Er búsetufrelsisfólk annars flokks? Guðrún Njálsdóttir skrifar 4. júní 2023 12:00 Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Búsetufrelsi er jákvætt hugtak. Að breyta um lífsstíl getur reynst mörgum erfitt en flestum gæfa. Sú ákvörðun okkar hjóna að breyta til við starfslok, láta drauminn rætast og flytja í frístundahúsið okkar var mikið gæfuspor. Við gerðum það þrátt fyrir að vita að við gætum aðeins skráð aðsetur okkar hjá Þjóðskrá undir formerkinu „ótilgreint“, gerðum við það með glöðu geði. Það fullkomlega löglegt að skrá sig á þennan hátt og væntanlega er fólk skráð „ótilgreint“ í flestum sveitarfélögum landsins. Fljótlega kom þó í ljós að skilningur margra á þessari skráningu er annar en við héldum. Víða ber á þekkingarleysi og tortryggni í okkar garð t.d. hjá stofnunum, fyrirtækjum og meðal almennings. Það væri hægt að nefna mörg sérkennileg dæmi um skerta þjónustu og svör sem við höfum upplifað, dæmi sem þarf að kynna, skrifa um og berjast fyrir nauðsynlegum og sanngjörnum breytingum. Við töldum að með samvinnu við sveitarstjórn væri hægt að bæta úr mörgum þeim atriðum sem gerir fólki í sömu stöðu erfitt fyrir. Við stofnuðum því samtök hér í Grímsnesi og Grafningshreppi sem við köllum Búsetufrelsi. Samtökin hafa það markmið að berjast fyrir fjölbreyttum hagsmunamálum hópsins. Það er stór hópur hér í sveitinni sem býr á þennan hátt og hefur gert í áraraðir. Fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar fengum við frambjóðendur beggja lista á fund með okkur og óskuðum eftir samráði. Báðir listar lýstu þá yfir vilja til samráðs, en eftir kosningar hafnaði þó núverandi meirihluti allri samvinnu á grundvelli ólögmætis þessara íbúa. Hvenær varð það ólöglegt að tala saman enda ekkert ólöglegt við skráningu okkar hjá Þjóðskrá? Nýlega ritaði oddviti sveitarstjórnar í Grímsnesi- og Grafningshreppi grein og lýsti vandvæðum sem hlytust af þessum hópi „ótilgreint“ því allar upplýsingar vantaði um okkur. Búsetufrelsi brást snarlega við og buðum fram þessar upplýsingar, fullkomna skráningu og yfirlit yfir alla íbúa í hreppnum sem eru skráðir ótilgreindir. Sveitarstjórn hafnaði þó upplýsingunum sem er sérkennilegt í ljósi orða oddvitans í fyrrgreindri blaðagrein. Því er staðan þannig að sveitarstjórn hefur ekki mikilvægar upplýsingar um raunverulegt aðsetur okkar, nauðsynlegar upplýsingar sem varða öryggi íbúa t.d. ef upp kemur náttúruvá. Að hafna samtali er líka einkennilegt því einhverjar skyldur hefur sveitarstjórn gagnvart kjósendum sínum og íbúum sveitarfélagsins. Við erum jú íbúar þessa hrepps og greiðum hér okkar fasteignagjöld og útsvar. Stundum spyrjum við hjónin okkur hvort við séum orðin annars flokks fólk, þrátt fyrir að hafa alla tíð greitt skatta og skyldur til þjóðfélagsins. Í raun hafa sveitarstjórnir ýmis ráð ef vilji er fyrir hendi og lausnamiðuð hugsun með í för. Ráðamenn eru ekki í takt við raunveruleikann ef þeir halda að búsetufrelsi sé ekki komið til með að vera. Það er alveg útilokað að snúa þessari þróun við, allra síst á okkar tímum þegar æ fleiri vilja búa í nánum tengslum við náttúruna, fjarvinna færist í aukana og vinna án staðsetningar dagurinn í dag. Höfundur er búsetufrelsiskona og íbúi í Grímsnesi- og Grafningshreppi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun