Allt fullt af fólki í sumarbústöðum yfir páskana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. apríl 2023 13:05 Fjöldi fólks dvelur í sumarbústöðum í Uppsveitum Árnessýslu yfir páskana. Aðsend Allir sumarbústaðir, sem skipta þúsundum í Uppsveitum Árnessýslu eru fullir af fólki nú um páskahelgina. Sundlaugarnar eru vinsælasti afþreyingastaður fólksins í fríinu sínu. Það hefur verið mikil umferð í Uppsveitum Árnessýslu það sem af er páskum, enda fullt af fólki alls staðar, bæði Íslendingar, sem eru að njóta páskafrísins og erlendir ferðamenn eru áberandi á vegunum og á fjölmennum ferðamannastöðum eins og á Gullfossi og Geysi. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna segir að allt hafa gengið ljómandi vel það sem af er páskum og fólk njóti þess greinilega að vera í fríi með sínu fólki. „Heyrðu, það er bara ljómandi góð stemming, mikið af fólki á ferðinni og allt opið, öll þjónusta og allt slíkt, þannig að það er bara fínt. Páskarnir eru nú yfirleitt góður tími í Uppsveitunum. Fólk notar bústaðina mikið og fjölskyldurnar eru á ferðinni að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Ásborg. Hvað eru svona vinsælustu staðirnir? „Eru ekki alltaf sundlaugarnar aðalatriðið, ég held að það sé nú það, sem flestir gera þegar þeir fara eitthvað að ferðast og svo eru gönguferðir vinsælar og svo er fólk bara að njóta og vera saman og hafa gaman.“ Ásborg segir að nú sé búið að opna dýragarðinn í Slakka í Laugarási eftir veturinn, það sé alltaf mjög vinsæll staður og þá séu veitingastaðirnir í uppsveitunum alltaf mjög vinsælir hjá Íslendingum og útlendingum. En það er ekki bara íslenskir ferðamenn á ferðinni í Uppsveitum Árnessýslu um páskana. „Það er bara töluvert mikið af erlendum ferðamönnum líka á kreiki, þeir eru bæði í rútum og í bílaleigubílum, þannig að þeir eru á þessum helstu ferðamannastöðum og eru að njóta náttúrunnar. Það er gríðarlega mikið af þeim á ferðinni,“ segir Ásborg að lokum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, sem er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að heimsækja hennar svæði yfir páskana.Aðsend Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Páskar Sundlaugar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Það hefur verið mikil umferð í Uppsveitum Árnessýslu það sem af er páskum, enda fullt af fólki alls staðar, bæði Íslendingar, sem eru að njóta páskafrísins og erlendir ferðamenn eru áberandi á vegunum og á fjölmennum ferðamannastöðum eins og á Gullfossi og Geysi. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveitanna segir að allt hafa gengið ljómandi vel það sem af er páskum og fólk njóti þess greinilega að vera í fríi með sínu fólki. „Heyrðu, það er bara ljómandi góð stemming, mikið af fólki á ferðinni og allt opið, öll þjónusta og allt slíkt, þannig að það er bara fínt. Páskarnir eru nú yfirleitt góður tími í Uppsveitunum. Fólk notar bústaðina mikið og fjölskyldurnar eru á ferðinni að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Ásborg. Hvað eru svona vinsælustu staðirnir? „Eru ekki alltaf sundlaugarnar aðalatriðið, ég held að það sé nú það, sem flestir gera þegar þeir fara eitthvað að ferðast og svo eru gönguferðir vinsælar og svo er fólk bara að njóta og vera saman og hafa gaman.“ Ásborg segir að nú sé búið að opna dýragarðinn í Slakka í Laugarási eftir veturinn, það sé alltaf mjög vinsæll staður og þá séu veitingastaðirnir í uppsveitunum alltaf mjög vinsælir hjá Íslendingum og útlendingum. En það er ekki bara íslenskir ferðamenn á ferðinni í Uppsveitum Árnessýslu um páskana. „Það er bara töluvert mikið af erlendum ferðamönnum líka á kreiki, þeir eru bæði í rútum og í bílaleigubílum, þannig að þeir eru á þessum helstu ferðamannastöðum og eru að njóta náttúrunnar. Það er gríðarlega mikið af þeim á ferðinni,“ segir Ásborg að lokum. Ásborg Arnþórsdóttir, ferðamálafulltrúi Uppsveita Árnessýslu, sem er mjög ánægð með hvað fólk er duglegt að heimsækja hennar svæði yfir páskana.Aðsend
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Páskar Sundlaugar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira