Sundverð heimamanna gæti hækkað á mörgum stöðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 12:44 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp hefur ákveðið að hækka verð til heimamanna. Grímsnes- og Grafningshreppur Skagafjörður, Múlaþing og Fjallabyggð eru meðal þeirra sveitarfélaga sem eru nú með gjaldskrá sína fyrir sundlaugar í skoðun. Gjaldskrá Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið breytt og verðið til íbúa hækkað. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún. Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún.
Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira