Þola kylfingar á Kjalarnesi ekki smá skítalykt? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. október 2022 13:05 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, sem spurði “Af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli” ? Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Bændasamtaka Íslands spyr sig af hverju það megi ekki vera öðru hvori skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Spurningin er sett fram í ljósi þess að kjúklinga og svínabændur á Kjalarnesi eru að berjast fyrir því að stækka starfsemi sína en það gengur illa því kylfingar vilja ekki skítalykt af búunum yfir golfvöllinn. Fjörugur umræður sköpuðust í pallborði á Degi landbúnaðarins, sem haldin var á föstudaginn þar sem nokkrir spekingar sátu fyrir svörum og vörpuðu boltanum til hvors annars í umræðum um stöðu íslensks landbúnaðar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtanna var til dæmis spurður hvaða hindranirnar væru fyrir íslenska landbúnaðinn til þess að hann geti hlaupið hraðar og ná markmiðum sínum? Gunnar sagði að skipulagslög landsins væru orðin mjög íþyngjandi og sagði svo: “Ég held að það sé 600 metra radíus lands, sem þarf að vera til þess að reisa kjúklingabú eða svínabú. Nú erum menn að berjast hér upp á Kjalarnesi að halda áfram starfsemi en nú eru bara allir uppfullir af því að það má alls ekki vera skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Ég segi bara, sveitarsamfélag eins og Ísland, af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli? Í alvöru, ég held að við séum búin að týna okkur í einhverju gullhúðuðu regluverki dauðans, sem engin getur uppfyllt því miður,” sagði Gunnar. Þeir sem tóku þátt í pallborðinu á Degi íslensks landbúnaðarMagnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra var einn af þeim, sem sat í pallborðinu. Hann var duglegur að hrósa íslenskum bændum. “Mér finnst allt vera að vinna með íslenskum landbúnaði en mér finnst við ekki vera að nýta tækifærin. Við búum svo vel Íslendingar að við vitum hvaðan maturinn kemur. Við getum farið út í búð og séð það, erum við að gera eitthvað með þetta?,” spurði Guðlaugur Þór og hélt áfram. “Hver fékk þá hugmynd að það ætti að keppa í verðum á milli kjúklinga og sauðfés, þ.e. lambakjöt. Hver fékk þá hugmynd?.” Að lokum sagði Guðlaugur Þór þetta við bændur á Degi landbúnaðarins: “Mín skilaboð eru bara einföld og ég hef bara mikla ástríðu fyrir því. Gleymið því ekki að þið eruð rosalega góð, þið getið borið höfuðið rosalega hátt og við erum mjög stolt af ykkur og við getum verið það Íslendingar.” Guðlaugur Þór flutti ávarp á Degi landbúnaðarins og var duglegur að hrósa íslenskum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Landbúnaður Golf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjörugur umræður sköpuðust í pallborði á Degi landbúnaðarins, sem haldin var á föstudaginn þar sem nokkrir spekingar sátu fyrir svörum og vörpuðu boltanum til hvors annars í umræðum um stöðu íslensks landbúnaðar. Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtanna var til dæmis spurður hvaða hindranirnar væru fyrir íslenska landbúnaðinn til þess að hann geti hlaupið hraðar og ná markmiðum sínum? Gunnar sagði að skipulagslög landsins væru orðin mjög íþyngjandi og sagði svo: “Ég held að það sé 600 metra radíus lands, sem þarf að vera til þess að reisa kjúklingabú eða svínabú. Nú erum menn að berjast hér upp á Kjalarnesi að halda áfram starfsemi en nú eru bara allir uppfullir af því að það má alls ekki vera skítalykt á golfvellinum á Kjalarnesi. Ég segi bara, sveitarsamfélag eins og Ísland, af hverju má ekki vera öðru hvoru skítalykt á golfvelli? Í alvöru, ég held að við séum búin að týna okkur í einhverju gullhúðuðu regluverki dauðans, sem engin getur uppfyllt því miður,” sagði Gunnar. Þeir sem tóku þátt í pallborðinu á Degi íslensks landbúnaðarMagnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra var einn af þeim, sem sat í pallborðinu. Hann var duglegur að hrósa íslenskum bændum. “Mér finnst allt vera að vinna með íslenskum landbúnaði en mér finnst við ekki vera að nýta tækifærin. Við búum svo vel Íslendingar að við vitum hvaðan maturinn kemur. Við getum farið út í búð og séð það, erum við að gera eitthvað með þetta?,” spurði Guðlaugur Þór og hélt áfram. “Hver fékk þá hugmynd að það ætti að keppa í verðum á milli kjúklinga og sauðfés, þ.e. lambakjöt. Hver fékk þá hugmynd?.” Að lokum sagði Guðlaugur Þór þetta við bændur á Degi landbúnaðarins: “Mín skilaboð eru bara einföld og ég hef bara mikla ástríðu fyrir því. Gleymið því ekki að þið eruð rosalega góð, þið getið borið höfuðið rosalega hátt og við erum mjög stolt af ykkur og við getum verið það Íslendingar.” Guðlaugur Þór flutti ávarp á Degi landbúnaðarins og var duglegur að hrósa íslenskum bændum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Landbúnaður Golf Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira