Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 22:21 Hægra megin á myndinni má sjá nýja kórónutjáknið en vinstra megin má sjá hvernig Karl Bretakonungur lítur út með höfuðfat. Getty/Stuart C. Wilson Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Tjáknið byggir á hinni frægu St. Edwards kórónu, 17. aldar kórónu úr hreinu gulli sem er með fjólubláan hatt og er hluti af bresku krúnudjásnunum sem eru geymd í Lundúnarturni. Tjáknið er það fyrsta sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir breska krýningarathöfn enda átti sú síðasta sér stað fyrir sjötíu árum þegar tjákn voru ekki til. Hins vegar var búið til tjákn fyrir sjötíu ára afmælishátíð drottningarinnar í fyrra en það var í líki corgi-hundar Elísabetar drottningar. With less than a month to go, we ve announced some new ceremonial details about the #Coronation of The King and The Queen Consort.Take a look at our thread to find out more [1/6]— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Undirbúningur fyrir krýninguna sem fer fram 6. maí er í fullum gangi og er sköpun tjáknsins hluti af honum. Aðgangur konungsfjölskyldunnar Twitter hefur undanfarna daga deilt upplýsingum um krýninguna, hvernig hún fer fram og hver skipuleggur hana. Þar má meðal annars sjá gullnu hestakerruna sem Karl og Kamilla munu ferðast með frá Buckingham-höll til Westminster Abbey þar sem athöfnin fer fram. Þar kemur líka fram að frá tíunda apríl muni kórónutjákn Karls birtast þegar myllumerkin #Coronation, #CoronationConcert, #CoronationWeekend and #CoronationBigLunch eru notuð. A special emoji for the Coronation has gone live today! The emoji, based on St Edward s Crown, will appear when any of the following hashtags are used: #Coronation#CoronationConcert#TheBigHelpout#CoronationWeekend#CoronationBigLunch pic.twitter.com/ueHOpkNn6M— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Tjáknið byggir á hinni frægu St. Edwards kórónu, 17. aldar kórónu úr hreinu gulli sem er með fjólubláan hatt og er hluti af bresku krúnudjásnunum sem eru geymd í Lundúnarturni. Tjáknið er það fyrsta sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir breska krýningarathöfn enda átti sú síðasta sér stað fyrir sjötíu árum þegar tjákn voru ekki til. Hins vegar var búið til tjákn fyrir sjötíu ára afmælishátíð drottningarinnar í fyrra en það var í líki corgi-hundar Elísabetar drottningar. With less than a month to go, we ve announced some new ceremonial details about the #Coronation of The King and The Queen Consort.Take a look at our thread to find out more [1/6]— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023 Undirbúningur fyrir krýninguna sem fer fram 6. maí er í fullum gangi og er sköpun tjáknsins hluti af honum. Aðgangur konungsfjölskyldunnar Twitter hefur undanfarna daga deilt upplýsingum um krýninguna, hvernig hún fer fram og hver skipuleggur hana. Þar má meðal annars sjá gullnu hestakerruna sem Karl og Kamilla munu ferðast með frá Buckingham-höll til Westminster Abbey þar sem athöfnin fer fram. Þar kemur líka fram að frá tíunda apríl muni kórónutjákn Karls birtast þegar myllumerkin #Coronation, #CoronationConcert, #CoronationWeekend and #CoronationBigLunch eru notuð. A special emoji for the Coronation has gone live today! The emoji, based on St Edward s Crown, will appear when any of the following hashtags are used: #Coronation#CoronationConcert#TheBigHelpout#CoronationWeekend#CoronationBigLunch pic.twitter.com/ueHOpkNn6M— The Royal Family (@RoyalFamily) April 9, 2023
Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01