50 Samkvæmt Fréttablaðinu hafa þremenningarnir fengið staðfest hjá ríkislögreglustjóra að engin kæra hafi borist á hendur þeim. Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ástæða þess að Vítalía hafi farið svo seint í skýrslutöku hafi einfaldlega verið að illa hafi gengið að finna tíma sem hentaði bæði henni og lögreglunni. Ákveðins misskilnings hafi gætt fyrst þegar hún lagði fram kæru á hendur þremenningunum. Kolbrún segist búast við að rannsókn málsins dragist eitthvað fram á næsta ár og að henni lokinni verði það ákvörðun ákæruvaldsins hvort kæran verði að dómsmáli. Hún muni leggja fram einkaréttarkröfu fyrir hönd Vítalíu fljótlega þótt vinna við hana væri ekki hafin. Krafan muni hljóða upp á sömu fjárhæð og gangi og gerist í kynferðisbrotamálum. Örlagarík bústaðarferð Líkt og frægt er orðið á kæran rætur að rekja til sumarbústaðarferðar sem Vítalía og þremenningarnir fóru í, ásamt Arnari Grant, í desember árið 2020. Vítalía hefur sakað þá Ara, Hreggvið og Þórð um að hafa brotið kynferðislega á henni í ferðinni. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljós fjölmiðla í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur var birt. Þar greindi Vítalía frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún mætti í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Eftir það var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag fór Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía sagði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Á dögunum var samningi Arnars endanlega sagt upp. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kolbrún Garðarsdóttir, réttargæslumaður Vítalíu, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Ástæða þess að Vítalía hafi farið svo seint í skýrslutöku hafi einfaldlega verið að illa hafi gengið að finna tíma sem hentaði bæði henni og lögreglunni. Ákveðins misskilnings hafi gætt fyrst þegar hún lagði fram kæru á hendur þremenningunum. Kolbrún segist búast við að rannsókn málsins dragist eitthvað fram á næsta ár og að henni lokinni verði það ákvörðun ákæruvaldsins hvort kæran verði að dómsmáli. Hún muni leggja fram einkaréttarkröfu fyrir hönd Vítalíu fljótlega þótt vinna við hana væri ekki hafin. Krafan muni hljóða upp á sömu fjárhæð og gangi og gerist í kynferðisbrotamálum. Örlagarík bústaðarferð Líkt og frægt er orðið á kæran rætur að rekja til sumarbústaðarferðar sem Vítalía og þremenningarnir fóru í, ásamt Arnari Grant, í desember árið 2020. Vítalía hefur sakað þá Ara, Hreggvið og Þórð um að hafa brotið kynferðislega á henni í ferðinni. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljós fjölmiðla í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur var birt. Þar greindi Vítalía frá því að hún hefði orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún mætti í til að hitta þáverandi ástmann sinn, Arnar Grant. Eftir það var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Íseyjar útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag fór Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía sagði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Á dögunum var samningi Arnars endanlega sagt upp.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi Lögreglumál MeToo Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent