Ármúlinn verði vel nothæfur leikskóli eftir tvær vikur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 15:13 Hægra megin er Ármúlahúsnæðið eins og það lítur út í dag. Unnið verður að því næstu tvær vikurnar að standsetja húsið fyrir leikskólastarfsemi. Vísir/Vilhelm Samskiptastjóri Reykjavíkurborgar segir að unnið verði að því næstu tvær vikurnar að gera húsnæðið í Ármúla huggulegt og leikskólahæft. Hún segir að ekki liggi fyrir hversu langan tíma framkvæmdir við Brákarborg munu taka, en borgin hafi veitt foreldrum allar upplýsingar sem eru fyrir hendi. Fundur verði boðaður með foreldrum á næstunni. Í vikunni fengu foreldrar leikskólabarna í Brákarborg bréf frá borginni, þar sem fram kom að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar. Mikillar óánægju gætir hjá hópi foreldra, sem segja húsnæðið í Ármúla óboðlegt leikskólabörnum. Húsnæðið verði gert leikskólavænt „Þetta er rúmgott húsnæði, það er ekkert æðislegt útisvæði, en það er verið að reyna gera það leikskólavænt. Svo er verið að búa til leikfimisal þarna inni, það eru margir möguleikar innandyra,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar. Varðandi þá ákvörðun að hætta við að senda sjötta bekk yfir í Ármúlahúsnæðið fyrir nokkrum árum, segir hún að umræðan hafi þá að miklu leyti snúist um að krakkarnir þyrftu að ganga yfir umferðargötur til að komast í skólann. Það eigi ekki við í tilfelli leikskólabarnanna. Þar vísar hún í ummæli foreldra um að Ármúlahúsnæðið hafi ekki þótt nægilega gott fyrir sjötta bekk Langholtsskóla, en þyki nú nógu gott fyrir leikskólabörn. Stuttur tími í Ármúla ef allt fer á besta veg Það liggi ekki fyrir hversu lengi starfsemin þurfi að vera í Ármúla. „Ef allt fer á besta veg varðandi skoðun á húsnæði Brákarborgar, þá verður þetta bara stuttur tími. Ef allt fer á versta veg verður þetta lengri tími,“ segir Eva. „Það er náttúrulega ekkert hlaupið að því, það er ekki eins og við séum með leikskólahúsnæði sem bíður tómt, það þarf að bregðast við eins og hægt er,“ segir Eva. Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Í vikunni fengu foreldrar leikskólabarna í Brákarborg bréf frá borginni, þar sem fram kom að starfsemi leikskólans yrði færð yfir í húsnæði við Ármúla 28-30 á meðan unnið væri að viðgerð á húsnæði Brákarborgar. Mikillar óánægju gætir hjá hópi foreldra, sem segja húsnæðið í Ármúla óboðlegt leikskólabörnum. Húsnæðið verði gert leikskólavænt „Þetta er rúmgott húsnæði, það er ekkert æðislegt útisvæði, en það er verið að reyna gera það leikskólavænt. Svo er verið að búa til leikfimisal þarna inni, það eru margir möguleikar innandyra,“ segir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar. Varðandi þá ákvörðun að hætta við að senda sjötta bekk yfir í Ármúlahúsnæðið fyrir nokkrum árum, segir hún að umræðan hafi þá að miklu leyti snúist um að krakkarnir þyrftu að ganga yfir umferðargötur til að komast í skólann. Það eigi ekki við í tilfelli leikskólabarnanna. Þar vísar hún í ummæli foreldra um að Ármúlahúsnæðið hafi ekki þótt nægilega gott fyrir sjötta bekk Langholtsskóla, en þyki nú nógu gott fyrir leikskólabörn. Stuttur tími í Ármúla ef allt fer á besta veg Það liggi ekki fyrir hversu lengi starfsemin þurfi að vera í Ármúla. „Ef allt fer á besta veg varðandi skoðun á húsnæði Brákarborgar, þá verður þetta bara stuttur tími. Ef allt fer á versta veg verður þetta lengri tími,“ segir Eva. „Það er náttúrulega ekkert hlaupið að því, það er ekki eins og við séum með leikskólahúsnæði sem bíður tómt, það þarf að bregðast við eins og hægt er,“ segir Eva.
Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36 Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sama um hönnunarverðlaun á meðan börnin sitja heima Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins. 21. mars 2023 23:36
Aðstæður í verðlaunabyggingu ekki orðnar mannvænar Þótt hann sé verðlaunabygging, var leikskólinn Brákarborg tekinn í notkun nokkru áður en hann var tilbúinn. Starfsemi er hafin en viðvarandi framkvæmdir koma í veg fyrir aðlögun nýrra nemenda, sem veldur óánægju og áhyggjum á meðal kennara. 2. október 2022 20:01