Til Þýskalands í sinni fyrstu opinberu heimsókn erlendis sem konungur Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 08:29 Karl konugur og Kamilla munu heimsækja bæði Berlín og Hamborg í heimsókninni til Þýskalands. EPA Karl III Bretakonungur mun funda með helstu leiðtogum Þýskalands og ávarpa þýska þingið í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem konungur til erlends ríkis sem hefst í dag. Karl verður fyrsti þjóðhöfðingi Bretlands sem ávarpar þýska þingið, en litið er á heimsóknina sem lið í því að bæta samskipti Bretlands og Evrópusambandsríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Upphaflega stóð til að Karl og Kamilla, eiginkona hans, myndu fyrst heimsækja Frakkland en ákveðið var að aflýsa þeirri heimsókn vegna hinna víðtæku verkfalla og harðra mótmæla í landinu vegna breytinga Emmanuel Macron Frakklandsforseta á lífeyriskerfinu. Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseti og eiginkona hans, Elke Büdenbender, munu taka á móti Karli og Kamillu við Brandenborgarhliðið síðar í dag og að því loknu verður hátíðarkvöldverður í höllinni Bellevue. Reiknað er með að Steinmeier og Karl munu ræða sjálfbærni og orkuskipti, en Karl hefur lengi haft mikinn áhuga á umhverfismálum. Á fimmtudag munu Karl og Kamilla svo funda með Olaf Scholz kanslara og Franziska Giffey, borgarstjóra Berlínar. Karl og Kamilla munu svo einnig heimsækja Hamborg áður en þau halda aftur til Bretlands, að því er segir í frétt Deutsche Welle. Bretland Þýskaland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl III verði krýndur næsta vor Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum. 11. október 2022 17:57 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Karl verður fyrsti þjóðhöfðingi Bretlands sem ávarpar þýska þingið, en litið er á heimsóknina sem lið í því að bæta samskipti Bretlands og Evrópusambandsríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Upphaflega stóð til að Karl og Kamilla, eiginkona hans, myndu fyrst heimsækja Frakkland en ákveðið var að aflýsa þeirri heimsókn vegna hinna víðtæku verkfalla og harðra mótmæla í landinu vegna breytinga Emmanuel Macron Frakklandsforseta á lífeyriskerfinu. Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseti og eiginkona hans, Elke Büdenbender, munu taka á móti Karli og Kamillu við Brandenborgarhliðið síðar í dag og að því loknu verður hátíðarkvöldverður í höllinni Bellevue. Reiknað er með að Steinmeier og Karl munu ræða sjálfbærni og orkuskipti, en Karl hefur lengi haft mikinn áhuga á umhverfismálum. Á fimmtudag munu Karl og Kamilla svo funda með Olaf Scholz kanslara og Franziska Giffey, borgarstjóra Berlínar. Karl og Kamilla munu svo einnig heimsækja Hamborg áður en þau halda aftur til Bretlands, að því er segir í frétt Deutsche Welle.
Bretland Þýskaland Kóngafólk Karl III Bretakonungur Tengdar fréttir Karl III verði krýndur næsta vor Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum. 11. október 2022 17:57 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Sjá meira
Karl III verði krýndur næsta vor Karl III Bretlandskonungur verður krýndur þann 6. maí næstkomandi. Hann hefur sinnt embætti konungs frá andláti móður sinnar Elísabetar II Bretlandsdrottningar í september síðastliðnum. 11. október 2022 17:57