Nýtt neyslurými opnar í Borgartúni: Skoða að bjóða gestum upp á vímuefni til skaðaminnkunar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. ágúst 2024 15:06 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Ívar Rauði kross Íslands opnaði í dag nýtt neyslurými í Borgartúni undir nafninu Ylja. Notendur vímuefna geta leitað þangað og sprautað sig eða reykt vímuefni undir eftirliti og aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“ Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“
Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira