„Valdakerfin okkar eru enn að bregðast þolendum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 19:39 Lísa Margrét Gunnarsdóttir er einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar sem fram fór í dag. Aðsend Druslugangan var gengin í dag í tíunda sinn eftir tveggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Hundruð voru saman komin við Hallgrímskirkju til að ganga niður að Austurvelli til samstöðufundar. Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“ Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Fólk var með mismunandi ástæður fyrir mætingu sinni í gönguna en allir studdu þó sama málstað. „Þetta er svo þarft málefni og það þarf að vinna bug á þessari menningu sem hefur fengið að þrífast hér á Íslandi öll þessi ár,“ sagði Kristín Steinþórsdóttir, ein þeirra sem tóku þátt í göngunni, aðspurð hvers vegna það væri mikilvægt að mæta í gönguna. „Mig langar að sjá þessa samstöðu og kraftinn hjá fólkinu og vera til staðar og labba með,“ sagði Andrea Rói Sigurbjörns. „Af því að fatlað fólk á líka skilið að mæta á Druslugönguna af því að þau eru þolendur líka,“ sagði Dagmar Hákonardóttir og benti á mikilvæg skilaboð sem hún hafði skrifað á spjald sitt. „Það er ekki of seint að tjá sig, endilega tjáið ykkur.“ „Ég meina, ég hef þurft að kljást við þetta svo lengi og ég er ánægð með að styðja hvað sem er sem berst gegn kvenhatri. Allt þetta rugl og að kenna þolendum um og gera það erfiðara að ná fram réttlæti,“ sagði Eva Lucien Paz um hennar ástæðu fyrir þátttöku í göngunni. Það voru ekki allir gestir Druslugöngunnar sem vissu að hún væri til þegar þeir hófu göngu í dag. „Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri til en þegar ég heyrði af þessu þá fannst mér þetta bara mjög góð hugmynd gott að vera að styðja,“ sagði Daníel Pétursson. „Mér finnst bara svo fáránlegt að þurfa að skammast mín sem kona,“ sagði María Sjöfn Tipton. Áhersla druslugöngunnar í ár er á valdaójafnvægi. „Þó að viss vitundarvakning hafi átt sér stað nú þegar hvað varðar háa tíðni kynferðisofbeldis í samfélaginu þá eru valdakerfin okkar enn að bregðast þolendum og þess vegna þurfum við enn að ganga,“ sagði Lísa Margrét Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda göngunnar í samtali við fréttastofu. Skipuleggjendur hafi viljað skapa vettvang fyrir jaðarsetta til að koma saman og tjá sig. Enn sé langt í land. „Fólk er hikandi við að leggja fram kæru og það er yfirleitt ekki dæmt þolendum í vil og fordómarnir sem eru til staðar hjá valdhöfum eru ástæðan fyrir því að við göngum enn,“ sagði Lísa. Landsbyggðin tekur líka þátt Auk göngunnar í Reykjavík var gengið á Borgarfirði eystra, Húsavík og Sauðárkróki í dag. „Þannig að það er gaman að sjá að landsbyggðin er líka öflug í að taka upp þennan málstað og taka þennan slag.“
Jafnréttismál Reykjavík Druslugangan MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira