Sigga bar óvænt tveimur lömbum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2023 20:01 Það hefur heldur betur birt yfir í fjárhúsinu á bænum Miðengi í Grímsnesi því þar voru fyrstu vorboðar ársins að koma í heiminn, lambadrottning og lambakóngur. Óljóst er hver pabbi lambanna er, en forystuhrútur á bænum liggur sterklega undir grun. Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira