Samfélagsmiðlar

Níu milljónir nektarmynda af börnum fjarlægðar af Facebook
Facebook hefur fjarlægt um 8,7 milljónir nektarmynda af börnum á síðasta ársfjórðungi þökk sé tóli sem varar sjálfkrafa við slíkum myndum.

Mikilvægt að taka tillit til barnanna
Þegar mynd hefur verið birt á miðlinum öðlast Facebook réttinn á því að nota myndina gjaldfrjálst. Það eitt er umhugsunarvert og ágætis vani fyrir foreldra að hafa það í huga þegar þeir birta myndir af börnum sínum á Facebook.

Vafasamt að spjalla um hvað sem er
Ekki er hægt að tryggja að enginn komist í skilaboðin sem þú hefur sent í gegnum Facebook. Flestir nota sömu lykilorð alls staðar og þeim lykilorðum er síendurtekið lekið. Blaðamaður var örfáar mínútur að finna síðu þar sem hægt var að kaupa aðgang að stolnum lykilorðum.

Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra
Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins.

Stjórnendur Facebook-hópsins umdeilda leggja til að Jón Steinar prófi sitt eigið meðal
Stjórnendur Facebook-hópsins "Karlar gera merkilega hluti“ segja að hópurinn sé mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verði hvorki útskýrð né rökrædd við mann sem skrifi feðraveldi innan gæsalappa og skilji ekki hvað "öruggt svæði er.“

Öryggisbrestur hjá Facebook hafði áhrif á 2500 íslenska notendur
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Persónuvernd.

Hneykslaði með ummælum sínum um Bond, börn og karlmennsku
Morgan birti myndina af Craig á Twitter-reikningi sínum í gær.

Fóru leynt með gríðarmikinn gagnaleka og reka nú síðasta naglann í kistu Google+
Í minnisblaði, sem yfirmenn hjá Google sendu starfsfólki sínu og Wall Street Journal hefur undir höndum, segir að fyrirtækið hafi fyrst frétt af gagnalekanum í mars síðastliðnum.

Sólrún Diego mælir með edikblöndu og raksápu í baráttunni við hélaðar bílrúður
Íslendingar hafa margir þurft að skafa af bílum sínum það sem af er hausti.

Ekki slegið af kröfum fyrir áhrifavalda
Neytendastofa hefur nýverið úrskurðað í nokkrum málum þar sem svokallaðir áhrifavaldar og fyrirtæki eru áminnt fyrir duldar auglýsingar. Lektor í lögfræði segir reglur um þetta skýrar og telur að málum af þessu tagi muni fjölga á næstunni.

Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar
Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar.

Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald
Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni.

Kærastinn með hýra augað úrskurðaður karlrembulegur í Svíþjóð
Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar.

John Oliver fékk íslenska leikara í harðort innslag um skuggahliðar Facebook
Íslensku leikararnir Baltasar Breki Samper og Elísabet Skagfjörð komu við sögu í nýjasta þætti háðfuglsins John Oliver, Last Week Tonight, sem sýndur var Íslandi í gær. Meginefni þáttarins að þessu sinni var Facebook og skuggahliðar samfélagsmiðilsins vinsæla.

Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar
Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu.

Stofnendur Instagram hætta
Stofnendur samfélagsmiðilsins Instagram, Kevin Systrom og Mike Krieger, hafa hætt störfum hjá fyrirtækinu.

Halldór segist hafa verið að grínast
Kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að vekja athygli á gríni sem fór ofan garðs og neðan.

Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki
Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings.

Skrautlegur ferill umdeildrar tálbeitu
Jóhannes Gísli hefur vakið mikla athygli að undanförnu vegna umdeildra tælingaraðferða sinna á samfélagsmiðlum.

Twitter lokar reikningum Alex Jones
Samfélagsmiðillinn Twitter hefur nú endanlega látið loka reikningi samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.

Friðrik Dór og Lísa gengu í það heilaga á Ítalíu
Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir gengu í það heilaga í Toskana-héraðinu á Ítalíu í dag.

YouTube-stjörnur mokgræddu á bardaga
YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI mættust í boxbardaga í Manchester Arena í gærkvöldi.

Youtube-stjarna ók sportbíl á ofsahraða á mæðgur
Youtube-stjarnan McSkillet lést í bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum er hann ók sportbíl sínum á ofsahraða á jeppa á hraðbraut. Farþegar jeppans létust samstundis.

Förðunarbloggari missti alla styrktaraðila eftir að rasísk tíst komu upp á yfirborðið
YouTube-bloggarinn Laura Lee hefur misst alla samstarfssamninga og styrktaraðila eftir að gömul tíst frá henni kom upp á yfirborðið, en tístin þykja heldur rasísk.

Facebook og Twitter loka áróðurssíðum
Lokanirnar eru sagðar liður í herferð miðlanna gegn falsfréttum og dreifingu villandi upplýsinga.

Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff
Ekki hefur verið staðfest hvað varð til þess að stjórnendum Twitter var misboðið í framgöngu stofnanda Infowars.

Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify
Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum.

Twitter lokar aðgöngum sem nota nafn Elon Musk
Notendur sem hafa nafn Elon Musk í notendanafni sínu geta átt von á því að Twitter-reikningum þeirra verði lokað.

Hundrað milljónir fyrir mynd á Instagram
Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner trónir á toppnum yfir þær stjörnur sem þéna hvað mest fyrir Instagram-myndir sínar sem birtar eru í samstarfi við fyrirtæki.

Alex Jones úthýst af Facebook
Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær.