Grímsnes- og Grafningshreppur

Fréttamynd

Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag

Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og tveir kafarar taka þátt

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Innlent
Fréttamynd

Búið að finna öll fjögur líkin

Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flug­vélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leita í kappi við tímann með kaf­báti og drónum

Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flug­vélinni sem fannst í Þing­valla­vatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er sér­að­gerða­sveit Land­helgis­gæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kaf­báti. Ofsa­veður skellur á við svæðið í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun

Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ná í fyrsta lagi í vélina seint í næstu viku

Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Veður­skil­yrði slæm og flug­vélin verður ekki sótt í dag

Flug­vélin sem fannst á botni Þing­valla­vatns í gær­kvöldi verður ekki sótt í dag. Gríðar­lega flókið verk­efni bíður við­bragðs­aðila; vélin er á 50 metra dýpi á svæði sem er hættu­legt fyrir kafara að komast að og veður­skil­yrði slæm næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni

Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Innlent
Fréttamynd

Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes

Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur.

Innlent
Fréttamynd

„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitt­hvað“

Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst.

Innlent
Fréttamynd

Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Leit frestað til tíu í fyrramálið

Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn.

Innlent
Fréttamynd

Hætta við frekari lokanir á heitu vatni

Veitur hafa hætt við að ráðast í frekari lokanir fyrir heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu. Vel hefur gengið að koma framleiðslu á heitu vatni í gang en bilun kom upp í Nesjavallavirkjun fyrr í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Vilja hjúkrunarheimili í uppsveitir Árnessýslu

Sveitarfélögin í Uppsveitum Árnessýslu hafa óskað eftir viðræðum við heilbrigðisráðuneytið um að það verði byggt hjúkrunarheimili á svæðinu. Fimmtán prósent íbúa sveitarfélaganna eru 65 ára eða eldri.

Innlent