Nýtt neyslurými opnar í Borgartúni: Skoða að bjóða gestum upp á vímuefni til skaðaminnkunar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. ágúst 2024 15:06 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Ívar Rauði kross Íslands opnaði í dag nýtt neyslurými í Borgartúni undir nafninu Ylja. Notendur vímuefna geta leitað þangað og sprautað sig eða reykt vímuefni undir eftirliti og aðstoð heilbrigðisstarfsfólks. Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“ Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstjóri skaðaminnkunar hjá Landspítalanum segir verkefnið vera löngu tímabært en fyrra neyslurými Rauða krossins undir sama nafni var lokað um vorið á síðasta ári. „Þetta er heilmikil framför sem hópur fólks hefur barist fyrir í mörg ár og það er mjög stór dagur að þetta sé loksins að verða að veruleika. Þetta verður opið virka daga frá tíu til sextán og til fjórtán á föstudögum. Síðan er rýminu skipt upp þannig að það er annars vegar rými þar sem er hægt að nota í æð öðru megin og hins vegar reykja hinu megin.“ Kristín Davíðsdóttir, verkefnastjóri skaðaminnkunar á Landspítalanum, og Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða Krossins.Vísir/Ívar Vonandi komið til að vera Jafnframt er sérstakt heilbrigðisrými innan gámaeininganna þar sem verður starfrækt lágþröskulda móttaka og skimað eftir smitsjúkdómum og brugðist við sárum og sýkingum. Núverandi samningur um starfsemina gildir í eitt ár en vonast er til þess að sá samningur verði framlengdur. „Ég held að þetta sé komið til að vera án nokkurs vafa. Hvort það verði í þessu formi eða þróist eitthvað, það verðum við svolítið að sjá og fer kannski svolítið eftir þörfinni,“ segir Kristín. Skoða að bjóða upp á efni í neyslurýmum Heilbrigðisráðherra bindir vonir við það að nýja úrræðið komi til með að auka öryggi og heilsu fólks sem glímir við fíknisjúkdóm. Það muni minnka álag á Landspítalanum en fjöldi fólks leitar þangað vegna smita, sýkinga eða of stórs skammts. „Þetta eru merk tímamót raunverulega. Hér er verið að opna fyrsta staðbundna neyslurýmið í skaðaminnkandi hugmyndafræði. Á undan vorum við með tilraunaverkefni, Yljubíllinn sem fór á nokkra staði og tók á móti fólki. Það gerði það að verkum að staðfesta nauðsyn þessa.“ Kemur til greina að fara enn lengra í skaðaminnkun og jafnvel bjóða gestum upp á efni í svona neyslurými? „Já nú er það til skoðunar í skaðaminnkunarhópnum, stefnu sem við munum birta og formgera núna í lok þessarar mánaðar eða í næsta mánuði og það er til skoðunar einmitt þetta skref í framhaldinu. Þá í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld og ég er ekki í vafa um það að við þurfum að taka slík skref.“
Fíkn Reykjavík Félagasamtök Heilbrigðismál Félagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira