Reykjavík

Fréttamynd

„Við viljum ekki hægja á umferðinni“

Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á slysa­deild eftir gamnis­lag

Sex gista fangageymslur eftir erilsama nótt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á meðal þeirra er aðili sem grunaður er um að hafa verið að stela símum á skemmtistað í miðbænum. 

Innlent
Fréttamynd

Fluttur á slysa­deild eftir sprengingu í potti

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjölmörgum útköllum síðasta sólarhringinn. Farið var í 130 sjúkraflutninga og þar af 56 forgangsútköll. Þá var einn fluttur á slysadeild eftir sprengingu í potti í heimahúsi.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta vídeóleigan í bænum lokar dyrunum

Þau tíðindi verða í lok mánaðar þegar síðasta kvikmyndaleigan í fullum rekstri lokar dyrum sínum. Um er að ræða Aðalvideoleiguna við Klapparstíg þar sem Reynir Maríuson hefur staðið vaktina í á fjórða áratug.

Lífið
Fréttamynd

Naustið selt

Húsið sem áður hýsti veitingastaðinn Naustið við Vesturgötu í Reykjavík hefur verið selt. Seljandinn segist hafa þurft að bíða í nokkur ár eftir rétta kaupandanum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Asbest fannst í Höfða

Asbest hefur fundist í hinu sögufræga húsi Höfða í Borgartúni. Unnið er að því að fjarlægja það en engir viðburðir fara nú fram í húsinu vegna þessa. Asbest er heilsuspillandi efni og notkun þess hefur verið bönnuð á Íslandi frá árinu 1983.

Innlent
Fréttamynd

Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á

Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. 

Innlent
Fréttamynd

Gögn Borgar­skjala­safns telja tíu kíló­metra

„Borgarskjalasafn er stórt safn, stærsta héraðsskjalasafnið, og ríflega tíu kílómetrar af gögnum. Það þarf að skoða hvaða tímalínu Reykjavíkurborg hefur í huga en það er sett fram áætlun til fjögurra ára um aðlögun í þeirra skýrslu.“

Innlent
Fréttamynd

Gerður Krist­ný, Kristín Svava og Arn­­dís hlutu Fjöru­verð­­launin 2023

Rithöfundarnir Gerður Kristný, Kristín Svava Tómasdóttir og Arndís Þórarinsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna (sís og trans) og trans, kynsegin og intersex fólks á Íslandi. Þau voru afhent í sautjánda sinn við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal ráðhússins í Reykjavík í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Menning
Fréttamynd

Myglu­drauga­banar geti fundið myglu þar sem þeir vilja

Hilmar Þór Björnsson arkitekt segir það vera vandamál að verkfræðistofan EFLA skuli bæði sjá um að greina myglu og bjóða upp á ráðgjöf við að fjarlægja hana. Sérfræðingur í myglu segir ekkert vera athugavert við það þar sem verkefnið sé flókið.

Innlent
Fréttamynd

Setja spurningar­merki við 5,5 milljarða króna arð­greiðslu OR

Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár.

Innherji