Innlent

Skipverjinn féll útbyrðis og drukknaði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Báturinn strandaði við Engey í janúar síðastliðnum.
Báturinn strandaði við Engey í janúar síðastliðnum. Vísir/Vilhelm

Skipverji sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík féll frá borði báts síns og drukknaði. Umfangsmikil leit hófst að honum eftir að bátur hanns fannst mannlaus, strandaður við Engey.

Lík skipverjans fannst við Sólfarið þann 26. janúar síðastliðinn. Nokkrum klukkutímum áður hafði orðið vart við strandaðan bát við Engey, sem reyndist mannlaus.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur nú lokið rannsókn á málinu. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að bátinum hafi verið siglt frá bryggju í Reykjavíkurhöfn síðla kvölds 25. janúar.

Við rannsókn málsins kom fram að skipverjinn hafi ekki tilkynnt brottför til Vaktstöðvar siglinga, auk þess sem að ekki var kveikt á sjálfvirka staðsetningarbúnaðinum.

Umfangsmikil leit hófst eftir að báturinn fannst.Vísir/Vilhelm

Þá kom einnig fram hældrif bátsins hafi verið brotið undan bátnum og lá það undir honum stjórnborðsmegin á strandstað. Skrúfublöðin voru brotin af skrúfuhausnum og landtengikapal bátsins vafinn um skrúfuna.

Við krufningu kom í ljós að dánarorsök skipverjans hafi verið drukknun. Þá leiddi krufningin einnig í ljós að hann var undir áhrifum.


Tengdar fréttir

Líkfundur við Sólfarið

Karlmaður fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík um hálftvöleytið í dag. Umfangsmikil leit hafði þá staðið yfir eftir að mannlaus bátur fannst í fjörunni í Engey á ellefta tímanum í morgun.

Rannsaka tildrög þess að skipverjinn féll útbyrðis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík í dag hafi verið um borð í bátnum sem fannst í fjörunni í Engey nokkru áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×