Reykjavík

Fréttamynd

Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu

Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár.

Innlent
Fréttamynd

Vagn­stjórinn verður á sjúkra­húsi næstu daga

Vagnstjóri strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekku í gær, liggur enn inni á spítala eftir óhappið. Að sögn upplýsingafulltrúa Strætó slapp maðurinn, sem er á sextugsaldri, mjög vel í árekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Vagn­stjórinn ekki talinn í lífs­hættu

Ökumaður strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekkunni í morgun, er ekki talinn í lífshættu. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, gengst nú undir rannsóknir á Landspítala en að sögn upplýsingafulltrúa Strætó gat hann staðið í fæturna á vettvangi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Menntastefnumót: „Látum draumana rætast“

Menntastefnumót er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ frá ársbyrjun 2019.

Innlent
Fréttamynd

Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir koma saman á raf­rænu Mennta­stefnu­móti

Búist er við að vel á sjötta þúsund kennara, frístundafræðinga og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar muni hittast á svokölluðu Menntastefnumóti á morgun. Þar munu þau kynna sér nýjustu fræðastauma og nýbreytni í námi og kennslu.

Innlent
Fréttamynd

Losa skólp út í sjó við Elliðavog og Arnarvog

Óhreinsuðu skólpi verður veitt út í Elliðavog og Arnarvog á meðan dælustöð Veitna við Gelgjutanga er óstarfhæf á morgun. Rafmagn verður tekið af skólpdælustöðinni vegna vinnu við rafdreifikerfi í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan leitar bif­hjóla­níðings

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar bifhjólaökumanns sem ók á konu á reiðhjóli í Elliðaárdal á fjórða tímanum í gær. Konan var að hjóla á göngustíg norðan Stekkjarbakka beint fyrir neðan Skálará þegar bifhjólamaðurinn ók á hana.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir að slást hvor við annan

Tveir karlmenn voru fyrir landsrétti í dag dæmdir til fangelsisvistar fyrir að hafa ráðist hvor á annan. Sá fyrri hafði slegið hinn með hafnaboltakylfu í höfuðið. Hinn maðurinn hafði lagt tvisvar til hins fyrra með hníf. Landsréttur féllst ekki á vörn mannanna tveggja að um neyðarvörn hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Björns ætlar að opna veitinga­stað og skemmti­­stað á Hótel Borg

„Ég hef haft mjög gaman af þessu og þetta hefur verið ótrúlega gott tækifæri að geta komið fram í þessu ástandi þar sem það hafa verið fá tækifæri til þess,“ segir tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson um þær beinu útsendingar sem hann hefur komið að síðastliðið árið á laugardagskvöldum í Sjónvarpi Símans.

Lífið
Fréttamynd

Enginn skilinn eftir

Undanfarið ár hefur Borgarstjórn verið samtaka í því að huga þurfi að áhrifum Covid 19 á geðheilbrigði og vellíðan borgarbúa. Við settum af stað Borgarvaktina þar sem við fylgjumst með stöðu mála, mánuð frá mánuð, og höfum tekið til umfjöllunar inn í Velferðarráði niðurstöður kannana landlæknis og rannsóknar og greininga, á áhrifum á andlega líðan íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Ók á hjólreiðamann og fór af vettvangi

Ökumaður bifhjóls ók í dag á hjólreiðamann á göngustíg í Breiðholti í dag. Ökumaður bifhjólsins fór af vettvangi án þess að kanna ástanda hjólreiðamannsins, en sá var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

Innlent
Fréttamynd

Ólympíufari dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að slá dyra­vörð

Þormóður Jónsson var í lok síðasta mánaðar dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás aðfaranótt Þorláksmessu árið 2018. Þormóður, sem er þrefaldur Ólympíufari og var fánaberi Íslands á leikunum í Ríó 2016, sló dyravörð með krepptum hnefa eftir að hafa rifist við eiganda Lebowski bar sem honum hafði verið vísað út af.

Innlent
Fréttamynd

Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll

Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Söguleg ákæra vegna skorts á brunavörnum á Smiðshöfða

Ákæra héraðssaksóknara gegn eiganda starfsmannaleigu um hættubrot og brot á lögum um brunavarnir er sú talin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi að sögn saksóknara. Maðurinn er ákærður fyrir að stofna á ófyrirleitinn hátt heilsu og lífi á þriðja tug starfsmanna í hættu. Aðalmeðferð fer fram í næstu viku og er málið fordæmisgefandi.

Innlent
Fréttamynd

Leikskóla á Hagatorg

Reykjavíkurborg hefur augastað á Hagatorgi í Vesturbæ sem ákjósanlegri staðsetningu fyrir nýjan færanlegan leikskóla. Þar er lagt til að koma fyrir leikskóla fyrir um 60 börn.

Innlent