Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2022 13:05 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem spurði “Af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli” ? Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn. Fjörugur umræður sköpuðust í pallborði á Degi landbúnaðarins, sem haldin var á föstudaginn þar sem nokkrir spekingar sátu fyrir svörum og vörpuðu boltanum til hvors annars í umræðum um stöðu íslensks landbúnaðar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtanna var til dæmis spurður hvaða hindranirnar væru fyrir íslenska landbúnaðinn til þess að hann geti hlaupið hraðar og ná markmiðum sínum? Gunnar sagði að skipulagslög landsins væru orðin mjög íþyngjandi og sagði svo: “Ég held að það sé 600 metra radíus lands, sem þarf að vera til þess að reisa kjúklingabú eða svínabú. Nú erum menn að berjast hér upp á Kjalarnesi að halda áfram starfsemi en nú eru bara allir uppfullir af því að það má alls ekki vera skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Ég segi bara, sveitarsamfélag eins og Ísland, af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli? Í alvöru, ég held að við séum búin að týna okkur í einhverju gullhúðuðu regluverki dauðans, sem engin getur uppfyllt því miður,” sagði Gunnar. Þeir sem tóku þátt í pallborðinu á Degi íslensks landbúnaðarMagnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra var einn af þeim, sem sat í pallborðinu. Hann var duglegur að hrósa íslenskum bændum. “Mér finnst allt vera að vinna með íslenskum landbúnaði en mér finnst við ekki vera að nýta tækifærin. Við búum svo vel Íslendingar að við vitum hvaðan maturinn kemur. Við getum farið út í búð og séð það, erum við að gera eitthvað með þetta?,” spurði Guðlaugur Þór og hélt áfram. “Hver fékk þá hugmynd að það ætti að keppa í verðum á milli kjúklinga og sauðfés, þ.e. lambakjöt. Hver fékk þá hugmynd?.” Að lokum sagði Guðlaugur Þór þetta við bændur á Degi landbúnaðarins: “Mín skilaboð eru bara einföld og ég hef bara mikla ástríðu fyrir því. Gleymið því ekki að þið eruð rosalega góð, þið getið borið höfuðið rosalega hátt og við erum mjög stolt af ykkur og við getum verið það Íslendingar.” Guðlaugur Þór flutti ávarp á Degi landbúnaðarins og var duglegur að hrósa íslenskum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landbúnaður Golf Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fjörugur umræður sköpuðust í pallborði á Degi landbúnaðarins, sem haldin var á föstudaginn þar sem nokkrir spekingar sátu fyrir svörum og vörpuðu boltanum til hvors annars í umræðum um stöðu íslensks landbúnaðar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtanna var til dæmis spurður hvaða hindranirnar væru fyrir íslenska landbúnaðinn til þess að hann geti hlaupið hraðar og ná markmiðum sínum? Gunnar sagði að skipulagslög landsins væru orðin mjög íþyngjandi og sagði svo: “Ég held að það sé 600 metra radíus lands, sem þarf að vera til þess að reisa kjúklingabú eða svínabú. Nú erum menn að berjast hér upp á Kjalarnesi að halda áfram starfsemi en nú eru bara allir uppfullir af því að það má alls ekki vera skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Ég segi bara, sveitarsamfélag eins og Ísland, af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli? Í alvöru, ég held að við séum búin að týna okkur í einhverju gullhúðuðu regluverki dauðans, sem engin getur uppfyllt því miður,” sagði Gunnar. Þeir sem tóku þátt í pallborðinu á Degi íslensks landbúnaðarMagnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra var einn af þeim, sem sat í pallborðinu. Hann var duglegur að hrósa íslenskum bændum. “Mér finnst allt vera að vinna með íslenskum landbúnaði en mér finnst við ekki vera að nýta tækifærin. Við búum svo vel Íslendingar að við vitum hvaðan maturinn kemur. Við getum farið út í búð og séð það, erum við að gera eitthvað með þetta?,” spurði Guðlaugur Þór og hélt áfram. “Hver fékk þá hugmynd að það ætti að keppa í verðum á milli kjúklinga og sauðfés, þ.e. lambakjöt. Hver fékk þá hugmynd?.” Að lokum sagði Guðlaugur Þór þetta við bændur á Degi landbúnaðarins: “Mín skilaboð eru bara einföld og ég hef bara mikla ástríðu fyrir því. Gleymið því ekki að þið eruð rosalega góð, þið getið borið höfuðið rosalega hátt og við erum mjög stolt af ykkur og við getum verið það Íslendingar.” Guðlaugur Þór flutti ávarp á Degi landbúnaðarins og var duglegur að hrósa íslenskum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landbúnaður Golf Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira