Bretland

Fréttamynd

„Fólk er að búast við því versta“

Sérfræðingar vara við mannfalli í sögulegri hitabylgju sem gengur yfir Bretland á morgun og gróðureldar í Evrópu valda áfram gríðarlegri eyðileggingu. Íslendingur í Lundúnum segir borgarbúa uggandi. Þeir búi sig undir það versta.

Erlent
Fréttamynd

Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“

Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega.

Erlent
Fréttamynd

Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag

Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins.

Erlent
Fréttamynd

Spacey segist saklaus

Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér.

Erlent
Fréttamynd

Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út

Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag.

Erlent
Fréttamynd

Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni

Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni.

Erlent
Fréttamynd

He­at­hrow-flug­völlur setur tak­mörk á fjölda far­þega

Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum.

Erlent
Fréttamynd

Útbreiðsla apa­bólu í Bret­landi tvö­faldist á tveggja vikna fresti

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti.

Erlent
Fréttamynd

Í­kornum verði út­rýmt með getnaðar­vörnum

Áætlun um að nota getnaðarvarnir til að ná stjórn á íbúafjölda gráíkorna á Stóra-Bretlandi miðar vel áfram og gæti hafist innan skamms. Markmið áætlunarinnar er að útrýma gráíkornum landsins án þess að drepa þá en gráíkornar eru mikil plága og hafa valdið miklum skaða á vistkerfum og stofni rauðíkorna þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Mo Farah var seldur í man­sal sem barn

Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin.

Erlent
Fréttamynd

Nýr for­sætis­ráð­herra þann 5. septem­ber

Nýr forsætisráðherra mun taka við í Bretlandi þann 5. september. Rétt í þessu var tilkynnt að leiðtogakjör Íhaldsflokksins fari fram þann dag en sigurvegarinn þar mun taka við af Boris Johnson sem sagði af sér sem leiðtogi í síðustu viku.

Erlent
Fréttamynd

Kona lést í slysinu við EM-torgið

Kona á sextugsaldri er látin eftir að strætisvagni var ekið á biðskýli við Piccadilly Gardens í Manchester á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í gær var mikill fjöldi Íslendinga á svæðinu á svökölluðu EM-torgi vegna leiks íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn því belgíska.

Erlent