Akureyri

Fréttamynd

„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“

Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um myndina hér að ofan, þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann.

Innlent
Fréttamynd

Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri

Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Fréttir
Fréttamynd

Níu milljarða snekkja á Pollinum

Snekkjan Satori dólar nú á Pollinum í Eyjafirði við Akureyri. Snekkjan er í eigu lítt þekkts auðkýfings og hefur verið á ferð við strendur Íslands að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Rigning á Akureyri

Akureyringum hefur ef til vill brugðið í brún þegar þeir litu út um gluggann í dag. Sólargeislunum sem dansað hafa í Eyjafirði nær sleitulaust í mánuð hefur verið skipt út fyrir rigningardropa.

Innlent
Fréttamynd

Telur heimabyggð sína ekki stað fyrir tilraunaverkefni

Íbúi í Grímsey hefur miklar efasemdir um áform Akureyrarbæjar um að setja upp vindmyllur í eynni. Hann óttast að framkvæmdirnar muni raska fuglalífi, en eins og þeir sem heimsótt hafa eyjuna þekkja er hún einn allra fremsti fuglaskoðunarstaðurinn við Íslandsstrendur.

Innlent
Fréttamynd

Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu

Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað.  

Innlent
Fréttamynd

Byggjum undir öflugt í­þrótta­starf

Á hverju ári stendur KA fyrir íþróttamótum fyrir stúlkur jafnt sem drengi. Um liðna helgi lauk N1 mótinu sem er eitt fjölmennasta íþróttamót sem haldið er hér á landi. Ríflega tvö þúsund drengir, hvaðanæva af landinu, kepptu sín á milli í knattspyrnu hvattir áfram af fjölskyldum og vinum.

Skoðun
Fréttamynd

Foreldrar íhuga að leita réttar síns vegna hoppukastalaslyss

Foreldrar barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri síðasta fimmtudag íhuga að leita réttar síns og fara fram á skaðabætur, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sjötíu börn voru í kastalanum þegar hann tókst á loft. Þar af var eitt þeirra flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og sex send til aðhlynningar á sjúkrahús á Akyreyri. Eitt barn slasaðist alvarlega og er haldið sofandi á sjúkrahúsi. 

Innlent
Fréttamynd

Einhverju hafi verið ábótavant við festingar

Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Engir full­orðnir starfs­menn við Skrímslið: „Það greip um sig al­ger ringul­reið“

Foreldri sem varð vitni að því þegar hoppukastali, Skrímslið svokallaða, tókst á loft á Akureyri í dag segir að mikil ringulreið hafi gripið um sig meðal foreldra þegar vindhviða feykti kastalanum á loft. Hann segist hissa á því að enginn fullorðinn starfsmaður hafi verið á staðnum og segir unglingsstráka um 15 ára aldur hafa verið einu starfsmennina á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir streyma norður og metið enn einu sinni bætt

N1-mótið í knattspyrnu hefst á Akureyri í dag en um er að ræða einn fjölmennasta íþróttaviðburð ársins. Mótið stendur til laugardags sem fer fram í 35. skiptið. Lengi vel hét það Esso-mótið en í seinni tíð N1-mótið.

Lífið