Sundverð heimamanna gæti hækkað á mörgum stöðum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2023 12:44 Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp hefur ákveðið að hækka verð til heimamanna. Grímsnes- og Grafningshreppur Skagafjörður, Múlaþing og Fjallabyggð eru meðal þeirra sveitarfélaga sem eru nú með gjaldskrá sína fyrir sundlaugar í skoðun. Gjaldskrá Grímsnes- og Grafningshrepps hefur verið breytt og verðið til íbúa hækkað. Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún. Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur ákveðið að hækka verð í sund og þreksal fyrir íbúa sveitarfélagsins til jafns við verðið fyrir aðra. Sveitarfélagið var eitt af fjölmörgum sveitarfélögum landsins sem hafa mismunandi verð fyrir íbúa sveitarfélagsins og aðra. Íbúar á aldrinum 18 til 66 ára munu þurfa að greiða 37 þúsund krónur fyrir árskort en ekki 15 þúsund krónur eins og áður. Börn á aldrinum 10 til 17 ára munu þurfa að borga 19 þúsund krónur í stað 6 þúsunda. Auk þess verður íbúum ekki leyft að leigja íþróttasalinn fyrir barnaafmæli á 6.500 krónur. Ákvörðunin kemur eftir úrskurð Innviðaráðuneytisins í máli Björgvins Njáls Ingólfssonar. Björgvin á sumarbústað í sveitarfélaginu en þurfti að greiða þrefalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðinni Borg en þeir sem voru með lögheimili þar. Ekki var fallist á röksemdir hreppsins um að mismunurinn væri til að hvetja íbúa til almennrar hreyfingar og að sveitarfélagið ætti að hafa rýmri svigrúm til ákvörðunar gjaldskrár í ljósi þess að um ólögbundið verkefni væri að ræða. Úrskurðað var að búsetumismunun væri ekki í samræmi við jafnræðis eða meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Búsetumismunun algeng Búsetumismunun er algeng í sundlaugum á landsbyggðinni. Einkum þegar kemur að börnum, eldri borgurum og öryrkjum. Meðal annars í Vestmannaeyjum, Rangárþingi ytra, Hornafirði, Múlaþingi, Skagafirði og Strandabyggð. Í tilfelli Strandabyggðar ákvað sveitarstjórn að bjóða öllum íbúum sem tilheyra þessum hópum frítt í sund í ár. „Við höfum rætt þetta og það er alveg ljóst að við þurfum að fara yfir gjaldskránna með þennan úrskurð að leiðarljósi,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar. „En það hefur engin ákvörðun verið tekin enn þá.“ Í Skagafirði eru fjórar sundlaugar á vegum sveitarfélagsins. Öll börn sveitarfélagsins fá frítt í sund en önnur börn á aldrinum 6 til 18 ára þurfa að greiða 350 krónur fyrir miðann. Jónína Brynjólfsdóttir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónina Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings þar sem einnig eru fjórar sundlaugar, segir að málið hafi ekki verið tekið fyrir hjá fjölskylduráði. „Þessi úrskurður kom um svipað leyti og fjölskylduráð fór í frí. Þetta verður væntanlega tekið fyrir um leið og það kemur saman aftur í ágúst,“ segir hún. Múlaþing býður upp á frítt í sund fyrir eldri borgara, öryrkja og börn upp að 16 ára aldri búsett í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er með frítt í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri, segir að málið sé í skoðun. „Ég bað lögfræðing okkar að skoða úrskurðinn samdægurs,“ segir hún.
Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Skagafjörður Fjallabyggð Sund Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira