Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2022 21:15 Ingvar Garðarsson, íbúi í Laugardal til margra ára, vill losna við gamla húsið sem er gjörónýtt. Vísir/Arnar Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. Á Langholtsvegi í hjarta Laugardalsins stendur Sunnutorg sem er eitt helsta kennileiti hverfisins en þar var í áratugi starfrækt sjoppa. Árið 2017 auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum um hvað skyldi taka við í húsinu en fimm árum síðar bólar ekki á neinu og húsnæðið heldur áfram að grotna niður. Sigvaldur Thordarson arkitekt teiknaði húsið árið 1958 og var það byggt ári síðar en það var upphaflega hannað sem biðskýli og söluturn. Eftir hugmyndasöfnun árið 2017 stóð til að þar myndi rísa veitinga- og kaffihús. Sjoppa var um árabil starfrækt í Sunnutorgi en húsið hefur staðið autt í lengri tíma.Vísir/Arnar Það gekk þó ekki eftir þar sem húsið var verr farið en upprunalega var talið. Reykjavíkurborg ákvað að efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina 2019 en ári síðar skall heimsfaraldur á og því var verkefnið sett á bið. Mikil umræða hefur skapast í gegnum tíðina meðal íbúa um húsnæðið en einn íbúi lagði fram tillögu til Reykjavíkurborgar á dögunum um að rífa húsið, enda hafi það staðið autt um árabil og væri gjörónýtt. Allt húsið er við það að grotna niður.Vísir/Arnar „Það er alveg ljóst að mikill meirihluti íbúa vill húsið í burtu sem slíkt. Það eru allir sammála um að nýta Sunnutorgið og jafnvel byggja eitthvað sambærilegt hérna, og ég er svo sem alveg sammála því. Við viljum bara að alla vega fyrsta skrefið sé tekið,“ segir Ingvar Garðarsson sem hefur lengi búið í hverfinu. Þó nokkrir tóku undir tillögu Ingvars og færðu þau rök að húsið væri ekki aðeins subbulegt, heldur beinlínis hættulegt og það væri óskiljanlegt að það stæði enn. Aðrir vísuðu til þess að húsið væri friðað og því væri ekki hægt að rífa það. Frekar þyrfti að gera það upp. Íbúar voru ekki allir sammála um að rífa ætti húsið.Grafík/Kristján „Þar liggur bara vandamálið. Þú ert með þá einhverja friðunarsinna sem að þykir vænt um húsið, og já, þetta er svo sem allt í lagi hús ef það væri í lagi, en síðan ertu með svona venjulegt fólk eins og hér sem vill bara losna við húsið út af því að þetta er lýti á hverfinu,“ segir Ingvar. Í vikunni var skilti sem hefur staðið fyrir framan Sunnutorg í nokkur ár, um að þar myndi opna veitingastaður, fjarlægt. Í nokkur ár var skilti fyrir framan húsið þar sem fram kom að þar myndi opna veitingastaður. Það var fjarlægt í vikunni.Vísir/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur enn til að leigja húsið út til veitingareksturs en verkefnið er í biðstöðu. Ætla má að framkvæmdir muni jafnvel taka nokkur ár og kostnaður hlaupa á tugum milljóna. „Ef menn finna einhver not fyrir þetta, þá er það bara allt í lagi mín vegna en mér finnst það óttaleg sóun að fara að eiga að byggja hérna fyrir kannski hundrað eða tvö hundruð milljónir til að gera upp svona kofa. Mér finnst það bara galið,“ segir Ingvar. Hvernig sérðu fyrir þér að framtíð þessa svæðis verði á næstu vikum, mánuðum og árum? „Svona,“ segir Ingvar og hlær meðan hann bendir fyrir aftan sig. „Það er bara algjört aðgerðarleysi hjá borginni.“ Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Húsavernd Tengdar fréttir Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum. 4. september 2019 10:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Á Langholtsvegi í hjarta Laugardalsins stendur Sunnutorg sem er eitt helsta kennileiti hverfisins en þar var í áratugi starfrækt sjoppa. Árið 2017 auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum um hvað skyldi taka við í húsinu en fimm árum síðar bólar ekki á neinu og húsnæðið heldur áfram að grotna niður. Sigvaldur Thordarson arkitekt teiknaði húsið árið 1958 og var það byggt ári síðar en það var upphaflega hannað sem biðskýli og söluturn. Eftir hugmyndasöfnun árið 2017 stóð til að þar myndi rísa veitinga- og kaffihús. Sjoppa var um árabil starfrækt í Sunnutorgi en húsið hefur staðið autt í lengri tíma.Vísir/Arnar Það gekk þó ekki eftir þar sem húsið var verr farið en upprunalega var talið. Reykjavíkurborg ákvað að efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina 2019 en ári síðar skall heimsfaraldur á og því var verkefnið sett á bið. Mikil umræða hefur skapast í gegnum tíðina meðal íbúa um húsnæðið en einn íbúi lagði fram tillögu til Reykjavíkurborgar á dögunum um að rífa húsið, enda hafi það staðið autt um árabil og væri gjörónýtt. Allt húsið er við það að grotna niður.Vísir/Arnar „Það er alveg ljóst að mikill meirihluti íbúa vill húsið í burtu sem slíkt. Það eru allir sammála um að nýta Sunnutorgið og jafnvel byggja eitthvað sambærilegt hérna, og ég er svo sem alveg sammála því. Við viljum bara að alla vega fyrsta skrefið sé tekið,“ segir Ingvar Garðarsson sem hefur lengi búið í hverfinu. Þó nokkrir tóku undir tillögu Ingvars og færðu þau rök að húsið væri ekki aðeins subbulegt, heldur beinlínis hættulegt og það væri óskiljanlegt að það stæði enn. Aðrir vísuðu til þess að húsið væri friðað og því væri ekki hægt að rífa það. Frekar þyrfti að gera það upp. Íbúar voru ekki allir sammála um að rífa ætti húsið.Grafík/Kristján „Þar liggur bara vandamálið. Þú ert með þá einhverja friðunarsinna sem að þykir vænt um húsið, og já, þetta er svo sem allt í lagi hús ef það væri í lagi, en síðan ertu með svona venjulegt fólk eins og hér sem vill bara losna við húsið út af því að þetta er lýti á hverfinu,“ segir Ingvar. Í vikunni var skilti sem hefur staðið fyrir framan Sunnutorg í nokkur ár, um að þar myndi opna veitingastaður, fjarlægt. Í nokkur ár var skilti fyrir framan húsið þar sem fram kom að þar myndi opna veitingastaður. Það var fjarlægt í vikunni.Vísir/Vilhelm Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur enn til að leigja húsið út til veitingareksturs en verkefnið er í biðstöðu. Ætla má að framkvæmdir muni jafnvel taka nokkur ár og kostnaður hlaupa á tugum milljóna. „Ef menn finna einhver not fyrir þetta, þá er það bara allt í lagi mín vegna en mér finnst það óttaleg sóun að fara að eiga að byggja hérna fyrir kannski hundrað eða tvö hundruð milljónir til að gera upp svona kofa. Mér finnst það bara galið,“ segir Ingvar. Hvernig sérðu fyrir þér að framtíð þessa svæðis verði á næstu vikum, mánuðum og árum? „Svona,“ segir Ingvar og hlær meðan hann bendir fyrir aftan sig. „Það er bara algjört aðgerðarleysi hjá borginni.“
Skipulag Reykjavík Veitingastaðir Húsavernd Tengdar fréttir Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum. 4. september 2019 10:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50
Framhaldslíf hins sögufræga Sunnutorgs í uppnámi Borgarráð veitti á fundi sínum í síðustu viku heimild til að segja upp leigusamningi við núverandi leigutaka og efna aftur til hugmyndasamkeppni um lóðina, með nýjum skilmálum. 4. september 2019 10:30