Gæti fjölgað á Akureyri um þúsund manns árlega næstu ár? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 6. maí 2022 09:30 Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akureyri Skoðun: Kosningar 2022 Jón Þorvaldur Heiðarsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stutta svarið er: líklega ekki. Það er heldur ekki víst að slíkt sé æskilegt. En veltum þessu aðeins fyrir okkur. Á síðasta ári fjölgaði íbúum á Akureyri um meira en 400. Mikil eftirspurn er nú eftir húsnæði og lítið til sölu. Þarna úti virðast vera margir sem vilja eiga heima á Akureyri. Til viðbótar þessu ástandi munum við vonandi fá upprisu ferðaþjónustunnar á þessu ári. Beint utanlandsflug er að fara af stað og stór baðstaður að opna. Það mun verða líf í tuskunum. En hvað þýðir þetta? Myndi íbúum hér fjölga um hátt í þúsund á árinu ef nægt væri húsnæðið? Þetta krefst þess af okkur að hugsa framhaldið. Hvert á Akureyri að fara? Hvernig viljum við að Akureyri þróist? Hvort sem okkur líkar betur eða verr er Akureyri að breytast í smáborg. Og við þurfum að taka á móti þessari vaxandi borg, bjóða hana velkomna og leiða hana áfram. Í þeim efnum eru verkefnin næg. Til þess að ferðaþjónustan geti blómstrað þurfum við uppbyggingu. Við þurfum fleiri hótel. Best er að slík starfsemi sé í miðbænum eða því sem næst og styðji þannig við aðra miðbæjarstarfsemi. Lengi hefur staðið til að rífa Sjallann og byggja þar hótel en því miður lítið gerst þrátt fyrir hundrað lokaböll. Fleiri staðir koma til greina. Einnig má spyrja hvort hinni glæsilegu eign Akureyrarbæjar, Rósenborg, mætti breyta í hótel. Ef við ætlum að bjóða smáborgina velkomna þurfum við að byggja fleiri íbúðir en áður, 300 til 350 á ári er gott markmið. Enginn skortur er á aðilum sem vilja byggja enda húnæðisverð hátt. Við sem samfélag, með okkar kjörnu fulltrúum, þurfum hins vegar að leiða uppbygginguna. Skaffa rými fyrir aukna byggð, úthluta lóðum, sem og að stjórna því hvernig hverfi eru hönnuð, hvers konar byggingar rísa og síðast en ekki síst að smáborgin sé í heild mannvænt umhverfi. Við héldum að Hagahverfi dygði lengur til lóðaúthlutana og uggðum ekki að okkur. Fljótlega varð ljóst að fara yrði í átak til að fjölga lóðum. Nú er stutt í að Móahverfi verði opnað og er þar gert ráð fyrir um 1000 íbúðum. Jafnframt er stutt í frekari byggingu Holtahverfis þar sem um 300 íbúðir verða reistar. Með þessum svæðum sem og þéttingarverkefnum (sem alltaf ganga hægar) er líklegt að nægar lóðir verði í boði næstu fimm árin. En hvað svo? Á næsta kjörtímabili þarf að huga að næstu skrefum. Áfram þarf að þétta bæinn þar sem það er heppilegt en einnig huga að nýjum hverfum. Það er þekkt um allan heim að hverfi umbreytast. Hverfi sem hafa verið lágt skrifuð iðnaðarhverfi hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og jafnvel breyst í eftirsótt og dýr hverfi. Á Akureyri er eitt hverfi sem sérstaklega þarf á slíkri umbreytingu að halda. Það er Oddeyrin. Oddeyrin er á besta staðnum, upp við miðbæinn, á mesta flatlendinu og með mikla sögu og falleg hús. Þetta hverfi ætti að vera það dýrasta á Akureyri. Mesta borgarhverfi Akureyrar. Við þurfum að ýta þessari umbreytingu af stað því ef hún fer af stað mun hún halda sjálfkrafa áfram. Hægt er að byggja ný hús á Eyrinni en þar þarf að vanda til verka hvað útlit varðar. Helst þyrftu ný hús að vera í klassískum stíl til að halda sérstöku yfirbragði hverfisins. Einbýlishús á einni hæð er versta landnýtingin í þéttbýli. Mörg slík eru á Eyrinni og varðveita þarf þar vissar götumyndir þeirra en líklega má byggja stærri hús í stað þeirra í einhverjum tilvikum. Miðbærinn mun skipta hvað mestu hvernig smáborgin Akureyri þróast. Með fallegum og mannvænum miðbæ mun Akureyri draga enn fastar til sín fólk og fyrirtæki. Miðbærinn þarf að vera staður þar sem fólk fær löngun til að hinkra, setjast niður og njóta umhverfisins og fallegra húsa. Við getum búið til þennan miðbæ með hjálp réttra fagaðila. Nýting Akureyrarvallar ætti að auka svigrúmið enn frekar í þessum efnum. Miðbærinn er okkar stærsta tækifæri sem því miður er auðvelt að klúðra. Með uppbyggingu í miðbænum verður varla komist hjá því að byggja bílastæðahús eitt eða fleiri. Hvar þau eiga að vera er eitt af verkefnunum sem þarf að ræða. Heppilegast er ef hægt er að setja bílastæðahús þar sem pláss er ekki tekið frá byggingum, t.d. undir núverandi umhverfi. Í vaxandi bæ eru skipulagsmálin mikilvægari en ella. Þau verða fyrirferðarmikil á næsta kjörtímabili. Í þeim verðum við að tryggja skilvirka vinnu en missa ekki sjónar af aðalatriðunum. Fólk vill búa í fallegum bæjum og borgum frekar en ljótum. Við viljum öll fallega Akureyri. Falleg Akureyri mun auka velferð okkar, bæði andlega og efnahagslega. Höfundur skipar 8. sæti L-listans á Akureyri.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar