Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2023 10:10 Ríki íslam lýsti árásinni á hendur sér. Árásarmaðurinn lést en bróðir hans var dæmdur í lífstíðarfangelsi. epa/Nigel Roddis Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC. Bretland England Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira
Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC.
Bretland England Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira